Bloggfćrslur mánađarins, september 2013

Hátt í 1% Íslendinga mćtt á einni samkomu!

Fréttablađiđ, trútt ţeirri trúarniđrunar-stefnu sem er ţar allt of algeng međal blađamanna, reynir enn ađ blekkja lesendur sína í dag, nú međ falskri mynd teiknarans Halldórs á leiđarasíđu blađsins. Myndin er af Laugardalshöll í hálf-dapurlegu umhverfi rigningar, 9-12 manns einungis á leiđ inn í húsiđ og hangandi fánar Hátíđar vonar ekki upplífgandi.

Ekki sést nú af ţessari háđs- eđa "fréttamynd", hvílíka stórsamkundu ţarna var um ađ rćđa. Undirritađur taldi vel sćtarađirnar í ţéttskipuđum salnum og á svölunum og fann út, ađ ekki vćru fćrri en um 2.500 manns í höllinni. Engin frétt er finnanleg í Fréttablađinu af ţessari gríđarlegu fundarsókn -- ađeins hin blekkjandi mynd Halldórs. Svo er ţar ein frétt um yfirlýsingu róttćks prests í Laugarneskirkju, annađ ekki -- jú, reyndar er enn einn niđrunarpistillinn um Franklin Graham, ásamt skotum á biskup Íslands, skrifađur efst á leiđarasíđunni. Hvergi er ţó eitt orđ um fjölmenniđ á samkomunni; ţađ hentađi víst ekki!

Eins og HÉR segir undir mynd í myndasyrpu Golla ljósmyndara á Mbl.is var "fullt út úr dyrum á Hátíđ vonar." Ţađ vakti međal annars athygli undirritađs, hvílíkur fjöldi var ţar af ungu fólki, á aldrinum 15 ára til 35 og alveg niđur í barnsaldur.

Já, sannarlega var fjölmenni á Hátíđ vonar, hátt í 1% ţjóđarinnar mćtt á fyrri samkomuna eina saman, laugardaginn 28. september, og ţá var sunnudagssamkonan einnig til viđbótar!

Ţarna sést einhverjum bregđa fyrir úti viđ ađ rćđa málin, stuttu fyrir hátíđina, en Steinţór Als og félagar úr Miđbćjartrúbođinu buđu upp á kaffi, kakó og kleinur viđ innganginn.

Ţađ var sannkölluđ stemming á svćđinu. Ţví fćr neikvćđni og ekkifréttamennska Fréttablađsins engu um breytt!

Kristiđ fólk hefur ávallt haft gott af hressandi og gefandi hópefli, ţar sem leitađ er róta trúarinnar og lifandi vitnisburđir fluttir, eins og ţarna var, ekki ađeins í ávarpi Franklins Graham og söngvavitnisburđi félaga hans, heldur einnig í rćđum annarra á svćđinu, Íslendinga, međal annars Geirs Jóns Ţórissonar lögregluţjóns og Sigurđar Björnssonar óperusöngvara, en einnig var öflugur söngur 100 manna gospelkórs, einsöngur Ţorvaldar Halldórssonar, Páls Rósinkranz, Ţóru Gísladóttur Hrannar Svansdóttur (sem var frábćr) og fiđluspil Gretu Salóme Stefánsdóttur og margt fallegt á bođstólum.

Kristnir menn eru vćntanlega enn meira vakandi nú fyrir ţví, ađ ţeir ţurfa međ vitnisburđi sínum og verkum ađ láta enn meira til sín taka í samfélaginu en hingađ til. Ţögnin er ekki ţađ, sem einkenna á kristna menn út á viđ, ţótt ţeir leiti Guđs og kraftlyftingar hans í ţögulli bćn, orkulind lćrisveina Jesú.

Jón Valur Jensson. 


Hátíđ vonar í Laugardalshöll

Allir, sem áhuga hafa á kristinni trú, eru hvattir til ađ koma á Hátíđ vonar í dag og á morgun. Ţetta er atburđur sem ekki býđst hér á hverri árstíđ. Kristnir menn ţurfa ađ stilla saman strengi sína, sćkja sitt hópefli í messum eđa á samkomum og styrkjast í Guđs orđi og af samfélaginu, m.a. viđ ţá sem lagt hafa sig eftir ađ útleggja Guđs orđ á lifandi og endurvekjandi hátt fyrir trú okkar, ţví ađ barnatrúin á ekki ađ vera ţarna ein í brjóstum okkar, viđ ţurfum ađ ţroskast á öllum sviđum, einnig trúarsviđinu.

Hátíđ vonar hefst í dag kl. 18.30, hálf-sjö, í Laugardalshöll, en húsiđ verđur opnađ kl. hálf-sex öllum sem eru međ ađgöngumiđa. 12 manna hljómsveit, sem fylgir ađalpredikaranum, Franklin Graham, verđur á svćđinu.

Ţegar klukkan er orđin 18.15, korter yfir 6, verđur opnađ fyrir öllum, sem eru ekki međ ađgöngumiđa, ţ.e.a.s. međan húsrúm leyfir. Njótiđ vel. Smile Wizard

jvj 


Al-Shabaab-hryđjuverkasamtökin sómölsku hóta ađ koma á islömskum yfirráđum á Íslandi

"Viđ munum koma á islömskum yfirráđum, frá Alaska og Chile til Suđur-Afríku, Japans, Rússlands, Salómon-eyja og alla leiđ til Íslands. Ţiđ hafiđ veriđ vöruđ viđ, viđ erum ađ koma," sagđi liđsmađur al-Shabaab á al-Jazeera-sjónvarpsstöđinni, í sjónvarpsţćttinum Inside Story, skv. Eyju-frétt.

Allir vita ađ ţetta eru hryđjuverkasamtökin sem stóđu fyrir fjöldamorđunum í Westgate-verzlunarmiđstöđunni í Naíróbí í Kenýa, sómölsk samtök, en eru nú m.a. međ brezka og bandaríska ríkisborgara innan sinna vébanda, og slíkir voru jafnvel međal fjöldamorđingjanna í Naíróbí.

Já, hvernig litist mönnum á ađ fá ţvílíka öfgamenn og morđingja hingađ til Íslands? 

Allt annar handleggur, en ekki góđur samt

Lítum ađeins á afgreiđslu mála hér međ lóđ handa múslimskum söfnuđi. Nú ţegar eru heittrúarsamtök múslima búin ađ leggja undir sig Ými í Skógarhlíđ, međ fjármagni frá saúdi-arabískum salafista (whabíta, en ţeir ráđa lögum og lofum í Saudi-Arabíu og banna t.d. ađ ferđmenn taki međ sér Biblíur inn í landiđ).

Formađur Félags múslima á Íslandi heldur ţví fram, ađ allt í lagi verđi međ fjármögnun til byggingar nýrrar mosku í Mörkinni, en eiga menn bara ađ treysta ţví, ađ svo verđi? Á borgarstjórn ađ treysta ţví -- og gegn hvađa tryggingu? Ţessi fámenni söfnuđur hefur ekkert bolmagn til ađ byggja 800 fermetra hús (sem Sverrir formađur kallar, undarlegt nokk, "eins og stórt einbýlishús") međ 9 metra háum turni, enda ćtla ţeir sér ađ fá fé erlendis. Viđ Sverrir endumst nú varla lengur en nćstu 25 árin, og hvernig getur hann ábyrgzt til frambúđar, ađ fé komi ekki frá harđlínusamtökum sem ćtlist til međvirkni safnađains og sendi honum jafnvel sinn ímam, eins og Skógarhlíđarsöfnuđurinn fekk?

Ţađ er athyglisvert ađ skjóta ţessu hér inn, athugasemd á Eyju-síđunni frá Guđlaugi Ćvari Hilmarssyni

En aftur ađ hinum, "frjálslyndari" söfnuđinum og óvrjandi gerđum borgarráđs um daginn.

 • Vinstri menn í Reykjavík ţóttust vera ađ vinna gegn "mismunun" međ ţví ađ gefa múslimum eina fínustu lóđ bćjarins á mest áberandi stađ viđ innkeyrslu í borgina, en hentu Búddhistasöfnuđi upp í óbyggđir, nánar tiltekiđ Hádegismóa, eitt almesta roksvćđi borgarinnar. Ennfremur létu ţeir sem lagaskylda byđi ţeim ađ veita ţessum söfnuđi ókeypis lóđ og afnám gatnagerđargjalda, annađ vćri brot á jafnrćđisákvćđum, en einnig ţađ er lygi, í lögum um slíkar lóđir er ađeins sagt, ađ bćjarfélögum sé skylt ađ láta KIRKJUR fá fríar lóđir og eftirgjöf gatnagerđargjalda.*
 • Varđandi afstöđuna til ţess, hvort vilji íbúa Reykjavíkur eigi ađ ráđa í ţessu máli eđa fámennt borgarráđ, var athyglisverđ niđurstađan í skođanakönnun á Útvarpi Sögu 8.-9. eđa 9.-10. júlí sl., ţar sem spurt var: "Á ađ fara fram íbúakosning um byggingu mosku í Reykjavík?" Niđurstađan var skýr: 93.4% vildu fá íbúakosningu. Svipuđ (ekki alveg jafn-eindregin, 80,5%) eru svörin í hliđstćđri skođanakönnun á Moggabloggi undirritađs. 
 • Ţennan almenna vilja misvirđa vinstri menn í borgarráđi, en sjálfstćđismenn voru ţćr gungur ađ sitja bara hjá og leyfa ţessari forréttindaafgreiđslu ađ fara fram.
 • * Sjá 5. grein laga um Kristnisjóđ o.fl., nr. 35/1970: http://www.althingi.is/altext/lagas/141b/1970035.html
Á ţá lund var athugasemd undirritađs á nefndri Eyju-vefsíđu nú síđdegis. Lagagreinin segir orđrétt (leturbreyting hér, jvj):
 • 5. gr. Sveitarfélögum kaupstađa og kauptúna er skylt ađ leggja til ókeypis lóđir undir kirkjur og undanskilja ţćr gatnagerđargjaldi. Nú er presti skylt ađ hafa ađsetur í kaupstađ eđa kauptúni og er ţá sveitarfélagi skylt ađ leggja til ókeypis lóđ undir íbúđarhús hans ef um lögbođiđ prestssetur er ađ rćđa. 
Ábendingin um téđa lagagrein kom ekki frá undirrtituđum, heldur öđrum međlim Kristinna stjórnmálasamtaka, í Facebókarumrćđu. Og nú skulu menn leggja heilann í bleyti:
 
Lagagreinin tekur af öll tvmćli um, ađ 1) engin lagaskylda er til ađ ţess ađ Reykjavík gefi múslimasöfnuđi lóđ og undanskilji moskuna gatnagerđargjöldum; 2) enga heimild hefur borgarráđ til ţess ađ sólunda ţannig tekjum borgarinnar og sízt af öllu til ađ mismuna ţessum söfnuđi í vil. Borgarfulltrúar höfđu ekkert umbođ kjósenda sinna til slíks athćfis og geta ekki skýlt sér á bak viđ nein jafnrćđislög í ţví efni.

 

Jón Valur Jensson. 


Stóreignamenn

Draumabíll, lottóvinningur, mastersgráđa, einbýlishús, heimsreisa, starfstitill, -- orđ sem lýsa tilgangi mannlífsins í nútímasamfélagi smáborgara á tuttugustu og fyrstu öld. Viđţolslaust fólk af ágirnd í efnisleg gćđi í blekkingu efnisheimsins. Ímyndar hins fullkomna manns leitađ og hún íklćdd í Nike og Adidas. Eitthvađ svo fjarri orđum meistarans: "Ef ţú vilt verđa fullkominn, far og sel eigur ţínar og gef fátćkum peningana og ţú munt fjársjóđ eignast á himnum. Komdu svo og fylgdu mér." (Matteus 19:21)

Erum viđ á leiđ til himna? Svari hver fyrir sig. Og meistarinn hélt áfram: "Erfiđara er fyrir ríkan mann ađ komast inn í himnaríki en fyrir úlfalda ađ fara í gegnum nálarauga." (Matteus 19:23-24)

Já, svo erfitt er ađ komast til himna og ţví eru ţađ víst svo fáir sem fara ţangađ, eđa hvađ?

Fátćkt fólk, sem tilbiđur Guđ sinn er auđugt fólk, stórríkt af sönnum verđmćtum. Svo stađfesti guđssonur góđur fyrir tveimur árţúsundum og orđ hans standa enn í fullu gildi í Nýja-sáttmála.

Fjárfestingin fyrir eilífđina snýst ekki um peninga, fjallajeppa og sumarhús, skíđaferđir til austurrísku alpanna eđa Klettafjalla, heldur hjartanlega auđlegđ, kćrleika og hugsjón hins himneska, sem er svo víđsfjarri söfnunaráráttuhegđun jarđarbúa í glingur og glys hins tímanlega veruleika.

Ađ fylgja Jesú er ađ eiga fjársjóđ á himni og friđ í huga og hjarta.

Einar Ingvi Magnússon.

Hér skal minnt á, ađ í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, kl. 19.35-20.05, verđur viđtal viđ mjög umtalađan mann, Franklin Graham, sem er hingađ kominn sem rćđumađur á Hátíđ vonar, sem margir söfnuđir standa ađ. Hafa ýmsir hamazt gegn ţessum predikara Guđs orđs, en hér gefst tćkifćri til ađ heyra hans eigin málflutning, auk ţess sem hátíđin sjálf stendur yfir um helgina. Sjón og heyrn er sögu ríkari. --JVJ.


Til varnar kristinni fjölskylduhefđ

Á Gay-Pride helginni í Slóvakíu söfnuđust saman 70.000 manns í Kosice, sem er borg í Austur-Slóvakíu skammt frá landamćrum Úkraínu, Ungverjalands og Póllands. Ţetta var fólk, sem vekja vildi athygli á hefđbundnu kristilegu fjölskyldumynstri. Ţađ fór fram á ţađ viđ stjórnvöld, ađ ţau litu á hjón sem einstaklinga af gagnstćđu kyni, eins og Biblían kennir okkur hvađ hjónaband sé. Ţarna var einnig mikill fjöldi manns, sem gagnrýndi fóstureyđingar og lagđi áherslu á ađ vernda ófćdd börn í móđurlífi. Talađi sami hópur um ađ vernda líf gagnvart líknardauđa, sem víđa er stundađur í heilbrigđiskerfi fjölmargra landa.

Ţessi ganga var eitt ár í undirbúningi og var skipulögđ af kaţólsku kirkjunni og Kristna lýđrćđisflokknum í Slóvakíu. Í heilt ár minntu prestar í kirkjum landsins á nauđsyn ţess ađ framfylgja guđslögum og kenningu Biblíunnar til ađ styrkja hina hefđbundnu kristnu fjölskyldumynd. Bćnahópar kristinna manna komu saman í heilt ár í ţessum tilgangi.

Fólk frá Póllandi og Ungverjalandi kom til Kosiceborgar, sem er 300.000 manna borg og voru lestirnar yfirfullar af fólki ţennan dag (sunnudaginn 22. september). Slíkur var áhugi kaţólikkanna og fleiri kristinna samtaka til verndar fjölskyldu karls og konu, eins og kristnir menn líta á hana samkvćmt skilgreiningu Heilagrar Ritningar. 


Einar Ingvi Magnússon,
Bratislava, Slóvakíu

 
 


 

 


Ganga kristinna fjölskyldna til varnar fjölskyldu karls og konu

Gay-Pride-ganga var haldin í Bratislava í Slóvakíu laugardaginn 21. september. Gríđarlegur öryggisviđbúnađur var í miđborginni vegna árása öfgamanna, sem gerđar voru á gönguna í fyrra. Hundruđ lögreglumanna stóđu vörđ á hverju götuhorni, tugum lögreglubíla var víđsvegar lagt, vegartálmar, brynvarđir trukkar, og ţyrla sveimađi yfir borginni stöđugt í hátt ţrjá tíma stanslaust.
 
Taliđ er ađ á milli ţrjú til fimm hundruđ hafi tekiđ ţátt í göngu samkynhneigđra, en gert var ráđ fyrir miklu meiri fjölda.

En sama dag var haldin önnur ganga í höfuđborginni. Ţađ var ganga kristinna fjölskyldna, sem studdu kristin gildi og hjónaband karls og konu. Samkvćmt fréttum í sjónvarpi tóku um ţúsund manns ţátt í ţeirri göngu.
Mikil andstađa er hér í Slóvakíu viđ samkynhneigđ og öllum áróđri í kringum hana enda kaţólskir í miklum meirihluta í Slóvakíu. Utanríkisráđuneytiđ varđ ađ fresta frumvarpi um mannréttindi samkynhneigđra í átta mánuđi vegna mikils ţrýstings og mótmćla frá 70 óríkisreknum samtökum. Nefnd kaţólskra biskupa sendi frá sér yfirlýsingu ţess efnis, ađ hjónaband og fjölskylda samanstćđi af karli og konu og afkomendum ţeirra.

Í ţessu kaţólska landi er fólk almennt mjög vel upplýst í Biblíunni og kristnum gildum. Samkynhneigđ er fólki hérna mjög framandi og ţykir í hćsta máta afbrigđileg og alls ekki sambođin venjulegu fólki. Fólk hér er sem betur fer enn laust viđ ţá siđferđilegu firringu, sem kafsiglt hefur almennilegu siđgćđi á Íslandi. Er ţar kristilegu trúarlífi fyrir ađ ţakka, enda kaţólskar messur um alla borgina frá ţví klukkan fimm árdegis til klukkan sjö á kvöldin. 

Einar Ingvi Magnússon,
Bratislava, Slóvakíu.
 
 
 
 
 
 
 
 
Kristnar fjölskyldur ađ safnast saman fyrir göngu stoltra kristinna fjölskyldna, sem lögđu áherslu á kristin gildi og hefđir.
 
Útbýtt var blöđrum, sem á var teiknuđ mynd af manni og konu og börnum međ áletrunni: Fađir og móđir ađ eilífu. 

Hvílubrögđ í ţágu Allah?

Margt er skrýtiđ í kýrhausnum – jihad-al-nikah eđa kynlífs-jihad er eitt af ţví sem greinir múslimskan siđ frá kristnum. Allir hafa heyrt, ađ 70 óspjallađar meyjar í himnaríki freisti sjálfsvígsmanna islamskra til hryđjuverka, en kynlífs-jihad er sagt "viđurkenndur hluti af heilögu stríđi, "samkvćmt reglunni mega ţá stúlkur sofa hjá utan hjónabands í nafni heilags stríđs," og mun ţađ "algengt ađ ungar stúlkur ferđist til Sýrlands til ţess ađ sofa hjá uppreisnarmönnunum sem berjist gegn Bashar al-Assad forseta og snúi aftur til Túnis ófrískar. Ekki er ţó vitađ hversu mörg slík tilvik hafa komiđ upp," eins og segir hér í frétt á Mbl.is.

Ţađ vantar ekki ađ afvegaleiddum fylgismönnum afvegaleiđandi trúarbragđa upphugsist margt vitlaust á ţessari 21. öld, en guđlegur er ekki sá andi sem býr ađ baki ţessum hugmyndum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Stunda kynlífs-jihad í Sýrlandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skólar og námskeiđ

Skólar hafa nýhafiđ starfsemi sína ţetta áriđ, eins og önnur ár. Undirbúningur nemanda fyrir ókomna tíma farinn af stađ međ eftirvćntingu um farsćla framtíđ og nćgtafullt líf.

En hvađ stođar ţađ manninn ađ afla sér ţekkingar, ef hún er ekki í samrćmi viđ guđlega formúlu skaparans? Öll skólaganga er einskis nýt, sé hún ekki grundvölluđ á orđi Guđs. "Ađ óttast Drottin, ţađ er speki, og ađ forđast illt, ţađ er viska." (Jobsbók 28:28)

Í heilögu guđsorđi er okkur dauđlegum mönnum ráđlagt ţetta: "Varđveitiđ kostgćfilega öll bođorđ Drottins." (Fyrri konungabók 28:8) Í ţví felast leiđbeiningar til mannanna barna um velferđ, gćfu og gengi; kennsla og uppeldi mannkyni til handa frá skaparanum sjálfum, sem veit uppá hár hvađ mannkyni er fyrir bestu. Lögmál Drottins, hiđ guđlega lögmál, ćtti ţví ađ vera undirstöđumenntun fólks, en einnig ţungamiđjan í öllu framhalds-og háskólanámi. Sem elskandi og umhyggjusamt foreldri biđur Guđ mennina um ţetta og ţráir ađ leiđbeina ţeim međ orđi sínu og anda.

"Ó, ađ ţeir hefđu slíkt hugarfar, ađ ţeir óttuđust mig og varđveittu allar skipanir mínar alla daga, svo ađ ţeim vegni vel og börnum ţeirra um aldur og ćvi." (Fimmta Mósebók 5:29) Velferđ mannkynsins byggist einmitt á ţessu, "ađ fylgja Drottni og varđveita skipanir hans og fyrirmćli og lög af öllu hjarta og af allri sálu." (Síđari konungabók 23:3) Festum okkur ţađ í minni og ritum á hjörtu vor í byrjun ţessa skólaárs. Um ţađ snýst nám okkar í skóla lífsins.

"Hlýđ ţú bođi Drottins, ţá mun ţér vegna vel," segir í Jeremía 38:20. Er ţađ ekki einmitt ţađ, sem nemendur sćkjast eftir ađ loknu erfiđu, kostnađarsömu og tímafreku háskólanámi? Ţó hefur formúluna fyrir ókeypis velgengni veriđ ađ finna í Guđsorđi í aldir og árţúsund.

Já, "Guđ, hver er slíkur kennari sem hann?" (Jobsbók 36:22)

Einar Ingvi Magnússon.


Ómennsk og grimmdarleg međferđ á norđurkóreskum föngum

Grimmd kommúnismans í Norđur-Kóreu er hrollvekja. Verstar eru pyntingar fanga. 100-200 ţúsund pólitískir fangar eru taldir ţar í haldi. "Fólk hefur m.a. veriđ fangelsađ fyrir ađ horfa á útlenskar sápuóperur í sjónvarpinu eđa fyrir trú sína."

Lýsingarnar á međferđ og algeru réttleysi ţessa fólks í frétt hér á Mbl.is fá menn til ađ hrylla viđ, ekki síđur en ţađ versta í međferđ kínverskra kommúnista á Falun Gong-fólki, Tíbetum og andófsmönnum, en allt minnir ţetta á ómennsku bolsévisma, Stalínisma og nazisma fyrri tíđar. Og ţetta áttu ađ heita mannkynsfrelsandi ídeólógíur! Ţarna sést hćttan af ţví ađ fela talsmönnum slíkra alrćđi á hendur.

Menn eru hvattir til ađ smella á tengilinn hér neđar, en viđkvćmir eru í alvöru varađir viđ fréttinni.

JVJ.


mbl.is Látin drekkja barni sínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristni flokkurinn sigrar í Bayern

Kristilegi flokkurinn CSU – Christlich-Soziale Union – í Bćjaralandi vann stórsigur í kosningum ţar, endurheimti meirihlutann í ţinginu í München, 54% ţingsćta, en sósíaldemókratar fengu ađeins 20% og Frjálsir demókratar 3%.* Ţetta gefur tilefni til ađ endurtaka hugleiđingar undirritađs, ţar sem svarađ var harđri gagnrýni á kristilega stjórnmálaflokka, byggđri m.a. á ţví, ađ "kristilegar klerkastjórnir", sem vćru "fleiri ţúsund árum" á eftir tímanum, vćru beinlínis "hćttulegar"! 

 Hér fagnar Horst Seehofer, leiđtogi CSU, forsćtisráđherra í Bayern, sigri, međ Angelu Merkel, kanzlara Ţýzkalands, sér viđ hliđ.

En hefur mönnum sýnzt, ađ ríkisstjórnir undir leiđsögn kristilegra demókrata, t.d. í Ţýzkalandi, Bćjaralandi, á Ítalíu, Chile, Hollandi og mörgum fleiri löndum eđa t.d. (undir forystu Kristilega ţjóđarflokksins) í Noregi (međ Kjell-Magne Bondevik sem forsćtisráđherra) hafi veriđ "kristilegar klerkastjórnir" eđa afstađa ţeirra "hćttuleg" og kannski "fleiri ţúsund árum" á eftir tímanum, eins og sumir láta í veđri vaka? Er ţá ekki stutt jafnvel í ţađ, ađ menn kalli slíkar stjórnir "öfgastjórnir"? En hvađ hafa menn fyrir sér í slíkri fyrirfram-neikvćđni? Ekkert! Smile

Svo er rangt ađ tala um allar ríkisstjórnir kristinna eđa múslimskra flokka sem "klerkastjórnir". Menn hefđu kannski (en ţó naumast) getađ talađ um stjórn Makarioss erkibiskups á Kýpur sem "klerkastjórn", en ekki um stjórnir Adenauers, Erhards, Kohls og Merkel í Ţýzkalandi eđa Bondeviks í Noregi, enda engir klerkar í ţeim stjórnum. Kaţólska kirkjan leggur jafnvel bann viđ ţví, ađ prestar hennar bjóđi sig fram til ţings eđa stjórnmálastarfa. Og ekki eru allar múslimskar stjórnir klerkastjórnir, hins vegar hefur veriđ ein slík í Íran, a.m.k. til skamms tíma, og e.t.v. átti ţađ líka viđ um Afganistan talíbana.

Dćmum um hverja stjórn eftir hennar eigin eđli og verkum, ekki međ ţví ađ hengja á margar (sem virđast eiga sér eitthvađ sameiginlegt) einfaldan, alhćfandi (og gjarnan fordćmandi) merkimiđa! Slík ađferđ virđist kannski hentug fyrir suma til ađ spara sér ađ hugsa, m.a. fyrir ţá sem vilja viđhalda gamla flokkakerfinu íslenzka og geta ekki á heilum sér tekiđ, ef ţađ raskast ađ ráđi, ekki ađeins á vinstri vćngnum, eins og ţegar hefur gerzt, heldur á miđjunni og hćgri vćngnum líka.

Stađreyndirnar eru harla ólíkar hinni neikvćđu mynd, sem ýmsir mála á vegginn. Kristnir flokkar eru víđa međ starfhćfustu stjórnmálaflokkum á Vesturlöndum og í Suđur-Ameríku, studdir af jákvćđum, manneskjuvćnum hugmyndaarfi sem mótast hvorki af efnishyggju eignastétta né af öfgastefnu herforingja og popúlista. Ef ţađ er ekki nógu gott fyrir suma, hvađ er ţá nógu gott?

* Heimild: Rúv-frétt kl. 2 í fyrrinótt: http://www.ruv.is/frett/csu-fekk-hreinan-thingmeirihluta -- nánar t.d. á http://www.zeit.de/

Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband