Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2013

Nýtt heildar-stjórnarskrárfrumvarp lagt fram ţrátt fyrir allt hjaliđ um annađ?!

Ríkisútvarpiđ segir frá ţví ađ stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alţingis hafi afgreitt nefndarálit meirihlutans um nýtt stjórnarskrárfrumvarp í kvöld.

"Valgerđur Bjarnadóttir, formađur nefndarinnar segir ađ talsverđar orđalagsbreytingar séu gerđar á frumvarpinu. Ţá hafi veriđ sett inn nýtt ákvćđi um ađ forsćtisráđherra geti beđiđ ţingiđ um traustsyfirlýsingu. Fái hann hana ekki og ţingiđ komi sér ekki saman um annan forsćtisráđherra á innan viđ 30 dögum ţá verđi ađ rjúfa ţing.

Valgerđur segir ađ frumvarpiđ sé nú tilbúiđ og bíđi ţess ađ komast á dagskrá ţingsins. Hún ćtlar ađ biđja um ađ nefndardögum, sem halda eigi í nćstu viku, verđi frestađ svo hćgt sé ađ hefja umrćđum um stjórnarskrárfrumvarpiđ." (Ruv.is.)

Ekki var gefin vefslóđ á nýju frumvarpsmyndina eđa ómyndina, eftir ţví hvernig á hana er litiđ eđa hún ađ líta út -- ekki hefur ţetta samsuđustarf gefiđ mikiđ tilefni til bjartsýni um sanngjarna málsmeđferđ hingađ til.

Nú VIRĐIST ţetta nýyfirfarna frumvarp komiđ á vefinn, HÉR: http://www.althingi.is/altext/141/s/0510.html, a.m.k. er ţar komin sú greinargerđ, sem vantađ hafđi međ öllu frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, ţegar hún vogađi sér um daginn ađ senda máliđ úr nefndinni inn í ţingsali.

Eftir ţví sem á ţessu ódagsetta skjali verđur séđ, hefur meirihluti nefndarinnar guggnađ ţar á ţeirri fyrri ćtlun sinni ađ gefa 2/3 alţingismanna (ţ.e. minnst 42, ef allir neyta atkvćđisréttar síns) aukaheimild til ađ framselja fullveldi til erlendra valdastofnana (les: Evrópusambandsins) án ţess ađ leggja ţá einhliđa ákvörđun 2/3 ţingmanna undir dóm ţjóđarinnar. Samt sem áđur er fullveldisframsalsákvćđi hins ESB-vćna stjórnlagasráđs ennţá ţarna inni (međ vissri breytingu ţó*), og gegn ţví ákvćđi ţarf ađ berjast nánast "međ kjafti og klóm", ţ.e.a.s. öllum ţeim röklega og samstöđu-ţunga sem frelsiselskandi ţjóđ á í andlegu vopnabúri sínu.

* Nú er ákvćđiđ svona: 

 • 111. gr.
 • Framsal ríkisvalds.
 •     Heimilt er ađ gera ţjóđréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alţjóđlegra stofnana sem Ísland á ađild ađ í ţágu friđar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkrćft.
 •     Međ lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvćmt ţjóđréttarsamningi er faliđ. Feli lögin í sér verulegt valdframsal skulu ţau borin undir atkvćđi allra kosningarbćrra manna til samţykktar eđa synjunar. Niđurstađa slíkrar ţjóđaratkvćđagreiđslu er bindandi. 

Einu breytingarnar hér í 111. gr.  frá tillögum stjórnlagaráđs eru ţessar:  

 1. Í lok 3. málsgreinar:  "felst" ----> "er faliđ".
 2. Nćstsíđasta (fjórđa) málsgrein: "Samţykki Alţingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörđunin borin undir ţjóđaratkvćđi til samţykktar eđa synjunar." ----> "Feli lögin í sér verulegt valdframsal skulu ţau borin undir atkvćđi allra kosningarbćrra manna til samţykktar eđa synjunar." (Ég bćti hér viđ feitletrun eins orđs; sjá um ţá herzlubreytingu nefndarinnar í greinargerđinni međ tölvuskjalinu á vef Alţingis. --Aths. JVJ.)

Evrópusambandsvćn (en ekki lýđveldisvćn) nefndin hennar Valgerđar Bjarnadóttur skellti skollaeyrum viđ ábendingum margra um, ađ óeđlilegt vćri ađ láta ekki aukinn meirihluta ţurfa ađ ráđa úrslitum í ţessu máli, t.d. 75% eins og um sambandslögin 1918-1944. Ţau eru ekkert ađ reyna ţar ađ afstýra ţví, ađ t.d. 50%, sem mćti á kjörstađ, fái ađ ráđa ţessu međ einföldum meirihluta, ţannig ađ jafnvel 1 atkvćđi gćti ráđiđ útslitum, hvorum megin hryggjar landiđ lćgi: sem sjálfstćtt, fullvalda lýđveldi eđa sem hjálenda Evrópusambandsins, komin upp á náđ ţess og miskunn og til ađ myndi komin ţá međ tvö valdameiri yfirţing yfir Alţingi: ESB-ţingiđ í Strassborg og Brussel og ráđherraráđ ESB hiđ valdamikla í Brussel, ţar sem viđ fengjum (í ţví síđarnefnda) einungis 0,06% atkvćđavćgi í ákvörđun um okkar sjávarútvegsmál ! W00t

Verđi örmjótt á mununum í slíkri ţjóđaratkvćđagreiđslu, Evrópuambandinu í hag, ţá getur hinn sami Valgerđar-, Össurar-, Jóhönnu-, Steingríms-, Árna Ţórs-, Katrínar Jak.- og Björns Vals trausti rúni**  ríkisstjórnarfrontur "ţakkađ" ţađ sínum eigin undirlćgjuhćtti gagnvart ESB-stórveldinu, af ţví ađ ţau eru ábyrg fyrir ţví ađ hafa gefiđ grćnt ljós á 230 milljóna króna fjáraustur ţess til áróđurs hér á landi.

Og ţetta fólk kallar sig landstjórnarmenn og fulltrúa Íslands! 

** Fylgi Samfylkingarinnar er nú, skv. nýjustu MMR-könnun 21. febrúar, hrapađ niđur í 12,8%, sjá Fréttablađiđ miđvikud. 27. febrúar, bls. 4 efst. Fylgi Sjálfstćđisflokksins er ţá 28,5%, Framsóknarflokksins 23,8%, Bjartrar framtíđar 15,3%, Vinstri grćnna 9,5%, Hćgri grćnna 2,5%, en ađrir eru međ minna fylgi. Samtals eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir međ einungis 22,3% fylgi ţjóđarinnar skv. ţessu! En ekki vantar, ađ ţeir reyni ađ neyta valdsins fram á sína síđustu örvćntingarstund.

Jón Valur Jensson. 


Lokum Evrópusambands-áróđursskrifstofu!

Burt međ "Evrópustofu", lokum henni strax í vor, og köllum ESB-sendiherrann Summo inn á teppiđ vegna áróđurspredikunarferđa hans út á land, ţvert gegn Vínarsáttmálanum (sbr. greinar Tómasar Inga Olrich um máliđ), eđa sendum hann heim, ef hann lćtur ekki skipast.

Ţađ er kominn góđur straumur međ ţessu máli eftir samţykkt sjálfstćđismanna á landsfundi. Svipuđ mun afstađa framsóknarmanna vera.

En Ţórđur Snćr Júlíusson á Fréttablađinu sér ekkert rangt viđ ţetta 230 millj. kr. áróđursbatterí ESB á Íslandi, í leiđara hans í ţví ESB-blađi í dag. Međ orđum sínum: "Samhliđa á [skv. landsfundi Sjálfstćđisflokks] ađ loka Evrópustofu, svo almenningur hafi ekki síkan ađgang ađ upplýsingum," sýnir Ţórđur, ađ hann er ekki sá hlutlćgi, faglegi viđskiptablađamađur sem halda hefđi mátt, heldur rammhlutdrćgur međ ófyrirleitnu stórveldinu, rétt eins og ESB-mađurinn harđi Ţorvaldur Gylfason, sem kallar ţennan hundrađa milljóna fjáraustur "ađ miđla fróđleik"!!!

JVJ. 


Ríkiđ standi full skil á sóknargjöldum - framvegis og á hinum óuppgerđu!

Ríkiđ er í stórri skuld viđ trúfélög landsins vegna haldlagđra sóknargjalda. Sjálfstćđisflokkurinn viđurkennir ţađ í raun međ eftirfararandi samţykkt í gćr: "Landsfundur telur mikilvćgt ađ ríkisvaldiđ standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) ţjóđkirkjunnar og annarra trúfélaga."

Eins og lesendur vita, var samţykkt landsfundar um trúmál frá í fyrradag halaklippt í gćr. Ţetta stendur ţó eftir af henni:

 • Trúmál
 • Sjálfstćđisflokkurinn telur ađ kristin gildi séu ţjóđinni til góđs nú sem aldrei fyrr og ađ hlúa beri ađ kirkju og trúarlífi. Sjálfstćđisflokkurinn vill standa vörđ um ţjóđkirkju Íslands samkvćmt stjórnarskrá.
 • Landsfundur telur mikilvćgt ađ ríkisvaldiđ standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) ţjóđkirkjunnar og annarra trúfélaga. 

Ţađ er gott, ađ ţetta hélzt ţó af tillögunni. Međ ţessu snýr Sjálfstćđisflokkurinn af ţeirri braut, sem hann hélt sjálfur inn á, međan hann var í ríkisstjórn, ađ klípa af sóknargjöldum trúfélaganna i ríkissjóđ, og viđurkennir í raun ólögmćti ţess.

Undirritađur man ekki glöggt, hvort afskurđurinn var 7% framan af, en ekki var flokkurinn saklaus af ţessu. Svo fór ţetta vaxandi og jókst til mikilla muna undir ríkisstjórn Jóhönnu, jafnvel svo ađ til hreinna vandrćđa horfir fyrir margt kirkjustarf, međ uppsögnum fólks úr störfum, enda munu nú 40% sóknargjaldanna (eđa jafnvel 50% ađ sögn eins prests) vera hrifsuđ beint í ríkissjóđ og aldrei skilađ til réttra eigenda.

Sjálfstćđisflokkurinn átti aldrei ađ ganga á undan međ vondu fordćmi í ţessum sóknargjalda-ránsleiđangri. Ţá var eins víst, ađ sósíalísku flokkarnir teldu sér hiđ sama heimilt og jafnvel međ stórfelldari hćtti, enda varđ ţađ svo.

Trúađ fólk í landinu, í öllum söfnuđum, ţarf ađ sýna stjórnmálamönnum fullt ađhald í ţessu efni. Ţess ađhalds hefur gćtt í vaxandi mćli, ekki sízt í greinargóđum blađaskrifum Gísla Jónassonar prófasts.

Viđ skulum gćta ţess, ađ Sjálfstćđisflokkurinn fari ekki ađ afsaka sig međ viljaleysi annarra, ţegar ađ stjórnarsamvinnu kemur, og hlaupast ţannig frá ţessu skyldubundna verkefni sínu "í ljósi erfiđra ađstćđna" eđa međ annarri átyllu. Gera ţarf upp ţessar skuldir ríkisins, e.t.v. á allnokkrum tíma, ţótt hitt sé aftur á móti eđlilegt, ađ ríkiđ fái allt ađ 2% í innheimtuţókknun af sóknargjöldunum. Sú ţókknun bćtir ţó ekki viđ ríkissjóđ, međan skuldin stóra er óuppgerđ.

Í drögum ađ stefnuskrá Kristinna stjórnmálasamtaka segir m.a.:

– Ríkinu verđi bannađ ţađ athćfi ađ skera sér hlut af félagsgjöldum trúfélaga. Í stađinn fái ríkiđ 2% innheimtuţókknun, bćđi vegna kostnađar viđ innheimtuna og vegna trúfélagaskráningar ríkisborgara og nýbúa hjá Hagstofu Íslands. Semja ber um endurgreiđslur oftekins fjár af söfnuđunum. 

Jón Valur Jensson.


Sjálfstćđisflokkurinn aftur á valdi veraldarhyggjunnar

Sorgleg frétt barst á fjórđa tímanum í dag af landsfundi Sjálfstćđisflokksins: felld er niđur tillaga í kafla um trúmál um ađ taka skuli miđ af kristnum gildum viđ alla lagasetningu, ţar sem ţađ á viđ. Ţetta er áfall fyrir kristna menn í flokknum sem utan hans. Veraldarhyggjan hefur veriđ í mikilli sókn á síđari árum hér á landi, raunar mestallan tímann sem af er á ţessari öld, og ţrengt sér inn í siđferđismál međ fullkominni óvirđingu gagnvart kristnum siđagildum. Í gćrkvöldi fréttist af glćsilegri samţykkt á vegum flokksins -- rétt eins og gerzt hafđi, ţegar undirritađur sat ţar landsfund og fjölskyldunefnd hans sendi frá sér góđa ályktun um málefni ófćddra barna, en einnig ţá var hún keyrđ niđur og ţađ međ ófélagslegri beitingu fundarskapa, einmitt međ upphlaupi "veraldarhygginna" ungra sjálfstćđismanna öđrum fremur, stuttbuxnadeildar Heimdallar, sem einnig var hávađasöm í baráttu á yfirstandandi landsfundi flokksins gegn samţykktinni frá í gćr. (Um hana, sjá ţennan stutta pistil HÉR, sem fekk hátt á 5. hundrađ heimsóknir og 80 Facebókarmeđmćli ţađ sem af er degi.)
 
Ađ veraldarhyggjan hafi boriđ hér sigurorđ af viljanum til ađ láta kristin siđagildi móta hér löggjöf, ţar sem ţađ á viđ, er svo sannarlega ekki Sjálfstćđisflokknum til framdráttar, enda eiga heimshyggjumenn um marga flokka ađ velja, en engan kristinn ennţá
 
Hér skal ţakkađ mönnum sem lögđu sig einlćglega í ţessa baráttu í Sjálfstćđisflokknum, en ţeirra á međal má telja Geir Jón Ţórisson, fv. yfirlögregluţjón, og séra Geir Waage í Reykholti auk margra annarra.
 
Viđ í Kristnum stjórnmálasamtökum horfum hrygg á ţessar málalyktir á landsfundi Sjálfstćđisflokksins. Heimdellingar og SUS-arar ţar voru svo sannarlega reiđubúnir ađ láta sitt "siđferđi" hafa sín áhrif á lagasetningu, ţegar ţeir mćltu međ ţví, ađ vćndiskaup yrđu leyfđ hér á Íslandi -- og fengu sínu framgengt fyrir baráttu Björns Bjarnasonar og Bjarna unga Benediktssonar (ţáv. form. allsherjarnefndar Alţingis). Ţessir ungu menn gerđust svo grófir ađ halda ţví fram í greinargerđ međ frumvarpinu, ađ eđlilegt vćri ađ fólk fengi ađ gera líkama sinn ađ verzlunarvöru!
 
Ef ţetta og annađ í ţeim dúr er sú siđferđisviđleitni, sem meirihluti landsflokks Sjálfstćđisflokksins vill endurvekja á Alţingi, ţá hafa ţeir hvorki ţjóđina né kristiđ fólk í landinu međ sér í ţví. Bullandi frjálshyggja nýtur hér engra vinsćlda, hvorki á efnahags- né siđferđissviđi, međal ţroskađra kjósenda.
 
Skođanakönnun hefir stađiđ yfir á Moggabloggi undirritađs, ţar sem spurt er á vinstri spássíu:
Er ţörf á kristnum stjórnmálaflokki á Íslandi eins og á öllum hinum Norđurlöndunum?
 Ţar hafa 33,9% svarađ ţví játandi, en 58,1% neitandi. Lesendur veiti ţví eftirtekt, ađ hlutfall já-svaranna er hćrra en fylgi allra stjórnmálaflokka á Íslandi fyrir skemmstu, fyrir utan Sjalfstćđisflokkinn.
 
Jón Valur Jensson. 

mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frábćrt hjá Vinstri grćnum ađ leggjast gegn stađgöngumćđrun

Frétt var ađ berast um ţađ af landsfundi ţeirra í dag, á sama tíma og sorgleg frétt barst af landsfundi sjálfstćđisflokksins. VG leggjast gegn stađgöngumćđrun bćđi í hagnađar og velgjörđaskyni. Kvenréttindakonur flokksins lögđu réttilega áherzlu á ţetta, gegn ţeirri "frjálslshyggju" Ragnheiđar Elínar Árnadóttur sjálfstćđiskonu, sem vill ađ sumar konur fái ađ binda sig og sinn líkama viđ barneignaţjónustu fyrir ađrar konur, sem eru ţá gjarnan ríkari.

Ragnheiđur kemur úr kjördćmi ArtMedica, sem vill bjóđa upp á ţessa "ţjónustu". Er eitthvert samband ţar á milli?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Leggjast gegn stađgöngumćđrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristin gildi fá stuđning meirihluta á landsfundi Sjálfstćđisflokksins - nú er ađ fylgja ţessu eftir í verki

Breiđari er sú samstađa í Sjálfstćđisflokknum og í ţjóđlífinu, sem vill styđja kristin gildi, heldur en lausungarfrjálshyggja Heimdellinga; tími var kominn til, ađ hinn ţögli meirihluti vaknađi og léti til sín taka.

Fagnađarefni er ţessi samţykkt landsfundar flokksins 2013 – og nú ţarf hann ađ fara ađ taka betur til hjá sér, snúa baki viđ ókristilegri stefnu í ýmsum málum, sem kristallađist á sínum tíma í ţví Heimdellingamati, ađ frjálst ćtti fólki ađ vera ađ gera líkama sinn ađ verzlunarvöru, ţ.e.a.s. í áliti ţeirra til stuđnings vćndisfrumvarpi sjálfstćđisţingmanna!

Ennfremur er líf ófćddra heilagt ađ kristinni trú og hjónabandiđ einungis milli manns og konu.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kristin gildi ráđi viđ lagasetningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blindur og völdum sviptur ćtlar hann enn ađ vera Vinstri grćnum til leiđsagnar!

Ţvílík blindni foringjans fallandi Steingríms J. Sigfússonar ađ "enginn stjórnmálaflokkur [hafi] skipt meira máli síđustu 15 ár en VG." En ađ vísu er ţađ rétt, ađ miklu hefđi skipt, ađ hann sviki EKKI í skjaldborgarmáli, Icesave-máli og ESB-málinu. Hann var í lykilađstöđu ... en gerđi allt til ađ ná í ráđherrastólinn og lét ekkert á ţađ reyna, ađ hann stćđi fastur á sínum princípum og kosningaloforđum – lúffađi bara fyrir ţeirri Jóhönnu Sigurđardóttur, sem nú nýtur ađeins 17,9% trausts skv. nýbirtri könnun, en 62,7% vantrausts. En ţađ er lítil afsökun fyrir hinn blinda ađ hafa valiđ sér svo fallvalta stjórnmálakonu ađ leiđtoga lífs síns í fjögur ár – flestallir reyndu ađ telja honum hughvarf, og ţađ ţurfti ţjóđina og forsetann til í Icesave-málinu, en önnur mál ţćfir Steingrímur enn.

Herra Ólafur Ragnar nýtur hins vegar mesta trausts íslenzkra stjórnmálamanna í MMR-könnuninni, 58,5%, og ađeins 24% vantrausts. Ţar á móti er Steingrímur međ sín 57,4% í vantraust og ađeins 23,4% í traust! Skyldi hann einhvern tímann lćra eitthvađ af ţessu? Af hverju tekur hann sér ekki fjögurra ára frí til ađ hugsa sig um, úr ţví ađ síđustu fjögur hafa ekki dugađ til ţess?

Hér er partur af ţessari merkilegu MMR-skođanakönnun: 

1302 trauststjornm 1

 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is VG mikilvćgasti flokkurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru Svíar í alvöru á réttri leiđ í innflytjendamálum?

Spurt var um ţađ í síđustu grein hér á Krist.blog.is. Forsćtisráđherrann Fredrik Reinfeldt virđist vilja hafa landiđ galopiđ fyrir innflutningi. Alls fluttust 82.597 útlendingar til Svíţjóđar 2012, aldrei fleiri en ţá (9% aukning frá 2011), og "70% af mannfjöldaaukningu í Svíţjóđ á árinu má rekja til innflytjenda," sjá nánar í frétt Mbl.is og í ţessari nefndu grein hér, ţar sem byrjađar eru heldur betur hressilegar umrćđur um máliđ.

Áhrif ţessara mála á viđvarandi klofnings- og öfgahreyfingar í landinu virđast vanmetin hjá stjórnvöldum í Svíţjóđ, rétt eins og veriđ hefur í Noregi, en Danir hafa veriđ meira á varđbergi.

Hvar ćtla stjórnvöld hér ađ leita sér fyrirmynda um rétta leiđ í ţessum efnum? Er innanríkisráđherrann Ögmundur Jónasson á sćnsku línunni? Ef svo er, hefur hann Íslendinga međ sér um ţá stefnu?

Jón Valur Jensson.


Eru Svíar á réttri leiđ í innflytjendamálum?

 

 • "Allt í allt fluttu 82.597 útlendingar til Svíţjóđar áriđ 2012 [aldrei fleiri en ţá] samkvćmt hagtölum sem birtar voru í dag.
 • Ţetta er 9% aukning frá árinu 2011. Um 70% af mannfjöldaaukningu í Svíţjóđ á árinu má rekja til innflytjenda, en einnig til 20.000 Svía sem sneru aftur heim eftir búsetu erlendis. Alls búa nú 9,5 milljónir manna í Svíţjóđ." (Frétt á Mbl.is, sjá tengil hér neđar.)

Allstór hluti ţessara innflytjenda er múslimskur:

 • "Sýrlendingar voru fjölmennastir innflytjenda, 4.730, og leituđu ţrefalt fleiri ţeirra til Svíţjóđar en áriđ á undan. Nćstfjölmennastir voru afganskir innflytjendur, 4.673 talsins, og til Svíţjóđar leitađi líka 4.541 Sómali. Samsetningin hefur ţví breyst nokkuđ milli ára ţví 2011 komu fjölmennustu innflytjendahóparnir frá Írak, Póllandi og Afganistan." (Mbl.is.)

Og af ţessum innflytjendum eru um 60% karlmenn, einkum ungt fólk, en "međalaldur kvenna [er] 27 ár, en karla 29 ár."

Innflytjendastraumurinn veldur enn misklíđ og ósćtti ólíkra samfélagsafla í Svíţjóđ.

 • "Innflytjendaráđherrann Tobias Billström sagđi á dögunum ađ Svíar hleypi of mörgum innflytjendum til landsins, og í sama streng tók leiđtogi stjórnarandstöđunnar, Stefan Löfven. Báđir lögđu ţó áherslu á ađ ţeir vilji ađ Svíţjóđ verđi áfram opiđ hćlisleitendum." (Sama frétt.)

Ţeir óttast sennilega báđir ţau áhrif ţessara nýju "ţjóđflutninga", ađ ţeir ýti undir öfgahreyfingar á hćgri vćng. Í Noregi hafa ţeir reyndar bćđi ýtt undir hćgri-öfgar (eins og varmennisins Breiviks) og gert lögregluna mjög vara um sig gagnvart múslimskum hryđjuverkamönnum, sem vitađ er, ađ hafa Noreg líka í sigtinu, og ţarf ţá ekki ađ vera um menn frá Miđ-Austurlöndum ađ rćđa; nú er t.d. óttazt, ađ norskur mađur, sem gekk í lćri hjá herskáum öfgislamistum, geti veriđ til alls vís; er hann eftirlýstur alţjóđlega. 

 • Hćgriflokkur Svíţjóđardemókrata hefur sótt sér fylgi međal ţjóđernissinna og andstćđinga innflytjendastefnu stjórnvalda og hefur stuđningur viđ ţá aukist, upp í 8,5%, samkvćmt nýrri skođanakönnun sem birt var á sunnudag. (Mbl.is.)

Öfgakenndar áherzlur í ţví ađ opna Norđurlönd upp á gátt fyrir innflytjendum eru trúlega ein helzta orsök ţessarar fylgisaukningar yzt á hćgri vćngnum.

Og hér skal ađ endingu minnt á, ađ Kristin stjórnmálasamtök starfa, eins og norrćn systursamtök ţeirra, á heilbrigđum nótum á miđjunni, alls ekki á jađri stjórnmálanna. Smile

Jón Valur Jensson.


mbl.is Metfjöldi innflytjenda til Svíţjóđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nú reynir á ţingmenn, hvorum megin hryggjar ţeir liggja

Falli ríkisstjórnin, er ţađ vonum seinna. Ţór Saari brast reyndar ţolinmćđi vegna skringilegs dálćtis hans á stjórnarskrársmíđ stjórnlagaráđs. En betri er "nýja stjórnarskráin" dauđ og tröllum gefin heldur en samţykkt í heild međ sinni ófyrirleitnu fullveldisframsalsheimild, beint úr smiđju ESB-Ţorvaldar Gylfasonar sem nú teymir á eftir sér ađra ESB-áhangendur og nytsama sakleysingja til frambođs ...

Litla-Samfylkingin hans Guđmundar Steingrímssonar er vís međ ađ reyna ađ bjarga Jóhönnu sinni og ESB-Össuri frá bráđum valdamissi.

Nú reynir á siđferđisţrek ýmissa í ţinginu, og vantrauststillaga Ţórs verđur tekin til umrćđu nk. ţriđjudag. Ţađ er ánćgjulegt, ađ Gunnar Bragi Sveinsson, formađur ţingflokks Framsóknarflokksins, hefur gert ţađ öllum ljóst, ađ ekki mun sá ţingflokkur verja ţessa afleitu ríkisstjórn vantrausti.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vantrauststillaga lögđ fram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband