Bloggfćrslur mánađarins, október 2014

Hrikaleg frétt: Öllum fóstrum međ downs-heilkenni hér á landi 2007-2012 eytt og flestum međ litningagalla líka!

Gerólíkt fara Norđmenn ađ. En "ţetta er bara orđiđ eins og í ţriđja ríki Hitlers," sagđi sá félagi í KS, sem lét vita af frétt á textavarpi Rúv. Frétt um ţetta og um börn međ litningagalla birtist nú síđdegis á vef Rúv, ţannig:

Flestum fóstrum međ litningagalla eytt

"Alls greindust 38 tilvik af downs-heilkenni í tólf vikna sónar hér á landi á árunum 2007 til 2012. Allar međgöngurnar enduđu međ fóstureyđingu. Ţetta kemur fram í svari heilbrigđisráđherra viđ fyrirspurn Steinunnar Ţóru Árnadóttur, ţingmanns Vinstri grćnna.

Í svarinu kemur fram ađ á sama árabili greindust 49 tilvik af öđrum litningagöllum á tólftu viku međgöngu. Sjö međgöngum lauk međ fćđingu fullburđa barns en í 45 tilfellum endađi međganga međ fóstureyđingu." 

Nánar verđur fjallađ um ţessi stóralvarlegu hneykslismál á ţessum vef KS í kvöld. -jvj.


Viđnám gegn "dauđhreinsun" kristni úr skólum og nýbreytni í formi Barbípresta!

Mig langađi til ađ búa til leikfang sem hefur tilvísun í kirkju og kristni, en ţađ er smátt og smátt veriđ ađ dauđhreinsa alla kristni og kristnifrćđikennslu úr skólum. Viđ foreldrarnir, sem viljum ađ börnin okkar fái kristiđ uppeldi, ţurfum ađ leggja okkur sérstaklega vel fram og leikföng geta veriđ ein leiđ til ţess,“ segir Anna Magnúsdóttir, tannlćknir í Reykjavík, í hressilegu viđtali á baksíđu Morgunblađsins í dag: Nú er Barbí orđin prestur, međ undirfyrirsögninni 'Tannlćknir útbýr Barbípresta í frístundum sínum'. Lítiđ á ţessa óvenjulegu frétt.


Jóhann Hannesson (kristnibođi í Kína, síđar prófessor): KRISTIN MENNING SÍĐARI ALDA (úr snilldargrein hans, Myndar kristindómurinn menningu?)

Ég nefndi hér ađ framan, ađ kristindómurinn hafi ekki kennt Rómverjum og Grikkjum verklega menningu í fornöld. Ţetta á ţó ekki viđ um ţađ, sem síđar gerđist í Vestur-Evrópu. Ţar rćktuđu kirkjunnar menn land í stórum stíl, ruddu skóga, byggđu sćluhús og gistihús og grundvölluđu klaustur, borgir, skóla og háskóla. Í mörgum löndum hefur engin rćkt veriđ lögđ viđ ţjóđleg frćđi, fyrr en kristnin hefur kennt a.m.k. nokkrum mönnum ađ lesa og skrifa. Skólinn, sjúkrahúsiđ og kirkjan eru stofnanir, sem kristindómurinn hefur upphaflega skapađ í mörgum löndum. Međal allmargra frumstćđra ţjóđa hefur kristindómurinn reist mikinn hluta menningarlífsins frá grunni, fćrt mál ţeirra í letur í fyrsta sinn, skapađ hinar fyrstu bókmenntir, kennt ţeim margs konar iđnađ og jarđrćkt, auk ţess sem ţađ hefur hjálpađ ţeim til ađ byggja ofangreindar ţjóđfélagsstofnanir og hćli fyrir börn og holdsveika og hjálpađ ţeim á margvíslegan hátt í tímanlegri og andlegri neyđ. 

    Mikiđ af gömlum, ţjóđhćttulegum og villimannslegum siđvenjum hefur kristindómurinn unniđ sigur yfir í ţeim löndum ekki síđur en vorum löndum. Mćtti ţar margt upp telja, sem ekki vinnst tími til hér. Í stuttu máli: Kristindómurinn leysir ţjóđirnar úr viđjum syndar, lasta og villu. Ef einhver skyldi halda, ađ hinir frumstćđu menn séu „frjálsir" og óháđir ţeim böndum, sem binda hinn siđmenntađa mann, ţá skyldi sá mađur lesa "Totem und Tabu" eftir Sigmund Freud og sjá, hve ţrćlbundinn hinn svokallađi „frjálsi villimađur" er á nálega öllum sviđum af margvíslegum ótta og fáránlegum siđum og venjum. Sannleikurinn einn fćr gert mennina frjálsa, og ţađ er Guđ, sem er sannleikurinn. 

    Vér gćtum spurt: Hvers vegna hefur sú tćkni og ţau vísindi, er nútíminn býr viđ og dreifir um alla jörđina, myndast og ţróast í hinum kristna heimi? Er ţađ af ţví, ađ kristnin tók hin fornu vísindi ađ erfđum frá fornaldarmenningunni? Ţađ getur ekki veriđ svariđ, ţví ađ múhameđstrúin tók ţau líka ađ erfđum og var á fyrri hluta miđalda ađ ýmsu leyti lengra komin og stóđ hćrra á mörgum sviđum en hin nýmyndađa menning Vestur-Evrópu. Reynsla mín bendir í ađra átt. Hún er í stuttu máli ţessi: Kristindómurinn kennir mönnum samvizkusemi, nákvćmni og vinnu. Í kristnu menningarsamfélagi, ţar sem ţrćlahald er afnumiđ og allir eru frjálsir menn, verđa líka allir ađ vinna. Sex daga skalt ţú verk ţitt vinna! Ţetta bođorđ finnst ekki í heiđninni og mörgum heiđingjanum finnst ţađ hart og ógeđfellt. Fátt er erfiđara ađ kenna á kristnibođsakrinum en nákvćmni og samvizkusemi međ hönd og anda. Letin, hóglífiđ og hrođvirknin eru međal rótgróinna lasta í heiđninni og hafa valdiđ margvíslegri stöđvun í menningu, er eitt sinn virtist hafa byrjađ vel og var komin langt áleiđis. Hjá oss fylgja margir vísindamenn, lćknar, hjúkrunarkonur og náttúruvísindamenn mjög ákveđnu vinnusiđferđi, sem hefđi ekki getađ orđiđ til í heiđinni menningu — og hvort sem ţeir eru trúađir eđa vantrúađir, ţá hafa ţeir rótfest ţetta vinnusiđferđi, sem er ein undirstađa vísindanna. En ţađ á erfitt uppdráttar í heiđnum löndum. Ţótt skólum, sjúkrahúsum og heilsustofnunum hafi veriđ komiđ á fót, eru ţćr í hćttu vegna sóđaskapar, leti, tilhneigingar til ađ fela ţađ, sem miđur fer, og starfsfólkinu getur meir en dottiđ í hug ađ pressa peninga út úr sjúklingum eđa blátt áfram strjúka frá skyldustörfum sínum á sjúkrahúsunum. 

    Hin kristna mannmeđferđ er ţađ menningarsérkenni, sem skarpast stingur í stúf viđ heiđni. Heiđnin fyrirlítur fátćklinginn, betlarann, útlendinginn og jafnvel hinn vinnandi mann, og ţetta lođir enn víđa viđ hámenningu Austurlanda. 

    En í samfélaginu viđ Krist eru allir brćđur, og kristindómurinn kennir ađ sérhver mađur sé dýrmćtur í Guđs augum, međ ţví ađ sérhverjum manni er bođuđ og bođin Guđs náđ og barnaréttur hjá honum. 

    Sú mannmeđferđ, sem er undirstađa hins kristna lýđrćđis, — ađ mađurinn skuli í senn vera frjáls og ábyrgur, — er undirstađa hins kristna lýđrćđis. Oss er í Kristi gefiđ hiđ fullkomna frelsi, grundvöllurinn er lagđur ađ fullkominni siđmenningu. En ađ menning vor er fjarri ţví ađ vera fullkomin, er oss sjálfum ađ kenna. Syndin, sem lođir viđ oss, getur blossađ upp og orđiđ ađ opinberri villimennsku, ef Guđ heldur oss ekki i skefjum og varđveitir oss ekki frá hinu illa í oss og umhverfis oss. En ţegar ţeir eru orđnir margir og mikils ráđandi, sem gera uppreisn gegn konunginum Kristi, ţá getur hin kristna menning liđiđ undir lok. Oft virđist svo í sögunni sem ađeins hafi vantađ herzlumuninn á ađ heilar ţjóđir, t.d. Kína, gengju Kristi á hönd, en hin kristna menning var svo veikburđa, ađ hún gat ekki rétt ţá hjálparhönd, sem beđiđ var um. Og á mörgum öđrum sviđum og örlagaríkum stundum höfum vér brugđist vonum Guđs og vonum manna, kristinna brćđra og heiđinna. 

    Lesiđ hina ógleymanlegu frásögu af eyđingu Sódómu og Gomorru í 19. kapítula I. Mósebókar. Gleymiđ refilstigum allrar frjálslyndrar guđfrćđi í ţví sambandi, en athugiđ í stađinn stađreyndirnar, sem sagt er frá, ţar á međal siđspillinguna, sem getiđ er um og svo eyđilegginguna. Athugiđ einnig samtal Abrahams viđ Guđ, ţegar Abraham biđur fyrir borginni. Guđ sagđi aldrei nei viđ neinum liđ bćnarinnar. Abraham hćtti blátt áfram ađ biđja; hann var viss um, ađ í borginni hlytu a.m.k. ađ vera tíu réttlátir — vandađir menn. En um ţá er hvergi getiđ og borgin var eydd. 

    Hlutverk kristinna manna er ađ vera heilagur kjarni í menningunni til ţess ađ bjarga henni frá tortímingu, ađ vera í stađ hinna fáu réttlátu, sem vantađi i Sódómu. Ţeir kristnir menn, sem hafa veriđ veitandi fremur en ţiggjandi í kristnu menningarlegu tilliti, hafa alltaf veriđ fáir. Sú kristna menning, sem til er, er til orđin og viđhelzt fyrir kraftaverk Guđs og náđ, sem hann veitir mannkyninu fyrir sakir sinna útvöldu. 

Ţingvöllum, í október 1953,

Jóhann Hannesson. 

 
Ţetta var síđasti hluti greinarinnar Myndar kristindómurinn menningu? í Kristilegu stúdentablađi 1953, sem nú hefur birzt hér í heild, síđast kaflinn HLUTVERK KRISTINDÓMSINS TIL FORNA, en menn geta lesiđ hana frá upphafi sínu hér og rakiđ sig svo áfram međ ţví ađ smella á framhald í lok hvers kafla. Síđar verđur birt hér smá-umfjöllun um greinina. --jvj.

Jóhann Hannesson (síđar prófessor): HLUTVERK KRISTINDÓMSINS TIL FORNA (úr frábćrri grein hans, Myndar kristindómurinn menningu?)

Ţegar kristindómurinn kom til sögunnar, ţá kenndi hann mönnum ekki ađ rćkta jörđina, brćđa málma, fćra bćkur í letur, smíđa skip, gera vegi og byggja borgir. Allt ţetta hafđi ţá stađiđ um margar aldir. Kristindómurinn kom blátt áfram međ fagnađarerindiđ og nýja, áđur ókunna ţjónustu gagnvart bágstöddum, fátćkum og sjúkum. Hann stofnar nýtt samfélag, hina kristnu kirkju, brćđrasamfélag manna, sem tóku kristna trú, en ţetta samfélag var ólíkt öllu öđru, sem veröldin hafđi áđur séđ. Ţađ var ekki grundvallađ á mćtti né valdi né vizku manna, heldur á Guđi, Guđs syni, sem kominn var til ađ frelsa mennina, og Heilögum Anda, sem úthellt var til ţess, ađ Guđ vćri alltaf nálćgur og starfandi mitt á međal ţeirra. 

    „Hvort sem vér erum Gyđingar eđa Grikkir, hvort sem vér erum ţrćlar eđa frjálsir — allir vorum vér skírđir einum anda" (I. Kor. 12). Hinn rómverski borgari og frjálsi mađur, Páll postuli, skrifar Filemoni bréf (sem er í Riblíunni) eingöngu til ţess ađ ganga í ábyrgđ fyrir strokuţrćl — til ţess ađ eigandinn skuli taka á móti honum sem bróđur. Annars var sú rómverska refsing gagnvart strokuţrćlum sú, ađ ţeir voru krossfestir. 

    Vér getum međal annars af ţessu séđ, hvernig kristindómurinn myndar menningu og breytir menningu, sem fyrir er. Hann hellir anda sínum í kýli „villimennskunnar" og leysir ţau upp smátt og smátt. Oft og einatt ţolir hin heiđna menning ekki ţessa lćkningu, heldur leysist upp. Vesturrómverska ríkiđ gat ekki í senn ţolađ lćkningu kristindómsins inn á viđ og hinn ytri ţrýsting, sem kom frá „villimennskunni" í kring um ţađ. Hin kristna menning tekur ađ myndast og festast smátt og smátt á Vesturlöndum eftir hrun ţess og var ógnađ af Húnum ađ austan um skeiđ, síđar af Múhameđstrú ađ sunnan, en víkingum ađ norđan, sem ţöndu sig alla leiđ frá nýlendum sínum í Rússlandi til Norđur-Ameríku, međan ţeir stóđu á hátindi sínum. Ţá segir, ađ á Írlandi, sem hafđi meiri ţýđingu til grundvöllunar vestrćnni, kristinni menningu en flesta grunar, hafi víkingarnir ekki skiliđ eftir eitt einasta klaustur án ţess ađ rćna ţađ a.m.k. einu sinni, en sum allt ađ 10—16 sinnum. — Allan fyrri hluta miđalda glímir kristnin viđ villimennsku Miđ- og Norđur-Evrópuţjóđanna, en henni tekst ađ kristna ţćr og siđmennta smátt og smátt og skila ţeim menningararfi frá fornöld Rómverja og Grikkja. 

 

 

Ţetta var kafli úr grein sr. Jóhanns, sem hér var byrjađ ađ endurbirta: Myndar kristindómurinn menningu? Lokakaflinn nefnist svo KRISTIN MENNING SÍĐARI ALDA (birtur hér síđar, en međ ţví ađ smella fyrst á vefslóđina hér á undan og rekja sig svo áfram verđur unnt ađ lesa alla ţessa grein hans, sem jafnmikill fengur er ađ á ţessu Herrans ári 2014 eins og viđ upphaflega birtingu hennar i Kristilegu stúdentablađi 19653 –– svo klassískur er Jóhann í skrifum sínum. 

 

Međ greininni í Kristilegu stúdentablađi birtist ţetta ćviágrip höfundarins: 

"Séra Jóhann Hannesson er fćddur 17. nóvember 1910. Nám í kristnibođsskólanum í Stavanger 1930—1934. Cand. theol. H. Ísl. 1936. Framhaldsnám í Sviss, Englandi og víđar. Vígđur kristnibođsprestur 27. júní 1937. Fór til Kína 1939. Prófessor viđ Lutheran Theological Seminary í Chungking 1944—1946. Kom heim 1946 og starfađi á vegum Kristnibođssambands Ísl. Fór til Kína aftur 1948. Kom heim 1953. Var veitt stađa ţjóđgarđsvarđar á Ţingvöllum á s.l. sumri."

En međ ţessu lauk ekki ferli Jóhanns. Hann var ráđinn sóknarprestur á Ţingvöllum, en síđan prófessor viđ Háskóla Íslands 1959 og kenndi ţar fram undir andlát sitt 1976. Sjá nánar Guđfrćđingatal um ýmis önnur störf hans, m.a. viđ spítala í Kína. Í ritinu Kristur og menningin – minningarriti um sr. Jóhann Hannesson prófessor, fjalla samtíđar- og samstarfsmenn hans um manninn, trúbođann, prestinn, rithöfundinn og háskólakennarann, frá ýmsum sjónarhólum, m.a. eiga Arnór Hannibalsson prófessor, sr. Heimi Steinsson, Sigurbjörn Einarsson biskup og dr. Ţórir Kr. Ţórđarson ţar greinar um Jóhann, en ţar ađ auki eru í bókinni sjö greinar hans, á sjöunda tug blađsíđna, og í lokin er ţar ritskrá J.H., bls. 161–169, en hann skrifađi m.a. mikiđ af frćđandi, ađgengilegum greinum í dagblöđ og tímarit.

JVJ. 


"Swinging" er siđleysi

Ljótur er sá leikur ríkisfjölmiđils ađ gćla viđ fjöllyndi og "makaskipti", fyrir utan ađ reyna ađ útbreiđa sjálfsfróun sem eitthvađ sjálfsagt. Útvarpsstjórinn nýi ćtti ađ taka pokann sinn, svo illa hefur tekizt til um dagskrá Sjónvarpsins á árinu.

Hér er ţađ komiđ fram í ágćtu viđtali, ađ "swinging" eđa makaskipti eru fjarri ţví ađ vera heilbrigt líferni og uppbyggjandi -- jafnvel ađeins eitt tilfelli nćgir til ađ eitra hjónalífiđ međ skömm og afbrýđisemi, jafnvel hjá ţeim ađilanum sem var mest áfram um ađ fara út í ţetta vitlausa bríarí. 

Og ţađ ţarf naumast ađ taka ţađ fram, ađ "makaskipti" eru ókristilegt athćfi, en hér er ţađ sem oftar, ađ kristnar siđferđisreglur sýna sig ađ vera réttar, ţegar reynsla er komin á málin, og ţađ á líka viđ um fleiri mál tengd kynlífi. 

JVJ. 


mbl.is „Swingiđ“ eyđilagđi hjónabandiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhann Hannesson: NOKKUR SÉRKENNI MENNINGAR (úr frćđandi grein hans, Myndar kristindómurinn menningu?)

Jafnvel fróđustu menn eiga erfitt međ ađ draga upp glögg takmörk milli frumstćđrar menningar og hámenningar. Vér byrjum oftast menningarsöguna međ Egyptalandi og ţar finnum vér, ađ ţađ, sem gerđi Forn-Egypta ađ menningarţjóđ á undan öđrum, var 1) rćktun jarđarinnar, fastir bústađir og borgir, 2) notkun málma og steinsmíđi, siglingar og framleiđsla svo mikil, ađ hćgt var ađ verzla, 3) leturgerđ og lestrarkunnátta, sem svo varđ undirstađa hinna fyrstu vísindagreina, međ ţví ađ ţá var hćgt ađ byggja á samansafnađri reynslu margra kynslóđa. Í fjórđa lagi finnum vér, ađ um framfarir var ađ rćđa, en vöxtur a. m. k. um allangt skeiđ er eitt ađal-sérkenni ćđri menningar, sömuleiđis ţađ, ađ hún breiđist út til fleiri en einnar ţjóđar. Ţó getur slík hámenning, sem hefur öll ţessi sérkenni og enn fleiri, veriđ nćsta blóđug, tíđkađ mannablót (eins og t. d. má finna í Miđ-Ameríku-menningunni, sýrlenzku, kínversku, indversku og skandínavisku menningunni, áđur en kristindómurinn kom til sögunnar). 

    Ţó ađ ţađ sé venjulega talin menning, ađ mađurinn hafi vald yfir moldinni, málmunum, steinunum, dýrunum, fljótum og höfum o. s. frv., ţá er ţar međ ekki náđ ţví marki, sem raunveruleg menning verđur ađ setja sér. Eftir er ađ rćkta manninn sjálfan, bćđi einstakling og ţjóđfélag. Hvernig tekst manninum ađ gera sjálfan sig ađ sönnum manni og ţjóđfélag sitt réttlátt, heilbrigt og öruggt? 

    Ţetta skildu sumir menn ţegar í fornöld. Ţeir reyndu ađ leysa vandamálin međ heimspeki, en hún byrjađi snemma hjá Indverjum, Forn-Grikkjum og Kínverjum. Ţó höfđu venjur og trúarbrögđ oftast meiri áhrif en heimspekingarnir. Lausnin varđ hjá flestum fornmenningarţjóđum sú, ađ mönnum var skipt í frjálsa menn og ţrćla. Sumir hinna frjálsu lögđu rćkt viđ sjálfa sig međ ţví ađ leggja stund á bókmenntir, heimspeki, listir, íţróttir, verzlun, hernađ o.fl. Ekki einu sinni Forn-Grikkir, sem mynduđu hiđ fyrsta lýđrćđi, lögđu út á ţá braut ađ afnema ţrćlahaldiđ. Í Aţenu munu ţrír fjórđu hlutar íbúanna hafa veriđ ţrćlar, međan „lýđrćđiđ" stóđ sem hćst. — í Róm voru enn fleiri „villimennskumerki" í menningunni. Ţrćlar og fangar voru hafđir ađ leikföngum. Höfđingjarnir og hinn frjálsi skríll skemmti sér viđ ađ horfa á, ađ mönnum var varpađ varnarlausum fyrir óarga dýr og ţeir tćttir í sundur. Enn fleiri „villimennskumerki" hinnar fornu menningar má finna međ ţví ađ lesa 1. kapítula Rómverjabréfsins. 

 

Já, af ţessum skrifum Jóhanns má margt lćra. Sjá hér fyrr á vefsetrinu fyrri tvo kafla ţessarar merku greinar séra Jóhanns, 'Myndar kristindómurinn menningu?' í Kristilegu stúdentablađi 1. des. 1953. Nćsti kafli í grein hans nefnist svo HLUTVERK KRISTINDÓMSINS TIL FORNA og mun ekki valda jafnvel vel upplýstum lesanda vonbrigđum.


Jóhann Hannesson: VANDAMÁL "VILLIMENNSKUNNAR"

Hér höldum viđ áfram ađ lesa grein sr. Jóhanns, Myndar kristindómurinn menningu? Yfirskrift kaflans er hér fyrir ofan.

 

Sjálft orđiđ „villimennska" — barbarismi, barbarí — er ef til vill ekki gott frćđilegt hugtak, en ţađ er ţó nauđsynlegt af ýmsum ástćđum, og fornar menningarţjóđir, eins og Grikkir, Rómverjar og Kínverjar, gátu ekki án ţess veriđ. Hve nauđsynlegt orđiđ er, má međal annars sjá af eftirfarandi dćmi: Lin Yutang, sem sjálfur er lćrđur Kinverji á austrćna og vestrćna vísu, segir, ađ í kínversku menningunni séu leifar af villimennsku og nefnir sem dćmi fótareyringu kvenna. Kínverjar, sem ég hefi talađ viđ, heiđnir sem kristnir, hika ekki viđ ađ ţakka kristindóminum ţađ, ađ ţessi ţjóđarsiđur var afnuminn. 

    Hins vegar tölum vér ekki um villimennsku á sama hátt og áđur var gert. Ţegar hausaveiđimađur á Borneó, Filippseyjum, Nýju Guineu eđa annars stađar reynir ađ tryggja sér sem flesta mannshausa til ađ hengja upp í bústađ sínum, ţá hefur hann sínar frumstćđu „menningarlegu" ástćđur fyrir ţessu atferli, ţví ađ međ ţessu móti er álitiđ, ađ hann tryggi sér og ćttbálki sínum verđmćtan forđa af öflugu magni, en ţetta er taliđ jafn nauđsynlegt á ţví menningarstigi og erlendur gjaldeyrir er hjá oss. Duglegur hausaveiđmađur er ţar í álíka áliti og duglegur togaraskipstjóri hér á landi. Vér getum kallađ ţetta villimennsku, og ţađ er ţađ frá kristnu menningar sjónarmiđi. Hitt er hrun niđur í villimennsku, ţegar gömul kristin ţjóđ tortímir međbrćđrum sínum í gasklefum til ţess eins ađ útrýma ţeim. Ţannig er vandamál villimennskunnar bćđi gamalt og nýtt. Oss yrđi illa viđ, ef vér fyndum börn út borin í vetrarkuldann til ađ deyja fyrir utan húsin, ţegar vér förum í skólann á morgnana. Ţannig var ţó eitt „villimennskumerkiđ" í menningu forfeđra vorra. Ţetta vandamál gekk aftur. Á stúdentsárum mínum var stundum á Norđurlöndum talađ um „bíl eđa baby". Hvađ ţýddi ţađ? Ţađ ţýddi ţetta: Eigum viđ, ung og nýgift hjónin, ađ eignast bíl, ţá megum viđ ekki eignast barn. Vitađ var, ađ út frá ţessum hugsunarhćtti voru margar ónauđsynlegar og glćpsamlegar fóstureyđingar framkvćmdar. Meira ađ segja veraldlegir sérfrćđingar settust á rökstóla, ţegar ţeir sáu fram á, ađ međ ţessu móti yrđu flestir ţegnanna öldungar eftir nokkra áratugi, og lítill hópur vinnandi manna yrđi ađ sjá fyrir ţeim. Kristindómurinn mćtir ávallt villimennskunni međ vandamálum hennar. Hún getur klifrađ hátt upp í greinar menningarinnar, étiđ ţćr sundur eins og ormur, svo ađ ţćr detta af .... 

 

Í nćsta kafla ţessarar afar góđu greinar í Kristilegu stúdentablađi 1953 fjallar séra Jóhann um NOKKUR SÉRKENNI MENNINGAR


Séra Jóhann Hannesson: Myndar kristindómurinn menningu?

"Sérhver sá, sem hefur kynnt sér siđmenningarsögu mannkynsins, Austurlanda og Vesturlanda, veit vel, ađ búddhadómur, hindúadómur og múhameđstrú hafa myndađ menningu. Má auđveldlega sjá ţetta ţann dag í dag, ekki ađeins í trúarbrögđum, heldur einnig í listum, bókmenntum, hugsun, hegđun, siđferđi, ţjóđskipulagi og framkvćmdum heilla ţjóđa. Horfi mađur svo austan úr heiminum til Vesturlanda, ţá er augljóst, ađ kristindómurinn hefur líka myndađ menningu, sem í mörgu er frábrugđin hinum ofangreindu menningarheildum. Svo augljóst mál er ţetta, ađ ekki ţarf ađ rökrćđa ţađ nánar. Ef einhver skyldi nú efast um ţessa stađreynd, ţá ćtti hann ađ ráđa sig í sjómennsku og koma viđ í Arabíu, Indlandi og Kína, en halda svo aftur heim og skođa sig um."

 

  Svo hressilega hefst lćrdómsrík grein Jóhanns Hannessonar, kristnibođa, prests og síđar prófessors, í Kristilegu stúdentablađi, 1. desember 1953. Greinin er endurbirt í ritinu Kristur og menningin. Minningarrit um sr. Jóhann Hannesson prófessor (Studia theologica islandica, 5), bls. 111–116, Rvík: Háskóli Íslands, Guđfrćđistofnun. Ritstjóri Gunnlaugur A. Jónsson, og mun ritiđ fást í Bóksölu stúdenta og sennilega Kirkjuhúsinu á Laugavegi. –– En hér er framhald fyrsta hluta greinarinnar:

 

HVAĐ ER MENNING? 

    Hugtökin, sem notuđ eru, ţegar rćtt er um menningu og siđmenningu, eru oft lođin og óskýr í vitund manna. Ţau eru notuđ án ţess, ađ menn hafi krufiđ ţau til mergjar. Steinaldarmenning, eiraldarmenning, hámenning, ţjóđmenning, austrćn, vestrćn, rómversk, kínversk menning, búddhadómsmenning o. s. frv. -— hvađ felst í ţessu öllu saman? Ţá er talađ um villimennsku — barbarisma eđa barbari á erlendum málum, en hvađ er ţađ? — Sögufrćđingurinn Toynbee telur, ađ í heiminum hafi veriđ 21 menningargerđ, en af ţeim hafi sumar stađnćmst, ađrar bćđi stađnćmst og liđiđ undir lok, en minni hlutinn hafi lifađ. Ţá menningu, sem vér tilheyrum, hina vestrćnu, telur hann upp runna um og fyrir 700 e. Kr. og ađ hún taki viđ af hinni hellenistisku menningu grísk-rómverska heimsveldisins, eftir ađ Vesturrómverska ríkiđ hrundi. Telur hann kristindóminn hafa myndađ og mótađ hana ađ miklu leyti, enda sjaldgćft ađ sjá menningarsögufrćđing nota Biblíuna jafn mikiđ og Toynbee. Auk ţess telur hann, ađ kristindómurinn hafi meira og minna mótađ tvćr ađrar menningarheildir, hina orţódoxu í ţeim Austurlöndum, sem nćst oss eru, ásamt Suđaustur-Evrópu og hina rússnesku, sem hann telur afkvćmi hennar. 

    Vér tölum ekki ávallt um menningu á ţennan hátt. Oft er talađ um fornaldarmenningu, miđaldamenningu og nútímamenningu. Menn finna óbragđ ađ orđinu miđaldamenning, en ţađ er ţó sú menning, sem vér búum ađ enn í dag, ţótt hún hafi tekiđ miklum stakkaskiptum. Hiđ mikla menningarmyndandi afrek kristindómsins var, í stuttu máli sagt, ađ bjarga sérkennum sínum og hinu sígilda í fornaldarmenningu Grikkja og Rómverja frá tortímingu villimennskunnar á ţjóđflutningatímunum, frá undirokun múhameđsdóms og eyđileggingum víkinganna. Saga miđaldanna er hér í vesturhluta heimsins ađ miklu leyti kirkju- og kristnibođssaga, ţar sem kristnin hittir fyrir sér hverja heiđnu ţjóđina á fćtur annarri, kristnar ţćr og siđmenntar í senn, hćgt og hćgt, allt ţar til hin vestrćna útţensla hefst — og menn leggja leiđ sína til Ameríku, Indlands, Afríku og Kína, fyrst og fremst ţó til ađ verzla og grćđa fé, en síđar einnig til ađ bođa kristni og „vestrćna" menningu. 

 

 

Nćsti kafli í ţessari upplýsandi, líflega skrifuđu grein Jóhanns heitins nefnist VANDAMÁL "VILLIMENNSKUNNAR" og er áhugaverđur! (smelliđ á slóđina til ađ lesa áfram).---jvj.


Afleit nýbreytni í stefnu Amnesty

269 af hverjum 100.000 ţunguđum konum í S-Afríku láta lífiđ, einkum vegna ţess ađ "fáar ţeirra hafa ađgang ađ reglu­legri mćđravernd.

 • Ţjón­ust­an er kon­un­um ađ kostnađarlausu en marg­ar ţeirra ţurfa ađ ferđast um lang­an veg og skila sér ţví illa. Ţá eru kon­urn­ar og stúlk­urn­ar einnig hrćdd­ar um ađ upp kom­ist um HIV-smit ţeirra.
 • Um sex millj­ón­ir íbúa Suđur-Afr­íku eru smitađar af HIV." (Mbl.is)

Sannarlega er rétt ađ gera kröfur um góđa mćđravernd, en ugglaust erfiđara í sveitahéruđum en borgum ţessa stóra lands.

Hitt er aftur á móti álösunarvert, ađ Amnesty International hefur bćtt viđ sín góđu baráttumál ţví afleita efni ađ berjast fyrir nánast "frjálsum" fósturdeyđingum og kenna ţađ viđ kvenfrelsi. Yfir 20 milljónir meyfóstra og meybarna láta lífiđ í fósturdeyđingum á ári hverju á heimsvísu og lítiđ "kvenfrelsi" fyrir ţau ađ tortímast í fósturvígsađgerđ.

Ađgerđahópur femínískra ofurlíberalista virđist hafa náđ tökum á stefnu Amnesty og fengiđ samtökin til ađ berjast fyrir afnámi takmarkana viđ fósturdeyđingum, ţćr séu bara "mannréttindi", en á sama tíma vanrćktu samtökin brýna málsvörn fyrir lífsrétti kristinna, jasída og Kúrda sem liđsmenn Ríkis Islams níđast nú á međ nauđgunum, nauđungargiftingum og fjöldamorđum. Undirritađur er gamall AI-félagi, en jafnframt lífsverndarsinni og fellir sig alls ekki viđ ţetta.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Of margar láta lífiđ á međgöngu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Móđir Teresa talar um fósturdeyđingu sem höfnun á Jesú og bendir á lausn ćttleiđingar

"Ef einhver vill ekki [hiđ ófćdda] barn, ţá eru systur mínar hér, geriđ ţađ fyrir okkur ađ gefa okkur ţađ." - Hlustiđ á Nóbelsverlaunahafann, mannvininn mikla en veikburđa, Móđur Teresu, tala hér á vekjandi hátt um hina ófćddu í rćđu á myndbandi.
Endurbirt hér af vef Lífsréttar, lifsrettur.blog.is 

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband