Bloggfćrslur mánađarins, maí 2013

15 milljónir íbúa Ţýzkalands eru af erlendum uppruna

Eyjan segir frá: Íbúar í Ţýskalandi eru 1,5 millj. fćrri en taliđ var; fimmti hver er innflytjandi.

Mynd/Getty images

Manntal í Ţýskalandi 2011 leiđir í ljós ađ "ađeins" 80,2 millj. eru búsettar ţar.

 • Í nýja manntalinu kom einnig fram ađ 6,2 milljónir íbúa landsins, eđa 7,7 prósent, eru erlendir ríkisborgarar. 15 milljónir eru hins vegar innflytjendur eđa afkomendur innflytjenda en margir ţeirra eru međ ţýskan ríkisborgararétt. (Eyjan)

Hér er ţó smá-huggun fyrir karlmenn: Cool LoL

 • 41 milljón kvenna býr í Ţýskalandi, en um 39 milljónir karla.

Vonandi verđur ţýzka ţjóđin ekki útdauđ viđ sitt nćsta manntal, 2021. Gasp Í alvöru ađ tala: Vonandi verđur hún ţá enn í meirihluta í landi sínu. En ţađ gengur ekki í réttu áttina, ţegar viđkoman er ekki nema 1,36 börn á hverja konu (ţurfa ađ vera 2,1 til ađ ţjóđinni fćkki ekki) og erkibiskupinn í Köln er farinn ađ gagnrýna forráđamenn Ţýskalands hástöfum fyrir afleita frammistöđu í fólksfjölda-leiđsögn.

Jón Valur Jensson.


Innsigli Andans


     Svo finni' eg hćga hvíld í ţér, 
     hvíldu, Jesú, í brjósti mér; 
     innsigli heilagur andi nú 
     međ ást og trú 
     hjartađ mitt, svo ţar hvílist ţú.

Hallgrímur Pétursson, Pass. 50,17. 


Hlustiđ!

Ţađ er fróđlegt ađ hlusta á ţađ sem fram kemur á myndbandinu frá gríđarmiklum mótmćlum i París í dag. Látum ekki ađra -- og sízt tízkueltandi fjölmiđla "pólitísks rétttrúnađar" -- segja okkur hver afstađa ţessa fólks er. Ţegar hlustađ er á ţessa Ludivine de la Rochére lýsa afstöđu sinna regnhlífarsamtaka sem standa fyrir mótmćlunum, sjá menn, ađ hér er ekki veriđ ađ beita sér af flokkspólitískum né sértrúarástćđum, heldur er ţetta opin og víđtćk breiđfylking fólks úr öllum áttum, fólks sem stendur gegn ţeirri umbyltingu sem elíta stjórnmálamanna vill koma á, ţótt ţađ kljúfi frönsku ţjóđina í tvennt. Harka sósíalistanna í ţessu efni minnir á ýmis vinnubrögđ Steingríms og Jóhönnu á valdaárum ţeirra -- bara keyrt á ađ koma málum í gegn međ valdinu einu saman, jafnvel ţvert gegn ţjóđarhagsmunum eins og í Icesave- og ESB-málunum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vilja „vernda komandi kynslóđir“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ein og hálf milljón Gyđinga drepin í Ísrael á síđustu 60 árum

Eftir Sigurđ Ragnarsson

Sigurđur Ragnarsson

Í dśmigerđri viku farast níu manns í umferđarslysum í Ísrael, og einn Gyđingur lćtur lífiđ í hryđjuverkaárás en meira en 900 ófśdd Gyđingabörn eru drepin, ađallega međ tilvísun til fátśktar, var fyrir fáum árum haft eftir dr. Eli Schussheim hjá lífsverndarsamtökunum Efrat í Ísrael. Alls eru 50.000 Gyđingabörn drepin árlega. Frá stofnun Ísraelsríkis hefur ein og hálf milljón barna veriđ drepin í ţessari sjálfsútrýmingu lítillar ţjóđar. Tíđni lifandi fćđinga hjá arabískum íbúum landsins er tvöfalt meiri. Eru ţeir ţá ríkari en Gyđingar, ađ geta séđ svo mörgum börnum farborđa, eđa hafa ţeir betri heilbrigđisţjónustu? Varla.

Ţessi höfundur talar yfirleitt hófsamlega um Ísrael og tekur sjaldan upp hanzkann fyrir Araba. En hann hafđi ekki gert sér grein fyrir, ađ hiđ versta úr vestrćnni menningu hefđi veriđ tekiđ upp í miklum mćli međal Gyđinga. Ekki mun vera litiđ svo á, ađ fósturdráp séu í samrćmi viđ hina hebresku Biblíu. Ekki kom fram hjá dr. Schussheim, hvort börn eru einnig drepin á laugardögum.

Tilgangurinn međ baráttu gegn fósturdrápum er lífsvernd. Ţađ sé af siđferđilegum og trúarlegum ástśđum rangt ađ drepa fólk, hvort heldur ófśdd börn eđa fullorđiđ fólk. Rök fyrir fósturdrápum hafa auk heldur reynzt vera harla afstśđur tilbúningur. Heilsufar barnshafandi kvenna hefur til dśmis ekkert međ ţetta ađ gera, ţví ađ dauđi út af ţungun eđa barneignum er hvergi minni en í Írlandi, sem til ţessa hefur ekki leyft nein fósturdráp. Hinar félagslegu ástćđur virđast ekki heldur vera Palestínu-Aröbum eđa mörgu fátśku fólki í Afríku ofviđa, og ţví heldur mćtti leysa slíka erfiđleika í ríkum ţjóđfélögum, til dćmis međ almannafé, rýmri reglum um aldursmörk foreldra viđ ćttleiđingu og kćrleiksríkum stuđningi, bćđi viđ börnin og foreldra ţeirra. Ţetta er einfaldlega spurning um menningarstig ţjóđa – og ţar međ einstaklinganna í ţessum ţjóđum. Hvort fólk ađhyllist menningu lífs eđa dauđa. Og trúi ţađ á Guđ, hvort ţađ álítur honum ţóknanlegt ađ drepa ţađ líf, sem hann hefur gefiđ.

Allir hafa heyrt um barnaútburđ á víkingaöld, sem ţá ţegar ţótti lítill sómi af og líklega var aldrei útbreiddur. Til dśmis sagđi Tacitus fyrir 1900 árum í bókinni Germania, ađ óheyrilegt ţćtti hjá germönskum ţjóđum ađ fyrirfara afkvćmi sínu. Og ţađ er alls ekki útbreitt í menningarsögu ţjóđanna, enda fengu faraó í Egyptalandi og Heródes konungur ekki gott orđ, ţegar ţeir létu drepa sveinbörnin forđum. Ţađ er ekki einu sinni algengt í dýraríkinu. Ţađ er ónáttúra, sem finnst einkum á síđustu hálfri öld og ađallega á Vesturlöndum, í kommúnistaríkjum og einnig í Ísrael. Hún helzt ekki í hendur viđ örbirgđ, heldur góđan eđa viđunandi efnahag ţjóđanna, ekki slćmt heilbrigđisástand, heldur síbatnandi. Á mćlikvarđa gervallrar veraldarsögunnar getur hún ekki talizt mannleg, heldur ómanneskjuleg, ekki vitnisburđur um snoturt hjartalag, heldur harđúđ hjartans og hnignun menningar.

Sigurđur Ragnarsson, Keflavík. 

 


Vill Sjónvarpiđ stuđla ađ dópneyzlu og siđleysi?

Ţrátt fyrir margar góđar myndir og ţćtti sem veriđ hafa í Sjónvarpinu (Barnaby, Spilaborg, Wallander, Forbrydelsen, Höllin, ýmsar franskar myndir o.fl.) virđist áherzlan hafa fćrzt af gćđum á eitthvađ ţveröfugt í vali helgarmynda ţar. Er sumt af ţví jafnvel hvetjandi til siđlausra hátta ungmenna, međ áberandi neyzlu fíkniefna í ţáttunum, međ léttúđugum hćtti. (Ţađ kemur reyndar fyrir í Spilaborg líka, en ekki međ ţeim hćtti sem telja megi hvetjandi til siđleysis, ţvert á móti.)

Ţessi áherzlubreyting er mjög áberandi síđan í vetur. Getur veriđ ađ forráđamenn hér séu hlynntir kröfunum skammsýnu um afléttingu banns viđ sölu og neyzlu kannabisefna? Vćri ţeim jafnvel alveg sama ţótt ungt fólk fćri ađ neyta hér kókaíns?

Ekkert siđspillandi af ţessu né öđru tagi ćtti ađ heltaka athygli íslenzkra ungmenna sem grćskulaus horfa á sjónvarp í heimahúsum. Kvikmyndir fjalla ekki ađeins um hiđ góđa, heldur líka hiđ illa og átök ţessa tvenns, um mannlega óhamingju og afvegu rétt eins og uppbyggilegt og fagurt mannlíf, en ţeir á Sjónvarpinu vita alveg, hvađ hér er veriđ ađ fara: Kvikmyndir ţar mega ekki verđa séđar sem jákvćđar gagnvart eiturlyfjaneyzlu né siđleysi.

PS. En ţađ var svo sannarlega ekki kvartandi yfir góđri, brezkri gamanmyndinni sem var á dagskrá fram ađ miđnćtti nú í kvöld. Ţökk fyrir hana! 

Jón Valur Jensson.


Jesú, bróđir bezti

Bćnin sem Jesú kenndi okkur og kallast Fađir vor, veitir kristnum mönnum rétt til ađ ávarpa Guđ sem föđur.
 
Ţar sem Guđ er fađir okkar, ţá erum vér synir Guđs - guđs synir. (Matteus 6:9-13)
 
Í ćttartölu Jesú Krists er ćtt hans rakin alla leiđ til Adams - sonar Guđs. (Lúkas 3:38)
 
Talađ hefur veriđ um, samkvćmt heilögum ritningum, ađ allir menn eigi ćttir ađ rekja til Adams, guđssonarins.
 
Jesús sagđi: "Hver sem gjörir vilja Guđs er bróđir minn og systir. (Markús 3:35) Og hversu oft hafa kristnir menn ekki  sungiđ sálminn: Ó Jesú bróđir bezti, eftir Pál Jónsson prest í Viđvík í Skagafirđi sem uppi var frá árunum 1812 til 1889. Ađ vera bróđir Jesú Krists er ađ eiga sama föđur og hann, ađ vera sama eđlis og hann, ađ vera guđlegrar ćttar. Jesús Kristur sagđi og vitnađi ţar međ í Davíđsálma: "Ţér eruđ guđir." (Sálmur 82:6) Hve ţađ er stórkostlegt ađ mega ávarpa Guđ sem föđur sinn.
 
Hve ţađ er dásamlegt ađ vera bróđir Jesú.

Einar Ingvi Magnússon.

Erkibiskupinn í Köln varpar sprengju inn í háborg vćrukćrra stjórnmálamanna

 • Hvetja ćtti ţýskar konur til ţess ađ „halda sig heima viđ og koma ţremur eđa fjórum börnum í heiminn“ í stađ ţess ađ treysta á ađ innflytjendur leysi mannfjöldavanda Ţýskalands. Ţetta segir Joachim Meisner, kardináli kaţólsku kirkjunnar í Köln, í samtali viđ ţýska dagblađiđ Stuttgarter Zeitung. (Mbl.is, leturbr. hér.) 

Ţar kom ađ ţví, ađ einhver ţorđi ađ tala sannleikann. Vestrćn samfélög, ekki sízt lönd eins og Ţýzkaland, Spánn, Ítalía og Danmörk, stefna ađ sjálfseyđingu.

 • Fćđingartíđni í Ţýskalandi er sú lćgsta í Evrópu eđa einungis 1,36 börn á hverja konu. [2,1 barn er skammturinn, sem vera ţarf, til ađ mannfjöldinn haldist viđ óbreyttur. Innskot JVJ.] Ţrátt fyrir ađgerđir stjórnvalda til ţess ađ auka fćđingartíđni, međ ţví međal annars ađ stórauka barnabćtur, hefur hún lítiđ breyst. (Mbl.is.)

Joachim Meisner, kardináli.  Kardínálinn er ekkert ađ skafa utan af ţví, enda liggur hér lífiđ viđ -- líf heillar ţjóđar, ţví ađ verđi ekkert ađ gert, mun ţýzka ţjóđin kvarnast niđur í nánast ekki neitt fyrir miđja nćstu öld. Já, hann er ómyrkur í máli biskupinn, eins og hér kemur fram á Mbl.is:

 • Meisner gagnrýnir Angelu Merkel, kanslara Ţýskalands, harđlega í viđtalinu og segir stefnu ríkisstjórnar hennar í fjölskyldumálum vera í ćtt viđ ţá stefnu sem rekin hafi veriđ í Austur-Ţýskalandi ţar sem heimavinnandi konur hafi veriđ álitnar „geđveikar“.

Betur vćri, ađ fleiri vestrćnir og íslenzkir kennimenn mćltu međ líkum hćtti međ ţví, ađ konur gefi sér nauđsynlegan tíma til barneigna, međ lífsvernd ófćddra og mikilvćgi ţess, ađ vestrćnar ţjóđir haldi sér viđ, svo ađ ţćr deyi ekki út á örfáum öldum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill hvetja konur til ađ vera heima
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fráfarandi ríkisstjórn er ekki kvödd međ tárum

"Afrekalistinn" hefur ekki veriđ ţvílíkur! Ljótustu verk hennar, ađ bugta sig og beygja fyrir erlendu valdi í Icesave-málinu og ađ sćkja um innlimun landsins í erlent stórveldi, auk svikanna viđ skjaldborgar-kosingaloforđiđ, nćgja ein sér til ţess ađ gera ţetta ađ lökustu ríkisstjórn landsins frá ţví ađ ţađ fekk sjálfstćđi 1918. Afhrođ stjórnarflokkanna í nýafstöđnum kosningum var í fullu samrćmi viđ ţetta.

Lastalistinn hér ofar var vitaskuld ekki tćmandi, og međal afglapa ríkisstjórnarinnar voru ýmis sem snertu trú, kirkju og siđferđi.

Nú ríđur á, ađ ný ríkisstjórn svíki ekki fullveldisvonir 70% ţjóđarinnar, en komi í stađinn hjólum atvinnulífs í gang, skeri niđur í ríkisbúskap, afnemi ofurskattheimtu, lćkki tolla og innflutningsgjöld -- ţó ekki á ţeim innflutningi sem tefla myndi íslenzkum búgreinum í tvísýnu -- og bćti međ ţessum hćtti kjör almennings, fremur en međ linkind í verđbólguaukandi kjarasamningum. Ennfremur er lausn á skuldavanda heimila knýjandi mál, en hér skal ţví fagnađ, ađ sú lausn mun ekki felast í flötum niđurskurđi, ţví ađ lítiđ vit er í ţví ađ fella niđur margra milljónatuga skuldir offjárfestingamanna -- réttast ađ gróđabankarnir fái ađ taka ţann skell á sig ađ ná ţeim aldrei öllum inn ţrátt fyrir yfirtöku viđkomandi lúxusíbúđa.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Síđasti ríkisráđsfundurinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blómabörn

Páskaliljurnar blómstra í garđinum heima. Ţessi undursamlegu kraftaverk lífsins koma upp úr moldinni á hverju vori, ţessi fallegu blóm, svo björt, ilmandi og gleđinnar gjafar.

Um daginn fyrir skömmu minntu ţćr mig á nýfćdd börn, ţar sem ţćr spruttu fram úr móđur jörđ. Laukar ţeirra hvíla í moldinni, ţar til ţeir vakna og taka til viđ ađ vaxa, ţegar sólargeislinn fer ađ kyssa vanga jarđar og blíđur ylur elur lífiđ nýja.

Litlu ófćddu börnin, sem hvíla í móđurkviđi, eru líkt og laukar páskaliljanna, lifandi í móđur jörđ og bíđa eftir ţví, ađ fá ađ líta dagsins ljós. Ţegar ég rćkta garđinn minn, fer ég mjúkum höndum um moldina, svo ég skađi ekki laukana í beđunum, hin litlu fóstur páskaliljanna. Ţví ef ţeir skađast vaxa hvorki né blómgast ţeirra fegurstu blóm. Hversu miklu fremur ćttum viđ ekki ađ vernda fóstur mannanna barna.

Einar Ingvi Magnússon.


Ađalfundur Hins íslenska biblíufélags

Ađalfundur 2013

Ađalfundur Hins íslenska biblíufélags verđur haldinn í Safnađarheimili Dómkirkjunnar

Lćkjargötu 14a, ţriđjudaginn 23. apríl 2013, klukkan 20.00.

 

Dagskrá fundarins:

Ađalfundarstörf í samrćmi viđ 10. gr. laga félagsins.

Önnur mál

 

Stjórn Hins íslensk biblíufélags.

 

Ţađ er óhćtt ađ mćla međ ţátttöku í ţessu ţarfa og góđa, samkirkjulega, elzta eđa nćstelzta menningarfélagi landsins. Kynniđ ykkur starf ţess. ––KS.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband