Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014

Börn Guđs

Í Ritskýringu á Sálinni (The Exegesis on the Soul, 136), riti sem tilheyrir hinum svokölluđu Nag Hammadi ritsafni frá fjórđu öld, sem fannst í Egyptalandi áriđ 1945, er haft eftir Guđi: "...ef ţér snúiđ yđur til mín af öllu hjarta og segiđ viđ mig: "Fađir minn," mun ég gefa gćtur ađ ykkur, sem vćruđ ţér heilagt fólk."
 
Guđi ţykir vćnt um ţađ ađ vera kallađur fađir, enda hafa kristnir menn beđiđ í aldir bćnina: Fađir vor. (Matteus 6:9)
 
Í spádómsbók Jesaja segir: "Drottinn, ţú ert fađir vor,... vér erum allir ţitt fólk." (Jesaja 64:7-8) Í hverju felst ţađ, ađ kalla Guđ föđur? Ţađ felst í ţví, ađ vera barn eđa börn hans. Ţađ er einnig mikil huggun og styrkur í ţví fyrir menn ađ mega, biđja svo. Menn sem kalla Guđ föđur eru börn Guđs. Í Jóhannesarguđspjalli segir um Jesú Krist: "Öllum ţeim sem tóku viđ honum, gaf hann rétt til ađ vera Guđs börn." (Jóhannes 1:12) 
 
Ţađ eru mikil forréttindi ađ vera börn Guđs og honum ţykir vćnt um ţađ ađ vera kallađur fađir af börnum sínum, sem á jörđu búa. Ţađ má glöggt sjá í heilögum ritningum. Hve vel ég skil Guđ. Ég er sjálfur fađir og ţykir vćnt um ađ vera kallađur pabbi.
 
Eitt sinn á jólum fékk ég litla gjöf frá yngsta syni mínum. Á merkimiđanum á litlu gjöfinni hans til mín, sem mér fannst samt risastór og gefin af einlćgni og elsku hjartans, stóđ ađeins eitt orđ ritađ međ stórum stöfum: PABBI. Ég geymi hann, ţar sem ég sé hann á međal persónuskilríkja minna í veskinu mínu, ţví hann minnir mig á hver ég er: Fađir barnanna minna. Ţá verđur mér hugsađ til Guđs og hve hann hlýtur ađ vera stoltur fađir međ allan barnafjöldann sinn á jörđu sem á himni!

Einar Ingvi Magnússon.

Krossmark

Ég lćrđi ungur ađ signa mig. Ég merkti mig Jesú Kristi á hverjum morgni og ţegar ég lagđist til hvílu ađ kvöldi. Ég var markađur Kristi og tilheyrđi Guđi. 
 
Hin frćgu orđ, sem bárust Konstantín keisara, sem uppi var á fjórđu öld eftir Krist, og hann sá í sýn međ merki krossins, snertu mig djúpt og urđu mér ógleymanleg: Undir ţessu merki muntu sigra. (á latnesku: In hoc signo vinces).
 
Krossinn er einnig mikilvćgt tákn í mínu lífi. Kannski ţađ mikilvćgasta, ţví hann minnir mig á frelsara minn og son Guđs. Hann minnir mig á fórnarlund hans, sem hins fullkomna manns og guđs sonar, sem fór sjálfviljugur veg krossins, sem lamb Guđs, sem bar burt syndir heimsins. En hann dó á krossi vegna vorra synda samkvćmt ritningunum (Jóhannes 1:29 og 1. Korintubréf 15:3). Hann var til áđur en veröldin var sköpuđ (Jóhannes 17:5 og 24) og allt var skapađ fyrir hann (Kólossubréfiđ 1:16-17). Allt. Einnig ég var skapađur fyrir Jesú Krist og ţađ ţótti mér undursamlegt ađ leiđa hugann ađ. Hann á mig, ég er hans. Í honum býr öll fylling guđdómsins (Kólossubréfiđ 2:9) Ţađ er ekki lítiđ ađ eiga hann, sem frelsara og sálusorgara.
 
Ţegar ég sé krossmerki Krists bera viđ himin á ferđum mínum um heiminn, hátt uppi á tignarlegum kirkjuturnum hinna glćsilegustu kirkna Guđi til dýrđar, fer alltaf um mig viss kćrkomin tilfinning og fullvissa um ţađ hverjum ég tilheyri. Ekki anda heimsins, heldur Kristi, syni Guđs.
 
Ég var blessađur reglulega frá fćđingu međ merki krossins, segir Ágústínus kirkjufađir í játningum sínum, sem hann skrifađi fyrir mörgum öldum og undir ţau orđ hans tek ég fullkomlega, ţví ég veit af eigin raun ađ ţau eru sönn og full af krafti, sem er ofar mannlegum skilningi.
 
Undir merki krossins fćddist ég og ólst upp og lifđi og undir merki krossins mun ég ađ lokum hvíla sćll í trú minni á upprisu, vegna ţess verks, sem Kristur minn Jesús fullkomnađi á krossinum. Ţá mun ég á ný upp rísa og signa mig til dýrđar Drottni mínum og til merkis um ţađ hverjum ég tilheyri. Í nafni guđs föđur, sonar og heilags anda (á latnesku: In nómine Patris, et Fílii, et Spíritus Sancti). 

Einar Ingvi Magnússon.

Meiri hlutinn ánćgđur

  

Allnokkur meirihluti var sammála för forseta Íslands og menntamálaráđherra á hina glćsilegu Vetrarólympíuleika i Sotsí, skv. könnun MMR. Ţetta sýnir, ađ menn láta ekki almennt eitt smámál blekkja sig til andstöđu viđ heimsóknir ráđamanna til annarra landa.

Ţrátt fyrir ađ vestrćn ríki hafi selt og gefiđ hergögn til uppreisnarmanna í Sýrlandi, fóđrađ međ ţvi borgarastríđ og framlengt ţađ upp í tvö ár, međ 135.000 mannslífa blóđfórnum, ţá gera hátthrópandi menn um ranglćti í Rússlandi gagnvart samkynhneigđum (án ţess ađ stjórnvöld ógni lífsrétti ţeirra á nokkurn hátt) ekkert í ţví Sýrlandsmáli – hreyfa ekki litla fingur né krefjast ţess, ađ íslenzkir stjórnmálamenn ferđist ekki til Washington, Lundúna, Berlínar og Parísar, a.m.k. ekki án ţess ađ flagga sýrlenzka fánanum framan í ţá ráđamenn ţeirra landa sem ábyrgir eru fyrir vopnasendingunum sem enn saxa niđur líf Sýrlendinga. 

 • Meirihluti ţeirra sem studdu Framsóknar- og Sjálfsstćđiflokkinn töldu ađ bćđi Ólafur Ragnar Grímsson og Illugi Gunnarsson hafi gert rétt međ ţví ađ vera viđstaddir opnunarhátíđ ólympíuleikana í Sotjsí í Rússlandi en meirihluti ţeirra sem studdu Samfylkinguna, Vinstri-grćn, Bjarta framtíđ og Pírata töldu ađ báđir hefđu gert rangt. (Mbl.is)

Ţessi hlutföll koma ekki á óvart. Ţó hafa ţessir vinstri flokkar ekki sýnt neinn hetjuskap í varđstöđu um virđingu fyrir mannréttindum í öđrum löndum. Sósíalistar almennt hafa ţagađ ţunnu hljóđi um mannréttindabrot Kínverja á Tíbetum, Falun Gong og öđrum minnihlutahópum undir ţeirra stjórn, rétt eins og ţeir ţögđu margir hverjir um ţjóđarmorđiđ í Kambódíu og innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979–89, sem tók 1,5–1,6 milljónir mannslífa, ađ ógeymdu kommúnistaríkinu Norđur-Kóreu, mesta harđstjórnarveldi heimsins í dag (sjá HÉR!). 

Jón Valur Jensson.


mbl.is 55% hlynnt veru Ólafs Ragnars í Sotsjí
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Málefnablankur flokkur nćstur Sjálfstćđisflokki í Reykjavík

Sjálfstćđisflokkurinn er međ mest fylgi, 28,5%, til borgarstjórnar í nýrri Gallup-könnun, en málefnafátćki flokkurinn "Björt framtíđ" međ 28,1, Samfylking lćkkar um 2%, í 18,2% og Píratar missa 2% allra kjósenda, komnir niđur í 10,9% og verđskulda enn minna. Vinstri grćn fá 9,7%, en Framsóknarflokkur sígur aftur niđur í 3,3%, en Óskar Bergsson er rétt ađ byrja kosningabaráttuna.

Međ ţessu móti fá "Björt framtíđ" og Sjálfstćđisflokkur fimm menn hvor flokkur í borgarstjórn, Samfylking ađeins ţrjá, VG einn og Píratar einn.

Hér var talađ um "málefnafátćka flokkinn" Bjarta framtíđ. Sem sönnun ţeirra orđa geta menn litiđ á vefsíđu hans um svokallađ "málefnastarf". Ţar er talađ digurbarkalega: "Hér fer fram málefnastarf allan sólarhringinn, allan ársins hring" (!), en ţegar nánar er ađ gáđ, kemur í ljós, ađ allt, sem ţarna er undir fyrirsögninni "Nýjustu tillögurnar", er skráđ ţar fyrir 10 til 12 mánuđum og ENGA vinnu ađ sjá ţar síđan í textunum, t.d. í ţví nýjasta, "Efla sáttamiđlun í samfélaginu" (10 mánađa gamalt) – textinn ţar er rúmar 4 línur og fćr bara 4 atkvćđi í međaleinkunn (sem ekki er birt!) og ekkert "like"!

En aftur ađ Ţjóđarpúlsi Gallup (leturbr. hér):

 • Rúmlega tíu prósent svarenda tók ekki afstöđu og tćp sjö prósent segjast myndu skila auđu.
 • Capacent Gallup gerđi netkönnun dagana 16. janúar til 16. febrúar 2014. Heildarúrtaksstćrđ var 1.730 Reykvíkingar 18 ára eđa eldri valdir af handahófi úr Viđhorfahópi Capacent Gallup og ţátttökuhlutfall var 60,2%. (Ruv.is, en hér er könnunin öll: http://www.ruv.is/files/skjol/gallup23022014.pdf)

Athyglisvert er, hvernig spurt var: "Ef kosiđ yrđi til borgarstjórnar í dag hvađa flokk eđa lista myndir ţú kjósa? En hvađa flokk eđa lista er líklegast ađ ţú myndir kjósa? Hvort er líklegra ađ ţú kysir Sjálfstćđisflokkinn eđa einhvern hinna flokkanna?" Flokkur Halldórs fćr ţví talsvert forskot ţarna umfram ađra.

En margt getur breytzt til kosninga ...

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Björt framtíđ og Sjálfstćđisflokkur međ 28% fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Harđstjórnin í Norđur-Kóreu er heiminum til háborinnar blygđunar

Kim-stjórnin í Pjongjang neitar ađ taka mark á afar afhjúpandi, raunar hryllilegri 374 bls. skýrslu Sameinuđu ţjóđanna um ástand mannréttindamála í N-Kóreu og skellir skuldinni á Bandaríkjamenn! Hér er grein um ţessi mál: 

Lýst sem helvíti á jörđu

Lesiđ ţetta og sannfćrizt! Ţar segir m.a.: 

 • Ţriggja manna rannsóknarnefnd á vegum mannréttindaráđs Sameinuđu ţjóđanna birti í fyrradag 374 síđna skýrslu ţar sem fjallađ er um alvarleg mannréttindabrot í Norđur-Kóreu, m.a. aftökur og morđ á meintum andófsmönnum, ţrćlkun pólitískra fanga og ofbeldi gegn föngum, m.a. pyntingar og nauđganir.
 • Nefndin hlýddi á vitnisburđi 320 norđurkóreskra flóttamanna í Bretlandi, Japan, Suđur-Kóreu og Bandaríkjunum.
 • Nefndin yfirheyrđi einnig sérfrćđinga í málefnum Norđur-Kóreu, m.a. sérfrćđinga sem nota gervihnattamyndir til ađ rannsaka fanga- og ţrćlkunarbúđir í landinu.
 • Minnir á glćpi nasista
 • Í skýrslunni kemur fram ađ taliđ er ađ um 80.000 til 120.000 manns séu núna í fangabúđum sem er lýst sem helvíti á jörđu. Taliđ er ađ hundruđ ţúsunda manna hafi dáiđ fyrir aldur fram í búđunum síđustu fimm áratugi, annađhvort veriđ teknir af lífi eđa dáiđ af völdum hungurs, ţrćlkunar og pyntinga.
 • Formađur rannsóknarnefndarinnar, Michael Kirby, sem var dómari í Ástralíu í 35 ár, sagđi ađ mannréttindabrotin í Norđur-Kóreu minntu hann á grimmdarverk ţýskra nasista í síđari heimsstyrjöldinni og Rauđu kmeranna undir forystu Pol Pot í Kambódíu. Harđstjórnin í Norđur-Kóreu ćtti sér enga hliđstćđu í heiminum nú á dögum. (Mbl.is. Skáletur frá JVJ.)
Fleira úr greininni:

 • Neydd til ađ drekkja barni sínu
 • Einn af fyrrverandi föngum, sem lýstu hryllingnum í fangabúđunum, sagđi ađ eitt af verkefnum sínum hefđi veriđ ađ „safna líkum ţeirra sem dóu úr hungri, setja ţau í stóran pott og brenna ţau“, sagđi Kirby. Fanginn var síđan látinn setja öskuna í poka til ađ hćgt yrđi ađ nota hana sem áburđ á nálćgum ökrum.
 • Í skýrslunni kemur m.a. fram ađ vörđur gekk í skrokk á konu ţegar hún ól barn í einum fangabúđanna. Hún grátbađ vörđinn um ađ fá ađ halda barninu en hann hélt áfram ađ berja hana. Hún var síđan neydd til ađ taka nýfćtt barniđ og halda höfđi ţess í vatnsfötu ţar til ţađ drukknađi.
 • Harđstjórarnir fangelsa ekki ađeins ţá sem grunađir eru um andóf, heldur einnig skyldmenni ţeirra. Margir fanganna voru hnepptir í fangelsi fyrir ađ reyna ađ flýja til Kína, ađrir fyrir ţađ eitt ađ horfa á sápuóperu í sjónvarpi eđa fyrir ađ leita ađ mat til ađ seđja hungriđ.
 • Eitt vitnanna sagđi ađ matarskammtarnir hefđu veriđ svo litlir ađ fangar hefđu ţurft ađ borđa orma eđa gras og veiđa snáka eđa rottur sér til matar. ...

Já, bćđi ţetta og hryllingsstjórn Rauđu khmeranna í Kambódíu kom til af alrćđi kommúnista – mannanna sem buđu fólki útópíu á jörđu!

 

Útópískar hugmyndir af ţessu tagi (nazisminn međtalinn) eru ţađ hćttulegasta sem komiđ hefur yfir mannkyniđ frá 20. öld. Vonandi tekst ađ fá stjórnvöld í N-Kóreu ofan af vitleysunni. Ţótt ástandiđ sé fjarri ţví ađ vera gott í mannréttindamálum í Kína, er ţađ ţó mun betra en ţetta! 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Segja skýrsluna „hreinan uppspuna“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tilnefning 19 kardínála sýnir réttar áherzlur hins nýja páfa

Val fyrstu kardínálanna sem Franz páfi hefur nú skipađ endurspeglar vilja hans til ađ vinna fyrir fátćka í heiminum.
 • Í frétt AFP kemur fram ađ páfinn hafi tilnefnt klerka frá Haítí, Fílabeinsströndinni og Búrkína Fasó. Talsmađur Vatíkansins segir ađ ţetta sé í samrćmi viđ ţá stefnu páfans ađ auka veg fátćkra innan kaţólsku kirkjunnar. (Mbl.is)

Ţessu er hér og nú fagnađ. –JVJ. 


mbl.is Nítján kardínálar settir í embćtti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver trú okkar er, hefur áhrif

Kristin trú virkar bćđi letjandi til illra verka og hvetjandi og gefandi til góđra verka. Hér er aftur á móti frétt af bandarískri konu, ađeins 19 ára, sem átti ekki ađeins hrćđilega bernsku, heldur fann hvöt í djöflatrú til ađ fremja meira en 22 morđ ađ eigin sögn, flest í Alaska (sjá Mbl.is-tengil neđar).

Sýn mér trú ţína af verkunum, sagđi Jakob í Jakokobsbréfi, ekki ađ tilefnislausu. Um gildi góđrar trúar, sem inniheldur góđ siđabođ, verđur ekki efazt, sé eftir henni fariđ. Hinir, sem sleppa ţví ađ fara eftir leiđsögn hennar, verđa ekki taldir afsanna ţetta. Ţađ afsannar ekki gildi međalsins, ef menn sleppa ţví ađ taka ţađ inn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hćtti ađ telja eftir 22 morđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjónabandi samkynhneigđra hafnađ í Church of England

Enska biskuparráđiđ tekur ţá afstöđu til spurningarinnar um hjónavígslu samkynhneigđra, sem kristnar kirkjur eiga almennt ađ gera, vilji ţćr vera trúar Jesú Kristi og Nýja testamentinu. Ţjóđkirkjan fór ţví miđur öndverđa leiđ í ţssu máli, í ţjónkun viđ hugmyndafrćđi sem samrýmist ekki Heilagri Ritningu né kristnum siđ frá upphafi vega.

Ţetta er einörđ afstađa okkar í Kristnum stjórnmálasamtökum.  

Jón Valur Jensson. 

mbl.is Á móti hjónaböndum samkynhneigđra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Muniđ hverjir ćtluđu sér ađ tapa Icesave-málinu! En ţjóđin hafđi vit fyrir ţeim!

Ólíkt Samfylkingunni, Vinstri grćnum og Sjálfstćđisflokki tóku Kristin stjórnmálasamtök eindregna afstöđu gegn Icesave-samningunum, ţar sem ráđamenn spiluđu botninn úr buxunum. Afstađa okkar sést af tugum greina hér um máliđ.

Hefđu grasrótarhreyfingar almennings, barátta einstaklinga og samtaka og atfylgi forseta Íslands ekki komiđ til, vćrum viđ nú ţegar búin ađ tapa Icesave-málinu og farin ađ gjalda fyrir ţađ greypilega.

Er ţađ ekki undarlegt, ađ ţessir ţrír nefndu flokkar hafa ţó enn meirihluta á Alţingi? Voru ţeir svona óskeikulir og ţjóđhollir? Eđa er ţađ kannski eitt sér nóg til ađ brennimerkja og dćma flokk fyrir fram frá allri stjórnmálaţátttöku, ađ hann kalli sig kristinn? En svo virđast sumir halda!

Sem betur fer mun mál brezka tryggingasjóđsins og hollenzka seđlabankans tapast. Verst fyrir ţá ađ geta nú ekki treyst á ESB-stofnanir til ađ ţvinga Íslendinga til uppgjafar!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Krefjast 556 milljarđa vegna Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Virđing konunnar - úr Orđskviđum Salómós, 31

10Vćna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virđi en perlur.
11Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar ađ honum fénist.
12Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ćvidaga sína.
13Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega međ höndum sínum.
14Hún er eins og kaupförin, sćkir björgina langt ađ.
15Hún fer á fćtur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir ţernum sínum fyrir verkum.
16Hún hefir augastađ á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarđ.
17Hún gyrđir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum.
18Hún finnur, ađ atvinna hennar er arđsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nćtur.
19Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snćlduna.
20Hún breiđir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauđa.
21Hún er ekki hrćdd um heimilisfólk sitt, ţótt snjói, ţví ađ allt heimilisfólk hennar er klćtt skarlati.
22Hún býr sér til ábreiđur, klćđnađur hennar er úr bađmull og purpura.
23Mađur hennar er mikils metinn í borgarhliđunum, ţá er hann situr međ öldungum landsins.
24Hún býr til skyrtur og selur ţćr, og kaupmanninum fćr hún belti.
25Kraftur og tign er klćđnađur hennar, og hún hlćr viđ komandi degi.
26Hún opnar munninn međ speki, og ástúđleg frćđsla er á tungu hennar.
27Hún vakir yfir ţví, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauđ.
28Synir hennar ganga fram og segja hana sćla, mađur hennar gengur fram og hrósar henni:
29Margar konur hafa sýnt dugnađ, en ţú tekur ţeim öllum fram!
30Yndisţokkinn er svikull og fríđleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skiliđ.
31Gefiđ henni af ávexti handa hennar, og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliđunum.

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 117
 • Sl. sólarhring: 141
 • Sl. viku: 556
 • Frá upphafi: 460922

Annađ

 • Innlit í dag: 96
 • Innlit sl. viku: 470
 • Gestir í dag: 91
 • IP-tölur í dag: 90

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband