Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Undur hversdagsins

Konan mín byrjar sérhvern dag međ bćn snemma morguns. Hún kemur til mín međ bros á vör og segir: Er ţetta ekki yndislegur dagur? Sjáđu hvađ Guđ hefur útbúiđ dásamlegan dag fyrir okkur.

Ţó skömm sé frá ađ segja, verđur stundum fátt um svör hjá mér, svo eldsnemma á morgnana, sem ég ţó fremur kalla seinnipart nćtur, hálf-sofandi.

Góđur vinur minn talar einnig oft um fyrirbćri, sem hann nefnir hversdagshamingju, sem finna má í atvikum daganna, sem hann er naskur viđ ađ koma auga á.

Í Heilagri Ritningu stendur skrifađ: "Daginn í dag gjörđi Drottinn Guđ, gleđjast ég vil og fagna ţennan dag." (Sálmur 118:24) Yfir ţessu kraftaverki gleđst konan mín eldsnemma á morgnana, ţó ég taki venjulega ekki ţátt í gleđi hennar fyrr en ég er almennilega vaknađur töluvert seinna.

En hvort sem viđ sjáum ţetta hversdagsundur eđur ei, er ţađ til stađar og blessar okkur ţví meir sem viđ gleđjumst yfir ţví. "Náđ Drottins er ekki ţrotin, miskunn hans ekki á enda. Hún er ný á hverjum morgni." (Harmljóđin 3:22)

Einar Ingvi Magnússon.


Fróđleg Biblíuumrćđa

"Ţjóđkirkjan gaf eftir varđandi hjónabandiđ, og hvađ fékk hún í stađinn? Ekkert nema skömm og svívirđingar, mistúlkanir og yfirgang." -- Ţannig var komizt ađ orđi í mikilli, fróđlegri ritdeilu á Facebók í dag, ţar sem umrćđurnar fóru reyndar mest út í Biblíufrćđi og um stöđu Páls postula sem megin-kennimanns í kristni, auk umrćđna um ţrćlahald o.fl. og jafnvel orđi vikiđ ađ Dan Brown garminum. 

En ţetta var ekki innantómt juđ, heldur gagnleg rökrćđa, sem leiddi margt í ljós.

Hér er ţessa umrćđu ađ finna (á undan og eftir ţeim stađ, smelliđ): facebook.com/permalink.php?story_fbid=149606091882694&id=100000146178454&comment_id=235422

JVJ. 


Hinn útţynnti Kristindómur

Í sögu Kristindómsins er ţađ ţekkt, ađ dýrlingar séu fyrstir til ađ viđurkenna, ađ ţeir séu syndarar og ţurfi á Guđi ađ halda. Ţeir hafa kynnst Guđi hve nánast og reynt hversu frábrugđnir ţeir eru heilagleika Almćttisins. Einnig orti Hallgrímur Pétursson til Guđs síns á ţessa leiđ í sínum landsţekktu Passíusálmum: "...hönd ţín leiđi mig út og inn svo allri synd ég hafni."

Fólk í dag er almennt ekki jafnt hógvćrt og lítillátt. Í stađinn fyrir ađ laga líferni sitt ađ kröfum Skapara síns hefur ţađ margt fellt Kristindóminn ađ sínum eigin ţörfum og göllum. Sú Jólakristni á lítiđ skylt viđ trú hinna fyrstu kristnu manna og ţví síđur umburđarlyndisdýrkun sú, sem virđist vera orđin ađ ađalgrein innan guđfrćđinnar í byrjun ţriđja árţúsundsins.

Kristiđ trúarlíf fyrstu alda Kristindómsins hentar ekki nútímamönnum ađ ţeirra mati. Nú til dags markađsetja sumir prestar trú kirkju sinnar til ađ ţóknast kröfum viđskiptavina sinna. Má kannski orđiđ tala um nýja trú og hefđ í ţví sambandi.

Stór hópur fólks kannast ekki lengur viđ syndina og orđ Hallgríms sálmaskálds. Ţađ er búiđ ađ útţynna Kristindóminn, blanda hann fyrir nútímafólk, svo hann er orđinn lítiđ annađ en gutl frá ţví sem var. Í mörgum tilfellum ţolir sumt fólk ekki lengur Guđsorđiđ og hefur kannski aldrei gjört. Einnig hefur kristnu siđferđi veriđ úthýst úr mörgum skólum, vegna guđleysislegra tískustefna, sem henta frjálslyndu fólki betur en alvöru Kristindómur.

Hinn raunverulegi Kristindómur er ţó engin sparitrú. Ţađ hefur aldrei veriđ neitt auđvelt ađ vera kristinn. Kristnir menn létu lífiđ fyrir trú sína, ţeir bođuđu trúna á tímum ofsókna, voru óspart niđurlćgđir, ţeir föstuđu, sváfu oft lítiđ, voru ósérhlífnir, gáfu eigur sínar, ţjónuđu og elskuđu -- óvini sína, og báđu fyrir ţeim. Sá tími er ekki liđinn og syndin lifir enn góđu lífi, sem aldrei fyrr, ţó búiđ sé ađ fela hana á bakviđ ný hugtök nútímasamfélagsins, hins umburđarlynda, trúlitla, guđlausa.

En Heilög Ritning talar ţó skýrt um syndina og Jesús Kristur kenndi fylgjendum sínum ađ Heilagur Andi sannfćri um synd. (Jóhannesarguđspjall 16:8) Ţađ er kannski ţess vegna, sem margt fólk kannast ekki lengur viđ syndina, ţví ađ ţađ hefur úthýst Heilögum Anda úr lífi sínu. Ţađ hlustar ekki lengur á viđvörunarorđin, sem í Biblíunni standa og eru á ţessa leiđ: "Gjöriđ iđrun og snúiđ yđur, ađ syndir yđar verđi afmáđar." (Postulasagan 3:19) Ţau hljóma ţó enn í dag og sem betur fer eru enn til prestar, sem hrópa ţau úr prédikunarstólum sínum á hverjum sunnudegi, Guđi sínum til dýrđar og söfnuđi sínum til viđvörunar.

Einar Ingvi Magnússon.                           Bandaríkin ábyrgjast varnir Japans

Ráđamenn í Norđur-Kóreu hafa hótađ ţví, ađ ein stćrsta borg heims, Tókýó, verđi „umvafin kjarnorkueldi“. Ţađ er ţví gleđilegt, ađ utanríkisráđherra Bandaríkjanna, John Kerry, lýsti ţví yfir í dag, ađ bandarísk stjórnvöld séu "skuldbundin ađ fullu" til ađ verja Japan.

 • Búist er viđ ţví ađ Norđur-Kóreumenn muni skjóta eldflaug á loft á nćstunni. KCNA, ríkisútvarp Norđur-Kóreu, lýsti ţví yfir á föstudaginn ađ ef Japanir reyndu ađ skjóta niđur eldflaugina myndi ţađ ţýđa stríđ. „Japan er alltaf í skotlínu byltingarhers okkar og ef Japan hreyfir litla fingur munu logar stríđsins snerta Japan fyrst,“ sagđi í fréttaskýringu ríkisútvarpsins.
 • Japan er eina landiđ sem orđiđ hefur fyrir kjarnorkuárás. Her landsins hefur sett upp eldflaugavörn í kringum höfuđborgina Tokýó og lofađ ţví ađ brugđist verđi viđ öllum hugsanlegum ađstćđum sem upp gćtu komiđ. (Mbl.is.)

Vonandi verđur vitvana stríđi afstýrt á ţessum hćttuslóđum. Ef einrćđisstjórn kommúnista í Pjongjang lćtur kjarnorkusprengju falla á Tókíó, međ milljóna mannfalli, myndi allt mannkyn bíđa heilsutjón af ţví á lengri tíma.

Ţetta má ekki gerast. Leggjum máliđ í hendur Guđs í bćn okkar, betur getum viđ ekki gert.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Japan nýtur verndar Bandaríkjanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Röskun á ţjóđkirkjuađild - hvers vegna?

Ţađ er eđlilegt, ađ hreyfing sé á fólki milli trúfélaga og ađ ţess sjáist merki í ţví stćrsta hérlendis. Vantrúar gćtir međal sumra ungra, og verđur ţví seint breytt. Hitt er jafnvel lakara fyrir Ţjóđkirkjuna, ef hún svalar ekki nćgilega vel trúarţörf kristinna, vegna dauflegrar helgiţjónustu eđa linrar kenningar sem jafnvel kann í sumum tilvikum ađ brjóta í bága viđ ţá trú, sem viđ höfum viđ tekiđ frá upphafi frá postulum Guđs og Jesú sjálfum og varđveitzt hefur í bođun kristninnar um aldir.

Ţađ getur einnig haft áhrif á trúnađ margra viđ kirkju sína, ef ţjónar hennar hafa á einhvern hátt brugđizt einstaklingum í sálusorgun, hvađ ţá ef ţeir brjóta af sér gegn ţeim, eins og dćmi eru um. Ţau dćmi eru ţó yfirleitt undantekningar, sem nánast sanna regluna (nema hjá viđkomandi gerendum). Sjáum viđ fölnađ laufblađ á tré, ber ekki ađ fordćma allan skóginn! Kristin trú, siđakenning og kirkja dćmist ekki af tiltölulega fáum undantekningum ţeirra ţjóna hennar, sem sjálfir fara ekki eftir kenningunni, heldur brjóta siđalögmál Krists.

Ţetta er eins og međ sjúklinga, sem er skammtađ sitt međal: Ef ţeir nota ekki međaliđ, geta ţeir ekki gert ráđ fyrir ţeirri virkni, sem ţađ átti ađ tryggja, -- og ekki skellt skuldinni á međaliđ! Náđarmeđul og siđabođ kristinnar kirkju eru til ţess ađ notast í reynd, en verđur ekki um kennt, ef einhverjum ţókknast ekki ađ nýta sér ţau og gengur frekar slóđ efnis- og sjálfshyggju, jafnvel á ţann veg sem kristin trú fordćmir.

En sjái safnađarmeđlimir ranga kenningu bođađa eđa helgisiđum breytt nánast ađ geđţótta gegn hreinu og kláru Guđsorđi, eins og gerzt hefur, ţá er eđlilegt, ađ ţeir horfi til annarra kristinna safnađa, sem trúrri eru í kenningunni.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ţrír á dag úr ţjóđkirkjunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Merkisdagur

Ţegar ég var ađ alast upp fyrir hálfri öld, voru sérstakir dagar, sem gengu undir nafninu: Merkisdagar.

Ţá vöknuđum viđ krakkarnir í hverfinu fyrir allar aldir og fórum ađ selja merki, til styrktar góđum málefnum.

Merkisdagarnir í Heilagri Ritningu eru ţó heldur fleiri, ţó í annarri merkingu sé. Samkvćmt Ritningunni er sérhver dagur ársins merkisdagur. Ţar stendur skrifađ: "Í dag er hjálprćđisdagur." (2. Korintubréf 6:2)

Hjálprćđi Jesú Krists stendur nefnilega til bođa öllum mönnum og fyrir ţann, sem tekur á móti Kristi Jesú, hann er ađ upplifa merkilegan dag í lífi sínu, ţví ritađ er: "Trú ţú á Drottinn Jesú og ţú munt hólpinn verđa og heimili ţitt." (Postulasagan 16:31) Ţađ er ekki lítiđ. Ţetta hjálprćđi stendur ţér líka til bođa í dag, ţví í dag er hjálprćđisdagur. Ţađ er ţađ sem er svo merkilegt viđ daginn í dag.

Einar Ingvi Magnússon.


Loforđ

Ţađ líđur ađ kosningum. Fólkiđ í landinu bíđur í ofvćni betri tíma fyrirheitanna og stjórnmálamennirnir örlátir á loforđin.

Almenningur vill breytingar og eins ţeir, sem vilja betur seđja grćđgi sína, ţó ţeir lifi nú ţegar í ofgnótt megalífsgćđanna. Lífiđ er stutt, segja menn og dauđinn ţess borgun. En eftir eignum margra ađ dćma mćtti ţó halda, ađ ţeir gerđu ráđ fyrir ţví ađ lifa eilíflega á jörđu. En hćrurnar skipta lit, ţegar líđur á seinni hálfleik lífshlaupsins og önnur ellimerki gera vart viđ sig hversu hart sem barist er á móti ćđasliti, andlitssigi, húđblettum og kransćđaţrengslum.

Kosningarćđurnar veigra ég mér viđ ađ hlusta á, hversu hljómfagrar og velorđađar sem ţćr eru fram settar. Ţćr eru ekki ţađ erindi fagnađar, sem stendur af sér tímans tönn, ţegar líđa fer á kjörtímabiliđ.

Ţađ vćri óskandi, ađ ţeir sem stjórna landinu vćru áreiđanlegri menn; ţeim mannkostum búnir ađ leiđa ţjóđina til farsćldar međ góđu siđferđilegu fordćmi, ţví ţađ er ţađ sem ţjóđin ţarf á ađ halda. Íslensk ţjóđ ţarf siđferđilega vitundarvakningu. Ţađ ţarf ađ kenna núlifandi kynslóđ ţá ósviknu leiđsögn til lífshamingju, sem til bođa stendur í Biblíunni. Ţađ ţarf ađ koma kristinni kenningu, guđsorđi, inn í grunnskólana međ sérstökum áhersluţunga, svo börnin alist upp viđ heilbrigđ lífsgildi og fjölskylduskipan. Ţađ ţarf ađ koma fagnađarerindinu inn í framhaldsskólana, til ađ forđa táningum frá mannskemmandi hollywoodímynd bisnisssúpermannsins. Og ţađ ţarf einnig ađ koma Heilagri Ritningu inn í háskólana.

Heilagt guđsorđ segir: "Hlýđ ţú bođi Drottins, ţá mun ţér vegna vel." (Jeremía 38:20) Ţađ er ţađ kosningaloforđ Almćttisins, sem ég held mikiđ upp á og nćgir mér; ţađ fagnađarerindi, sem íslensk ţjóđ ţarf svo mjög á ađ halda á ţessum siđferđislausu hamfaratímum, sem viđ lifum eđa förumst á.

Einar Ingvi Magnússon.


Smekklaus mótmćli gegn Thatcher látinni - og ađeins um Pírata og Búsáhaldabyltingu

Ekki vantar öfgarnar og ofbeldiđ í suma vinstrimennina, m.a. í Bretlandi. Ţar sýndu ýmsir ţeirra ţađ smekkleysi ađ halda götupartý til ađ fagna dauđa Margrétar Thatcher og slösuđu 6 lögreglumenn í atgangi sínum sem minnir okkur á hliđstćđa atburđi hér, ţótt ekki tengdust ţeir andláti ţjóđarleiđtoga.

 • Atvikiđ átti sér stađ í Bristol á Suđvestur-Englandi. Andstćđingar Thatcher fögnuđu víđa um Bretland í gćr.
 • Lögreglan segir ađ um 200 manns hafi neitađ ađ hverfa af götum Bristol, er eftir ţví var leitađ í nótt.
 • „Flöskum og dósum var hent ađ lögreglunni, sex lögreglumenn sćrđust,“ segir lögreglustjórinn Mark Jackson. Ţá var lögreglubíll skemmdur og einn var handtekinn vegna óláta. Ţá var einnig kveikt í nokkrum ruslafötum.
 • Enn lögreglumannanna liggur enn á sjúkrahúsi, alvarlega slasađur en ţó ekki í lífshćttu.
 • Gagnrýnendur Thatcher komu einnig saman til hátíđarhalda í Glasgow og Brixton í gćr svo dćmi séu tekin. (Mbl.is.) 

Menn geta tekiđ pólitíska afstöđu gegn andstćđingum sínum, en eiga ekki ađ birta hatur sitt međ svo augljósum hćtti á smekklausan hátt viđ andlát viđkomandi, og vitaskuld eiga menn ađ forđast ađ skađa verđi laganna og hverfa af vettvangi, ţegar lögreglan neyđist til ađ hefta mótmćlin, en ekki sýna í verki, hvílíkir fulltrúar ofbeldisstefnu ţeir eru.

Á Íslandi er kominn upp nýr flokkur, sem nćr til stjórnleysingja og róttćklinga af ýmsu tagi. Í Fréttablađinu er vakin athygli á ţví, ađ Píratar vilja afnema bann viđ hnefaleikum. Hyggjast ţeir beita hnefanum á vettvangi gegn lögreglunni, í takt viđ ofbeldi sumra manna í ţessum hópi í búsáhaldabyltingunni, viđ árásir á Alţingishúsiđ, starfsmenn ţingsins og lögregluţjóna, sem slösuđust í ţeim atgangi? Merkilegt er ađ rifja upp ţau mál.

Nýútkomin er bók sagnfrćđings, Stefáns Gunnars Sveinssonar, Búsáhaldabyltingin. Strax í upphafi hennar er ofbeldinu lýst međ svo lifandi og ískyggilegum hćtti, ađ viđ áttum okkur á ţví, hvađ viđ erum fljót ađ gleyma:

Samfylkingarfélagiđ í Reykjavík hefur nýlega samţykkt ályktun ţar sem ţess er krafist ađ ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar verđi slitiđ. Fyrir utan Ţjóđleikhúskjallarann, ţar sem fundurinn fer fram, er múgur sem slćr taktfast í potta og pönnur. Heyrast mikil fagnađaróp ţegar fréttirnar berast út af fundinum.

Stór hluti viđstaddra fer á nćsta bar til ţess ađ fagna sigri, ríkisstjórnin getur varla lifađ ţetta áfall af. Ađrir hyggjast láta kné fylgja kviđi og fara á Austurvöll. Ţar bíđur ţeirra óeirđasveit lögreglunnar sem hefur ţann starfa ađ verja Alţingishúsiđ. Ţar endurtekur sig sagan frá ţví kvöldiđ áđur, ţorri mótmćlenda kveikir varđeld og dansar í kringum hann. Ađrir sjá sér leik á borđi og sćkja hart ađ lögreglunni.

Öllu tiltćku er kastađ ađ lögreglumönnunum, grjóti, málningu, skyri, ţvagi og saur. Flugeldum er skotiđ á ţá og sparkađ er í skildi ţeirra. Einhverjir rífa upp gangstéttarhellur sem hver um sig vegur rúm ţrjú kíló. Grjóti rignir yfir lögreglumennina. Um 2-300 manna hópur króar á ţriđja tug lögreglumanna af viđ vesturhliđ Alţingishússins og slćr í bardaga ţar sem lögregluţjónarnir ţurfa ađ beita skjöldum sínum og piparúđa til ţess ađ halda vell. Um miđnćtti er allur tiltćkur piparúđi á ţrotum. Mótmćlendur skynja ţađ og fćrast í aukana. Stórt bál logar á miđjum Austurvelli. Garđbekkjum í eigu borgarinnar og ýmsu lauslegu úr grenndinni er kastađ á ţađ. Einhver tekur sig til og hellir olíu á framhurđ Alţingishússins og leiđir olíuna ađ bálinu. Fljótlega leika eldtungurnar um dyrnar og reykur berst inn í húsiđ. Brunakerfiđ fer af stađ og slökkviliđsmenn vara viđ ţví ef eldurinn berist inn ađ ţá muni hann lćsa sig í viđarklćđningar á veggjunum og gjöreyđileggja allt húsiđ. Lögreglumennirnir eru ađ verđa undir í bardaganum viđ mótmćlendur ţegar óskađ er eftir leyfi til ađ beita táragasi, í fyrsta sinn í Reykjavík í sextíu ár. Leyfiđ er veitt nćr samstundis. Í ţann mun sem lögreglumennirnir eru ađ búa sig undir ađ beita táragasinu eykst grjótkastiđ um allan helming. Ţá flýgur ein gagnstéttarhella í gegnum loftiđ og beint í höfuđiđ á lögreglumanni. Félagar hans bregđa skjótt viđ og koma honum í var ţrátt fyrir ađ ţeir séu einnig grýttir óspart.

Ekkert ţessu líkt má aftur gerast á Íslandi.

En um Margréti Thatcher átti undirritađur greinarúttekt hér í gćr.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Fögnuđu dauđa Thatcher og slösuđu lögreglumenn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

4,9% fylgi er gott markmiđ handa VG og Samfylkingu, hvoru frambođi um sig

Ţađ ţurfti ekki Ţorkel Helgason stćrđfrćđing til ađ frćđa okkur um, ađ 5% ţröskuldurinn á einungis viđ um rétt frambođa til ađ fá uppbótarţingsćti – og kemur ţví ekki í veg fyrir, ađ flokkur, sem nćr ekki 5% á landsvísu, nái inn manni eđa mönnum, ef ţeir ná inn í sínu kjördćmi. Vitaskuld ćttu ađ vera til stađar ţingsćti, sem ekki vćru háđ kjördćmakjöri, ţ.e.a.s. ađ frambođ, sem nćđu um 1/63 allra atkvćđa á landsvísu (1,6%), fengju mann kjörinn úr á ţađ og tvo, ef ţau nćđu 2/63, ţótt ţađ fylgi dreifđist jafnt um landiđ og enginn mađur kjördćmakjörinn.

En svona vill Fjórflokkurinn ekki hafa ţađ. Honum er ekkert réttlćti í hug međ sínum andstjórnarskrárlegu kosningalögum frá árinu 2000, heldur eingöngu ađ halda sínu valdsforrćđi og einokun eđa fákeppni á stjórnmálasviđinu. Ţess vegna var búin til 5% reglan, međ hrćsnisfullri tilvísan til ţess, ađ fyrri hluta 20. aldar grasserađi fasismi og nazismi í Evrópu, og ţví ţyrfti ađ koma í veg fyrir ađ öfgahreyfingar nćđu inn á löggjafarţingiđ! Slíkt er raunar hćgt ađ tryggja međ öđrum hćtti en ţessari ólýđrćđislegu 5% lágmarksreglu, og ţar ađ auki hefur enginn fasismi eđa nazismi veriđ hér í gangi síđustu rúm 70 ár!

Ţar kćmi ţví vel á vonda, ef einhver flokkurinn í Fjórflokknum lenti í sinni eigin snöru og nćđi ekki 5% á landsvísu vegna augljósra óvinsćlda sinna, sbr. núverandi stjórnarflokka, sem hafa minnkađ ţrefalt til fjórfalt í fylgi vegna blöskrunarlegra stjórnarhátta sinna og svika viđ gefin kosningaloforđ. Ef annađhvort Vinstri grćn eđa Samfylking fćr t.d. 5,94% á landsvísu, en nćr inn einum eđa tveimur kjördćmakjörnum mönnum, ţá yrđu ţađ einu ţingmenn viđkomandi flokks. Refsingin, sem stjórnmálastéttin vildi veita nýjum smáflokkum fyrir ađ vera til og voga sér ađ ögra völdum Fjórflokksins, vćri ţar međ farin ađ hitta ţessa valdsetuflokka sjálfa fyrir.

Önnur ađferđ stóru flokkanna til ađ sitja einir hér ađ völdum fólst í skiptingu eins lögsagnarumdćmis, ţ.e.a.s. Reykjavíkur, í tvö kjördćmi! Tilgangurinn var sá einn af hálfu ţeirra, sem áttu frumkvćđi ađ ţessari kosningalagabreytingu, ađ tryggja Sjálfstćđisflokknum varnir gegn uppkomu nýrra flokka, t.d. klofningsflokka úr honum sjálfum.

Ţessi ámćlisverđu atriđi, sem afnema ćtti úr kosningalögum (5% regluna og geđţóttafulla tvískiptingu Rykjavíkur), ţora fáir flokkar ađ gagnrýna, hvađ ţá heldur ađ setja sig upp í móti fáránlega miklum lágmarksfjölda frambjóđenda (126 í frambođum á landsvísu) og međmćlenda međ ţeim (3780 til 5040 frá hverju frambođi á landsvísu!!!). Allt ţjónađi ţetta – og fleira til ! – ofríki stóru flokkanna og ţeirri stefnu ţeirra ađ koma í veg fyrir ný frambođ. Allt er ţetta ennfremur beint kćruefni til ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem fylgist međ ţví, ađ lýđrćđisleg vinnubrögđ séu látin ríkja um ţingkosningar.

Ljótust kannski af öllu er ţó sú stađreynd, ađ ţćr heilsíđuauglýsingar og ţeir litmyndabćklingar, sem stór flokkarinar senda okkur nú fram ađ kosningum, eru kostađir af okkur sjálfum! Ţrátt fyrir kreppu í landinu var ekkert slegiđ af ţví ađ rukka skattgreiđendur fyrir framlög til flokksskrifstofa stóru flokkanna, í hlutfalli viđ styrk ţeirra á ţingi. Einn komma ţrjá milljarđa króna hirti Fjórflokkurinn af okkur međ ţví móti á ţessu kjörtímabili. Svona smeykur er hann um völd sín og áhrif, svona bellibrögđum beitir hann til ađ halda ţeim.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ţingsćti möguleg óháđ 5% reglunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nei er svariđ

Ţađ hefur ágerzt mjög í tíđ núverandi ríkisstjórnar, sem svo harla fáir styđja (15,1% styđja flokkana tvo skv. nýjustu skođanakönnun), ađ ríkisfé hafi veriđ notađ óspart í ţágu minnihlutamálefna eđa umdeildra mála, sem ţó eru lögđ á alla skattgreiđendur ađ taka á sig í kostnađi. Ţetta hefur iđulega veriđ ámćlisvert, sbr. fósturdeyđingar, kynbreytingu o.fl. sem m.a. Kristin stjórnmálasamtök eru andvíg.

Nú stendur til, ađ Samtökin 78 ţrýsti á um ađ utanríkisráđuneytiđ leggi í kostnađ til ađ stuđla ađ ćttleiđingu barna til samkynhneigđra. Stađreynd er, eins og nýlega kom fram í frétt, ađ engar ćttleiđingar barna hafa átt sér stađ til samkynhneigđra ţrátt fyrir lagabreytingu ţess efnis fyrir nokkrum árum. Ástćđan er andstađa flestra ţriđja heims landa gegn slíku.

En Samtökin 78 hafa nú sent kosningaframbođum eftirfarandi spurningar:

 1. Er ţitt frambođ tilbúiđ ađ beita sér fyrir réttindum hinsegin fólks til barneigna? 
 2. Er frambođiđ tilbúiđ ađ beita sér fyrir ţví ađ Íslendingar nái ćttleiđingarsamningi viđ land sem heimilar ćttleiđingar til hinsegin fólks? 
 3. Ef spurningu 2 er svarađ játandi; hvernig mun frambođiđ beita sér fyrir ţví? Ef spurningu 2 var svarađ neitandi; hvers vegna ekki? 
 4. Er frambođ ţitt tilbúiđ ađ leggja áherslu á mannréttindi hinsegin fólks í utanríkisstefnu sinni og samskiptum viđ önnur ríki, ţar međ taliđ ađ beita utanríkisţjónustunni til ađ greiđa fyrir ćttleiđingarsamningum sem nýtast hinsegin fólki ef svo ber undir? 
 5. Hver er afstađa frambođsins til stađgöngumćđrunar? Samtökin '78 taka ekki afstöđu til ţess hvort möguleg lögleiđing stađgöngumćđrunar sé réttlćtanleg, en óska eftir eftir svörum frá ţínu frambođi um stöđu hinsegin fólks ef til slíkrar löggjafar kćmi.
Svör Kristinna stjórnmálasamtaka viđ ţessum spurningum eru í öllum tilvikum nei eđa höfnun.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hvađ segja frambođin um barneignir hinsegin fólks?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband