Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Platón og Charles Gore um mikilvćgi mótunar barna fyrir skynsemisaldur

The famous passages in the Republic and the Laws, in which Plato emphasizes the supreme importance of the education of children, before they are of an age to appreciate rational processes, is based quite frankly on the idea that they should go out into the maturer stage of life with one supreme prejudice, which is both aesthetic and moral, embedded in the emotional and volitional basis of their nature---that there is a right way of living---that there are divine principles which must not be violated, and that obedience to these is duty---it is to obey God rather than men. I am taking my stand on this principle---that the idea of the absolute values on which the good life is based is an ultimate act of faith, to refuse which is to repudiate both religion and humanism. It is this faith alone that can make life worth living.

Charles Gore, The Philosophy of the Good Life (1930), sbr. Everyman's Library-útgáfu 1935, bls. 287f.

Charles Gore var einn af beztu frćđi- og kennimönnum ensku kirkjunnar, var prestvígđur 25 ára 1878, varđ kórsbróđir (kanúki) í Westminster 1894 og síđan, frá 1902 til 1919, biskup, fyrst í Worcester, svo í Birmingham og loks í Oxford. Ţá sagđi hann af sér biskupsdómi og gekk í ţjónustu King's College viđ Lundúnaháskóla og átti ţá enn eftir ađ gefa út sum sín merkustu rit. Hann lézt 17. janúar 1932.

Fleira verđur birt hér úr ţessari merku bók hans og annarri. Ekki veitir af frćđslu um kristin málefni hér á landi, eins og sést af ýmissi vanţekkingarumrćđu, sem oft gýs hér upp. Vilji menn skýringar einhverra orđa í ţessum pistli og öđrum, er alltaf hćgt ađ fá ţćr hér. --JVJ.


Jólagjöfin

"Yđur er í dag frelsari fćddur," er bođskapur jólanna, allt frá fyrstu jólanótt, ţegar ljós Jesú tók ađ lýsa í myrkum heimi. (Lúkas 2:11)

Frelsari er oss fćddur. Ţađ eru einnig hinar góđu fréttir til okkar mannanna í dag.

Í hverju felst ţađ, ađ eiga frelsara? Látum vera einhverjar djúpar guđfrćđivangaveltur, en hlýđum á orđ Jesú, sem hann talađi fyrir tćpum tveimur árţúsundum og eiga einnig erindi til okkar, sem erum uppi ţessa tíma. "Hvađ vilt ţú ađ ég gjöri fyrir ţig?" (Lúkas 18:41)

Ţannig spurđi hann blinda manninn, sem sat viđ vegarbrúnina á leiđinni til Jeríkó. Sá hafđi hrópađ til frelsarans: "Jesús, sonur Davíđs, miskunna ţú mér!" Hversu mörg erum viđ ekki, sem berum međ okkur ţessi sömu orđ í hjörtum okkar, ţó viđ berum ţau ekki á borđ fyrir hvern sem er? Viđ ţörfnumst Frelsarans, og hann er hér. Án allra skilyrđa, miskunnađi Jesús sig yfir blinda manninn og gaf honum sjónina. Og hann sá Frelsara sinn, Guđs son, Jesú Krist. Hvílík gjöf, miskunn, náđ!

Ţetta er fagnađarerindi. Óverđskulduđ náđ veitist okkur mönnunum í bođskap jólanna. Hvílík jólagjöf! Okkur er í dag frelsari fćddur! Engar spurningar frá syni Guđs, önnur en ţessi: Hvađ vilt ţú ađ ég gjöri fyrir ţig? (Lúkas 18:41). Og Jesús lćknađi, líknađi, gaf sinn friđ og Guđs náđ, án nokkra skilyrđa.

Ţessi guđlega gjöf stendur einnig ţér til bođa. Viđ annađ tćkifćri, ţegar líkţrár mađurinn bađ frelsarann: Herra, ef ţú vilt, getur ţú lćknađ mig, rétti Jesús út hönd sína, snart hann og mćlti: Ég vil, verđ ţú hreinn! (Lúkas 5:12-13). Engar spurningar, skilyrđi. Ađeins hin guđlega náđ, jólagjöfin mikla.

Syndir ţínar eru fyrirgefnar, fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn. Slík eru sannarlega gleđileg jól.

Einar Ingvi Magnússon.

Einar Ingvi Magnússon

   Höfundurinn Einar Ingvi.


Sjálfsagt ađ kynna uppruna jólanna fyrir leikskólabörnum.

Til kristinnar trúar vilja yfir 90% Íslendinga telja sig, á sama tíma og ađeins 5,16% landsmanna eru utan trúfélaga.

Ţví má ţađ undarlegt heita í landi međ kristinn fána, kristinn ţjóđsöng og stjórnarskrárákvćđi um stuđning og vernd kristins siđar, ađ ţar skuli ţađ viđgangast í höfuđborginni, ađ vantrúađir róttćklingar fái ţví framgengt, ađ á sama tíma og börn í skólum og leikskólum eru fúslega send á ýmsar uppákomur uppskáldađra jólasveina og foreldra ţeirra, Grýlu og Leppalúđa, skuli ţeim hins vegar (a.m.k. í sumum leikskólum) stranglega bannađ ađ fara í hópferđ á vegum leikskólans í kirkjur landsins til ađ kynnast undirstöđu jólahátíđarinnar, jólaguđspjallinu og ţví sem gerđist á jólanótt í Betlehem, ađdraganda ţess og ţeirri persónu sem ţá var borin í heiminn og hefur haft víđtćkari og betri áhrif međal manna en nokkur önnur söguleg persóna.

Ef ţetta á ađ heita barnavernd af hálfu trúleysingja í borgarstjórn, ţá er svart orđiđ hvítt og hvítt svart samkvćmt opinberri tilskipun. 

En hér má í lok stuttrar ádrepu minna á ţessi orđ Margrétar Steinunnar Hilmarsdóttur, annarrar tveggja mćđra sem voru drifkrafturinn á bak viđ ţađ frumkvćđi foreldra í leikskólum Sunnufoldar í Foldahverfi (Grafarvogi) ađ fara međ börn sín í hópferđ úr leikskólanum til Grafarvogskirkju á ađventunni, vegna ţess banns sem ţar hafđi veriđ lagt viđ slíkri kirkjuferđ á vegum leikskólanna:

 • Margrét segir sjálfsagt ađ kynna uppruna jólanna fyrir börnunum, ţví jólin segir hún grundvölluđ á fćđingu Jesú Krists. „Mér og mörgum öđrum finnst ótrúlegt ađ ţađ megi ekki halda í ţessar hefđir. Ţetta snýst ekki um trúna heldur hefđir. Af hverju á ađ vera leyndarmál af hverju ţađ eru jól? Í grunninn eru jólin út af fćđingu Jesú, hvort sem ţú trúir ţví eđa ekki.“ (Úr greininni Leikskólabörn fóru í Grafarvogskirkju á ađventunni, í Morgunblađinu í gćr, bls. 2).

Ţađ er ekki hćgt ađ una viđ ţađ í landi, sem hefđbundiđ er kristiđ síđustu ţúsund árin, ađ ţar skuli tekin upp stefna sem minnir einna helzt á ţađ offors ţröngsýnismanna í norska ríkisútvarpinu, ađ krossinn sé gerđur útlćgur ţar í húsum.

Jón Valur Jensson.


Kristin áhrif meiri á Fćreyjum en hér og ávextirnir sýna sig í betra samfélagi

Nöfn úr gyđing-kristinni arfleifđ okkar eru enn algengust nafna sveina og meyja á Íslandi: Aron og Katrín. 1703 hét 5. hver karlmađur Jón. En Fćreyingar eru kristnari en viđ; ţar eru nánast engir glćpir og fćđingar flestar á öllum Norđurlöndunum, raunar í allri Evrópu.

Fjölskyldutengslin eru sterk í Fćreyjum og mikil samheldni bćjarsamfélaga, ţar sem allir taka ţátt í gleđi og hryggđ annarra, og kirkjan "spilar mjög stóra rullu í samfélaginu," eins og Jens Guđmundsson (kallar sig raunar Jens Guđ!) sagđi í ágćtum spjallţćtti í Útvarpi Sögu í gćr, en hann er mikill vinur Fćreyinga, hefur fariđ ţangađ margar ferđir og var nú ađ gefa út bók um söngkonuna Eivöru.

Viđ mćttum taka okkur Fćreyinga til fyrirmyndar. Ţar er lítil sem engin spilling, lífiđ mikils metiđ, einnig í móđurkviđi, og miklu minna um skilnađi ţar en hér.

 • Fóstureyđingar eru hlutfallslega langalgengastar á Grćnlandi af öllum Norđurlöndunum. Ţar er 893 fóstrum eytt á móti hverjum 1000 fćđingum. Nćsthćst er tíđnin í Svíţjóđ, ţar sem 335 fóstrum er eytt á móti hverjum 1000 fćđingum.
 • Tíđni fóstureyđinga hefur fariđ hćkkandi í Danmörku, Noregi og Álandseyjum frá aldamótum, en lćkkandi á hinum Norđurlöndunum. Á Íslandi fara fram um 200 fóstureyđingar á móti hverjum 1000 fćđingum, en tíđnin er lćgst í Fćreyjum, 56 á móti hverjum 1000. (Mbl.is, skv. nýútkomnum norrćnum hagtölum; sjá tengil neđar; leturbr. hér.) 

Vantrúarmenn (t.d. í Siđmennt) og pólitískir andstćđingar hugmyndarinnar um kristinn stjórnmálaflokk tala gjarnan um, ađ kristnir menn séu ekki hćtishót skárri en ađrir og kristin stefna ekki betri en önnur -- gott ef hún á ekki jafnvel ađ vera verri -- full af hrćsni og yfirdrepsskap og forrćđishyggju!

Viđkomandi kvartarar og kveinarar ćttu ađ líta til hins friđsćla ţjóđfélags Fćreyinga, ţar sem glćpir eru nánast óţekktir. Jens nefndi ţađ sem dćmi í viđtalinu í gćr, ađ einhverju sinni voru skođuđ 27 afbrot í Fćreyjum. Engir Fćreyingar áttu ţar sökina, einungis Íslendingar og Grćnlendingar!

Reynum ađ hugsa ţetta fyrir jólin, hvort ţađ sé ekki betra, ađ viđ kappkostum ađ vera kristiđ samfélag. Ţađ gera Fćreyingar m.a. međ ţví ađ rćkja sína kristnu trú. Á jólum fara ţeir t.d. mörgum sinnum til kirkju.

Athugiđ ţađ, lesendur, ađ ţađ er óţarfi ađ velja, "hvađa kirkju ég á ađ fara í um ţessi jól," ţví ađ vel er hćgt ađ fara í tvćr eđa ţrjár eđa fjórar! Ţótt mörgum ţćtti ţađ eflaust ofrausn, ćtti ţađ ekki ađ gera neitt til um ein jól, hafi menn tíma til, og fengju ţá virkilega einu sinni ađ sökkva sér í hugleiđingar um hinn kristna bođskap -- og fengju um leiđ samanburđ milli kirkjusafnađa, kóra og predikara. Áhćttan er engin, og ekkert kostar ţađ, en viđkomandi (kannski áđur svo sjaldgćfir) kirkjugestir yrđu reynslunni ríkari og fćrari um ađ finna ţađ framvegis sem höfđar mest til ţeirra, gefur ţeim snertingu viđ heilagleikann eđa ţakksamlega stund međ kristnum systrum og brćđrum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Aron og Katrín eru vinsćlust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blóđfórnir á Íslandi - eitthvađ til ađ sakna?

Í Mbl.is-fréttarviđtali viđ sagnfrćđing kemur fram ađ blóđfórnir voru iđkađar hér á landi í heiđni, dýrum t.d. fórnađ á jólum. Blóđfórnir eru fremur regla en undantekning í fornum trúarbrögđum, jafnvel Gyđingdómi. Stór munur er ţó á ţeim trúarsiđum Gyđinga og nágrannaţjóđanna, ţar sem mann- og barnafórnir tíđkuđust. Blátt bann er lagt viđ barnafórnum í III. Mósebók (20.1-5), ađ viđlagđri dauđarefsingu. En mannfórnir tíđkuđust víđa, m.a. hjá frumbyggjum Miđ- og Suđur-Ameríku, raunar í óhugnanlega stórum stíl, tugţúsundir á hverju ári, en lögđust af međ kristni.

Lítum okkur nćr, ţví ađ ásatrúin var fórnatrúarbrögđ, og ţegar mest lá viđ, var jafnvel fórnađ mönnum. Ţekktu dćmin í heimildum eru kannski ekki mörg, en voru ţó til stađar m.a. í Ţýzkalandi og Svíţjóđ -- en einnig hér á Íslandi, ađ mati dr. Jóns Hnefils Ađalsteinssonar heitins, prófessors í ţjóđfrćđi, sem mikiđ rannsakađi ţessi mál, sjá t.d. bók hans Blót í norrćnum siđ, Háskólaútgáfan, Rv. 1997, ennfremur í athyglisverđri grein hans, MANNBLÓTIĐ Á ŢINGVÖLLUM, í Lesbók Morgunblađsins 2. ágúst 2003 (opin öllum til lestrar; sjá t.d. kaflann ţar: 'Mannblót á Íslandi'). Fórnarlömbin gátu sem hćgast veriđ ţrćlar, en ekki einungis ţeir.

Og nú geta menn velt ţví fyrir sér, hvort ţađ hafi veriđ miđur, ađ Íslendingar tóku upp kristna trú og halda nú kristin jól, en ekki heiđin!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skvettu blóđi yfir söfnuđinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristinn flokkur í ríkisstjórn!

Ţvert gegn eintrjáningshugsun sumra orđháka á blogginu hefur ţađ nú gerzt sem átti ađ vera ómögulegt: ađ kristinn flokkur fái ađild ađ ríkisstjórn – í Tékklandi. Ţó hefur ţetta gerzt í fjölda Evrópulanda (m.a. Noregi) allt frá lokun seinni heimsstyrjaldar og raunar lengur. En áđurnefndir eintrjáningar tala jafnan um ţetta sem fáránlegt á Íslandi. Af hverju? Erum viđ ţá alveg út úr kú í pólitísku litrófi?

Satt ađ segja óttast ţeir e.t.v. fátt meira en ţetta: uppgang slíks flokks, sem kćmi ađ hluta í stađ Sjálfstćđisflokks o.fl. flokka sem hafa misst mikiđ af sínum trúverđugleik.

Ţeir vita líka sem er, ađ ef hinir vinsćlu Geir Jón Ţórisson lögreglumađur og sálmahöfundurinn Davíđ Oddsson fćru fram í slíkum flokki, hvort heldur til borgarstjórnar eđa til ţings, ţá myndi sá flokkur ekki verđa međ ţeim minni háttar!

Tékkneska stjórnin, sem Kristilegir demókratar ţar í landi eru ađ mynda nú í dag međ tveimur öđrum flokkum (sjá Mbl.is-tengil hér neđar), verđur miđju-vinstristjórn. Ţađ er ekkert lögmál, ađ kristilegir flokkar séu hćgri flokkar, ţótt ţeir teljist vera svo í sumum málum ađ minnsta kosti, í augum sumra andstćđinga. Ţeir eru miklu fremur miđjuflokkar almennt talađ. En í efnahags- og stéttamálum eru ţessir flokkar iđulega alţýđusinnađir fremur en bakhjall auđstéttar. Og leiđtogi stćrstu kirkju heims (51% kristinna manna), Franz páfi, gagnrýnir auđhyggju og peningarćđi mjög eindregiđ í nýútkomnu páfabréfi sínu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mynda nýja ríkisstjórn í Tékklandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Soweto, ţar sem sáđ var í veikleika, en upp risiđ í styrkleika

Hér er frćđandi grein (tengill neđar) eftir Egil Ólafsson blađamann um atburđina í Soweto áriđ 1976 ţegar uppreisn hófst eftir drápsárás hvítra lögreglumanna á mótmćlagöngu barna, en miskunnarleysi Apartheid-kúgunarstefnunnar afhjúpađist í viđbrögđum suđurafríska hersins sem urđu til ţess ađ kalla betur á athygli heimsins međ ţví ranglćti sem viđgekkst ţar í landi.

Og nú er Nelson Mandela allur, baráttuhöfđinginn mikli, sem eftir 27 ára fangelsisvist á Robbin-eyju leiddi ţjóđ sína til frelsis og jafnvel til sátta viđ hvíta minnihlutann. Ţótt margt og mikiđ ami ađ í Suđur-Afríku, međ útbreidda ofbeldisglćpi og afar mikla útbreiđslu alnćmis, verđur fordćmi Nelsons Mandela lengi í minnum haft.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Íbúar Soweto syrgja sinn besta son
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđ öllum gefur eitthvađ gott

    

Guđ öllum gefur eitthvađ gott,

og ć má sjá ţess nokkurn vott :

já, einum fegurđ, öđrum snilld

–––og allt ađ Drottins vild.

 

Og hvert eitt barn hér ber međ sér

ađ brot ţađ Guđs af sköpun er.

Ţví sé vort brćđra' og systralag

ţeim sífelld hlíf hvern dag.

 

Svo góđar eru gjafir hans

og gćđi' og kostir Ísalands.

Ţótt ekki hljóti allir jafnt,

hver einn skal fá sinn skammt.

 

Já, látum engan líđa neyđ,

en löngum margan undan sveiđ

ţví óréttlćti', er sat í sál ...

en syndar braut er hál :

 

Ef níđist einn á öđrum hér,

ţá eigin dóm hann međ sér ber,

en Krists ef leiđsögn les hann nú, (Mt. 25.31-46)

er lausn hans vís í trú.

 
 
Jón Valur Jensson.   (3.-6. des.)

Börnin frá Guđi hjálpa foreldrunum ađ elska

Falleg er hún Margrét Júlía Reynisdóttir, alger prinsessa, barniđ hennar Helgu Arnardóttur sjónvarpskonu, sem prýđir forsíđu Sjónvarpsvísis sem sendur var inn á heimili landsmanna í dag.

Og viđtaliđ sýnir ţađ sem viđ svo mörg vitum: hvernig hinn ungi einstaklingur verđur strax međ tilkomu sinni mesta og bezta hugđarefniđ. "Nú sér dóttirin til ţess ađ Helga hugsar ekki um nokkuđ annađ og nýtur tímans í botn." Og ţetta kemur bćđi til af ţörf barnsins og hvernig ţađ kallar međ yndisleik sínum á athygli og umhyggju hvers foreldris.

Ţökkum Guđi, ađ hann gaf okkur börnin og gćđir ţau ţeim yndisleik sem af ţeim ljómar. Og viđ óskum Helgu og Reyni Erni til hamingju međ dótturina, eins og líka öllum foreldrum međ börnin ţeirra. Eru ţau ekki ţađ bezta sem viđ eigum?


Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband