Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Tónleikar meistarans

Einar Ingvi Magnússon's profile photo Í dag eru tónleikar vorsins. Stormurinn syngur í öspinni og vindurinn stjórnar bakröddum birkisins undir kór fiđruđu músíkantanna á trjágreinum víđisins. Symfónía lífsins er í hámarki. Samspiliđ eingöngu á fćri fremsta tónsmiđs og hljóđfćraleikara. Ein feilnóta myndi raska hinu stórfenglega meistaraverki. Hin mikla harmónía er í algleymingi. Annađ en algert jafnvćgi er óhugsandi, ógerlegt, eins og allt gangi fullkomlega og óađfinnanlega eftir settum lögum og reglum. Og ţađ gerir ţađ.

Mér er hugsađ til hljóđfćranna og hvernig blástur listamannanna kemur hljóđbylgjunum á hreyfingu. Hljóđfćriđ er ekki virkt eitt og sér án kraftarins og skilyrđiđ fyrir fallegu tónverki er tónlistarmađurinn, hljóđfćriđ og lögmál nótnanna.

Á heimili mínu er aldagamalt orgel. Til ađ ég geti spilađ á ţađ, verđ ég ađ stíga fótstigin til ađ fylla loftbelginn lofti, sem ég hleypi síđan út međ ţví ađ ţrýsta á nóturnar á nótnaborđinu eftir settum reglum. Ţá berst ţađ um hljóđpípur, svo úr verđur yndislegt samspil helgrar tónlistar, Guđi mínum til dýrđar.

Mikilvćgt samspil má einnig heimfćra upp á samfélag manna. Sérhver feilnóta kemur af stađ ójafnvćgi og sundrung. En međ ţví ađ leyfa tónsmiđi himnanna, andanum helga, ađ leika á strengi okkar, eftir lögum og reglum lífsins og himnanna heima, verđur úr óađfinnanleg samfélagsins symfónía, tónverk aldanna, eilíf ţjóđ, - Guđs fólk.

Dásamlegt er ađ hlusta á andann heilaga leika á hljóđfćri sín í samfélagi trúađra og fá ađ taka ţátt í tónleikum hins mikla stjórnanda, listskapanda og mannvinar.

Einar Ingvi Magnússon.


Fyrir augum ţjóđanna opinberađi hann réttlćti sitt

Inngönguvers í messu dagsins:

Syngiđ Drottni nýjan söng, ţví ađ hann hefur gert dásemdarverk. Fyrir augum ţjóđanna opinberađi hann réttlćti sitt. Allelúja. (Sálm. 98.1-2.)


Allt er nú til í henni Ameríku

"A national group of prominent GOP donors that supports gay marriage is pouring new money into lobbying efforts to get Republican lawmakers to vote to make it legal."

Og hvađ er GOP? Grand Old Party, hvorki meira né minna -- Repúblikanaflokkurinn!

En ţarna er vitanlega ađeins um ţrýstihóp minnihluta innan flokksins ađ rćđa. Meira geta menn samt lesiđ um fréttina hér: http://news.yahoo.com/conservative-lobbying-push-gay-marriage-050802280.html ––JVJ.


Guđssonarins bćnagjörđ

  Eitt af ţví hjartnćmasta, sem ég hef lesiđ í Nýja testamentinu er fyrirbćn Jesú í Jóhannesarguđspjalli 17:20, en ţar eru höfđ eftir Jesú eftirfarandi orđ: "Ég biđ ekki einungis fyrir ţessum," og átti ţá viđ lćrisveina sína, "heldur og fyrir ţeim, sem á mig trúa fyrir orđ ţeirra."  Jesús Kristur bađ ţarna fyrir mér, sem kristnum manni, og hverjum ţeim, sem hefur tekiđ viđ honum. Hann bađ fyrir kristnum mönnum um allar liđnar aldir og langt fram í tímann, já, um ókomna tíđ. Hann bađ persónulega fyrir öllu kristnu fólki, sem tćki trú á sig fyrir orđ postula sinna, lćrisveina og kristnibođa um heim allan.

Ég man hve ţađ snerti mig djúpt, ţegar ég gerđi mér fyrst ljóst, ađ Jesús Kristur hafđi  beđiđ fyrir mér, ţegar hann gekk um í Palestínu fyrir meira en tvö ţúsund árum.

Sjálfur Guđs son bađ fyrir mér og öllum kristnum mönnum, sem tekiđ hafa trú á hann fyrir orđ postulanna, sem skráđ eru í Heilagri Ritningu kristinna manna og annarra sem bođa trúna.

En ţar međ er ekki sagan öll. Frelsarinn heldur áfram ađ biđja fyrir sínum. "Hann getur til fulls frelsađ ţá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guđ, ţar sem hann ávallt lifir til ađ biđja fyrir ţeim." (Hebreabréfiđ 7:25. Undirstrikun mín) Takk, Jesús minn.

Ađ eiga fyrirbćn Jesú er ekki lítiđ traust og styrkur á lífsgöngu sérhvers kristins manns.

Einar Ingvi Magnússon.


26. apríl

"Hann hefur sagt ţér, mađur, hvađ gott sé! Og hvađ heimtar Drottinn annađ af ţér en ađ gjöra rétt, ástunda kćrleika og framganga í lítillćti fyrir Guđi ţínum."  Míka, 6.8.

Guđ hefur í gćzku sinni kunngjört okkur hvađ sé gott í augum hans og okkur fyrir beztu. Trúđu honum og treystu ţví, ađ líf ţitt verđi hamingjusamt, innihaldsríkt og fullt blessunar ef ţú fylgir bođorđum hans og gengur fram í kćrleika og réttlćti. Hafđu ţví Míka 6.8 í minni öllum stundum. Ţegar ţú leitast viđ ađ lifa í kćrleika, auđmýkt og guđsótta í daglegri baráttu trúarinnar og tileinkar ţér sigur Jesú mun kćrleikur Guđs umlykja ţig og líf ţitt fyllast blessun.

M. Basilea Schlink.

Dýrmćtara en gull.  Útg.: Shalom, Rvík 1988/1996,

ţýđandi: Gerđur Ólafsdóttir kennari. 


Nefbeinslausir frambjóđendur vilja ryđjast inn á fagsviđ lćknavísindanna vegna ófaglegs, ytri ţrýstings!

Ţađ er ótrúlegt hvernig kosningastuđ verđur til ţess ađ freista margra flokka og fólks međ ţingmanninn í maganum til ađ láta undan ţrýstingi og lofa upp í ermina ađ lítt skođuđu máli, jafnvel um blóđgjöf. Ţvert gegn faglegu áliti lćkna og smitsjúkdómafrćđinga og starfsliđs Blóđbankans á Íslandi rétt eins og í nánast öllum löndum heims er skyndilega, ef eitthvađ er ađ marka frétt frá Samtökunum 78, kominn "consensus" međal pólitískra frambođa um ađ afnema bann viđ blóđtöku frá samkynhneigđum, á sama tíma og ţví banni er ţó viđhaldiđ frá nokkrum öđrum hópum eins og vćndisfólki.

Ţetta bann snýst ekki um afstöđu til samkynhneigđra, heldur sjúkdómavörn fyrir fólk, sem ţarf á blóđgjöf ađ halda. Hér er fyrst og fremst um heilbrigđismál og faglegt viđfangsefni ađ rćđa, og ţannig er um ţađ fjallađ í nágrannalöndum okkar, ekki í pólitískum málstofum. Viđ eigum ekki ađ skera okkur úr í ţessu efni frá öđrum vestrćnum ríkjum, enda gćti ţađ haft áhrif á samgang og samvinnu okkar í forvarna- og lćkningamálum viđ nágrannalönd okkar.

Stjórnmálamenn eiga ekki í vanţekkingu sinni ađ vera međ fingurna í faglegum ákvörđunum lćkna. Samt leyfa talsmenn ţessara frambođa sér ótrúlegar yfirlýsingar (leturbr. jvj):

 • Í svari Vinstri grćnna segir međal annars „Ţađ skýtur skökku viđ ađ Blóđbankinn vísi karlmönnum sem hafa mök viđ ađra karlmenn varanlega frá sem blóđgjöfum, hvort sem ţeir stundi ábyrgt kynlíf eđa áhćttusamt.“ Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á stefnu flokksins sem hafnar „hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir [...] kynhneigđ“. Björt framtíđ, Dögun, Húmanistaflokkurinn, Hćgri grćnir, Lýđrćđisvaktin, Píratar, Regnboginn, Samfylkingin og Sjálfstćđisflokkurinn taka í sama streng. Samfylkingin ályktađi međal annars um máliđ á landsfundi flokksins, en í skriflegu svari sínu til Samtakanna ’78 líkir Húmanistaflokkurinn banninu viđ nornaveiđar. 

Ţetta er náttúrlega mál fyrir Lćknafélag Íslands og Blóđbankann ađ taka á. Viđ höfum ţurft ađ ţola nóg af ábyrgđarleysi frá stjórnmálaflokkunum hingađ til, ađ ţeir bćti ekki gráu ofan á svart međ ţví ađ taka áhćttu fyrir heilsu fólks vegna stađfestuleysis yfirvalda gegn ágengum ţrýstihópum. Stjórnmálamenn verđa ađ gera sér grein fyrir ţví, ađ ţar međ gćtu ţeir veriđ ađ baka sér bótaskyldu.

Sjá einnig ţessa grein hér:  Nei er svariđ 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Mismunun og leifar liđinnar tíđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefnt gegn franskri ţjóđareiningu

Róttćkir sósíalistar og líberalistar á Frakklandi hćttu ekki fyrr en ţeir höfđu sitt fram međ hjónaböndum samkynhneigđra, ţvert gegn eindregnum vilja hálfrar ţjóđarinnar.

Ţetta er ţó ekki jafn-róttćkt og á Íslandi, ţar sem keyrt var á, ađ stćrsta kirkjan yrđi látin lúta ţessu valdbođi félagspólitísks rétttrúnađar, án ţess ađ ţađ yrđi boriđ, ađ heitiđ gćti, undir álit kristinna félaga innan kirkjunnar og leikmannafundi; ţótt ţađ hafi stađiđ til, var ţađ fyrirheiti svikiđ undir ţrýstingi.

Kristin stjórnmálasamtök eru andvíg ţessu* og munu vinna gegn allri ţvingun kirkjulegs starfs í ţessum anda, sem er ekki ćttađur úr helgum ritningum kristindómsins.

* Úr drögum ađ stefnuskrá okkar: "Kristin stjórnmálasamtök hafna hjúskaparvígslu samkynhneigđra í kristnum kirkjum, ţar sem hún gengur gegn orđi Guđs og fyrirmćlum frelsarans.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Heimila vígslu samkynhneigđra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frambođ til borgarstjórnar

Kristin stjórnmálasamtök hafa á fundi sínum sl. laugardag tekiđ ákvörđun um frambođ til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík á nćsta ári. Allir, sem áhuga hafa á stuđningi eđa ţátttöku, eru hér međ bođnir velkomnir, karlar sem konur, ungir sem eldri. 

Sjá nánar HÉR!

Hafa má sambandi viđ tengiliđ, Jón Val Jensson, í netpósti: jvjensson@gmail.com 


Hér er pláss fyrir kristinn flokk međ göfug markmiđ

Ef ţađ er rúm fyrir Alţýđufylkingu kommúnista í pólitísku litrófi Íslands, ţá hlýtur ađ vera pláss fyrir kristinn stjórnmálaflokk hér eins og í nánast öllum löndum Evrópu og víđa um heim. Kommúnisminn hafđi lengri tíma en nazisminn til ađ dreifa blóđslóđ sinni um veröldina og varđ ţví afkastameiri í ţví efni, enda sannkölluđ ofbeldis- og blóđstefna; má undarlegt heita, ađ menn blygđist sín ekki fyrir ađ kenna sig viđ ţá stefnu. Ólíkt helstefnum 20. aldar taka kristnir flokkar öndverđa stefnu; ţađ sannar reynslan.

Enn telja sumir kommúnismann hafa haft göfug markmiđ, og eflaust hafđi hann ţađ í hugum margra framan af. Framkvćmdin varđ öll önnur, og svo hlaut raunar ađ fara, ţegar teknar voru upp siđlausar leiđir eđa gróf ofbeldistćki, međ blóđsúthellingum (jafnvel blásaklausra), til ađ ná völdum og halda ţeim, andstćtt ţeirri meginreglu kristinnar siđfrćđi, ađ tilgangurinn, jafnvel góđur, helgi aldrei ósiđleg međul (Róm. 3.8).

En blóđgjöf stjórnmálamanna í Blóđbankanum í dag er hins vegar tilvalin til ađ minna á nauđsyn blóđgjafar og tilvist ţessa eina banka landsins sem aldrei má verđa gjaldţrota!

Á vefsíđu undirritađs (dálkinum til vinstri, all-ofarlega) hefur í fáeina mánuđi stađiđ yfir skođanakönnun, ţar sem spurt er: "Er ţörf á kristnum stjórnmálaflokki á Íslandi eins og á öllum hinum Norđurlöndunum?" 127 hafa svarađ, ţar af níu (7,1%) sem taka ekki afstöđu, nei segja 67,7% (86 manns), en JÁ 25,2% (32 af 127). Ţetta er nćgilegur áhugi til ađ geta kallazt umtalsverđur, samanboriđ viđ t.d. 0,0% stuđning viđ Alţýđufylkinguna í umfangsmiklum skođanakönnunum.

Vilji einhver benda á, ađ yfirgnćfandi meirihluti telji ekki ţörf á kristnum flokki hér, ţá skal honum sömuleiđis bent á, ađ enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur nokkurn tímann haft meirihlutafylgi á landsvísu. Vafalítiđ hafa ýmsir fylgjendur flokka, sem kristinn flokkur vćri líklegur til ađ ná atkvćđum frá, tekiđ ţátt í ţessari könnun međ ţađ í huga ađ beita sér gegn ţví, og ţađ sama á viđ um róttćka vinstri menn og trúleysingja, sem er uppsigađ viđ kristin áhrif í menntakerfi okkar og stjórnmálum.

Ţađ er sjálfsagt ađ upplýsa um ţađ hér, ađ Kristin stjórnmálasamtök hafa á fundi sínum sl. laugardag tekiđ ákvörđun um frambođ til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík á nćsta ári. Allir, sem áhuga hafa á stuđningi eđa ţátttöku, eru hér međ bođnir velkomnir, karlar sem konur, ungir sem eldri.

Sjá einnig: Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu

og: Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu – en ekki hér?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mikill stuđningur viđ Blóđflokkinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Orđ sem látin eru falla ...

"Ég vćri til í ađ gefa hálfar eigur mínar til ađ allt ţetta liđ flytti úr landi og léti ţjóđina ţađan í frá í friđi." -- Sjá HÉR! um tilefniđ og einnig umrćđuna og greinina ţar fyrir ofan!

Og ţađ er engin ástćđa til ađ draga ţessi orđ til baka, miklu fremur til ađ stađfesta ţau sem fulla alvöru, ţví ađ tilefniđ er ćriđ og hörmulegt, ţví miđur.

Lausnin farsćla gćti orđiđ sú, ađ ţetta fólk tćki sig saman í andlitinu og flyttist til síns útópíska sćluríkis. Já, skođiđ vel ţetta HÉR! 

JVJ. 


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband