Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2015

Umbótamađur drepinn á grófan og ógnvekjandi hátt nálćgt Rauđa torginu í Moskvu

Ţetta er hrikalegt, ađ ţessi talsmađur lýđrćđis og frjálsrćđis í Rússlandi skuli hafa veriđ skotinn á almannafćri eins og hvert annađ veiđidýr eđa óđur hundur. Boris Nemtsov verđur píslarvottur síns málstađar og vonandi aflvaki ţess ađ Rússland megi ţróast á betri brautir en ţćr, ađ allir umbóta- og andófsmenn ţar séu beinlínis í lífshćttu vegna skođana sinna og framlags til stjórnmálabaráttunnar. Ţađ sorglega er, ađ ţetta á sér fleiri hliđstćđur, eins og alkunna er. 

Nemtsov var skotinn fjórum skotum; hann hefur greinilega ekki átt ađ lifa árásina af! Var ţetta af hatri einberu, af hálfu einhverra afturhaldsseggja, eđa hverra er ábyrgđin?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Boris Nemtsov skotinn til bana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn eitt hryllingsverk óđra islamista - og um hugsanlegt afnám guđlastslaga

Hún er ekki lítil harkan í öfgaislamistum heimsins, í mörgum löndum. Í höfuđborg Bangladesh var trúlaus, bandarískur bloggari brytjađur í spađ međ sveđjum í gćrkvöldi! Hundruđ manna tóku ţátt í samúđarmótmćlum í borginni í morgun. Hér má sannarlega einnig lýsa yfir hryggđ og hneykslun vegna ţessa blóđuga dráps og samúđ međ ađstandendum hins látna.

Ţessi mađur hafđi gefiđ út rit sem mćltu međ guđleysi, en hafđi fengiđ margar hótanir islamista og viđvaranir um ađ líf hans gćti veriđ í hćttu í landinu, sem hann hafđi ţó gert sér ferđ til í ţeim tilgangi ađ kynna nýja bók sína.

Ađ ţessu sögđu skal ţó tekiđ fram, ađ engin ástćđa er til ađ afnema hér lög gegn guđlasti. Ţađ er ekki til góđs ađ gefa andstćđingum trúarbragđa algerlega lausan tauminn til ađ ráđast á Guđdóminn og ţar međ á trúađa menn og helgustu hugsanir ţeirra međ hörđustu orđum og ljótum -- ţađ stuđlar engan veginn ađ friđi og sátt í brjóstum manna, heldur eykur á misklíđ og sárindi.

Í ţessu sambandi er rétt ađ vitna hér í tvö athyglisverđ álit, sem Alţingi hafa borizt vegna frum­varps Pírata um ađ afnema guđlastsákvćđi hegningarlaganna.

Í um­sögn Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar Fíla­delfíu segir svo: 

 • „Eru ţađ mann­rétt­indi ađ mega hćđast ađ átrúnađi annarra? Eru ţađ nauđsyn­leg rétt­indi ađ mega op­in­ber­lega kynda und­ir lít­ilsvirđingu á hópi fólks vegna trú­ar ţeirra? [...] Međ ţví ađ af­nema nú­gild­andi lög um guđlast er veriđ ađ lög­leiđa hat­ursorđrćđu. Lög­in banna ekki frjálsa tján­ingu skođana, ţau banna ekki gagn­rýni á trú­ar­brögđ, ţau banna skrum­skćl­ingu, háđ og for­dóma­hvetj­andi tján­ingu.“

Kaţólska kirkj­an á Íslandi sendi einnig álit sitt: 

 • „Í lífi trúađra manna er trú­in og guđsmynd hans veiga­mik­ill ţátt­ur af til­veru og sjálfs­mynd hans og ćru, sem lög­gjaf­an­um ber ađ vernda. Leiđi tján­ing­ar­frelsi til ţess ađ óheft megi smána sjálfs­mynd trúađs ein­stak­lings ţá er í raun á sama tíma veriđ ađ grafa und­an trúfrelsi manna sem ein­stak­linga og hóps. En ţađ leiđir aft­ur til ţess ađ ótak­markađ og óheft tján­ing­ar­frelsi án ábyrgđar og án eđli­legra sam­fé­lags­legra tak­mark­ana get­ur leitt til and­legs of­beld­is gagn­vart ein­stak­lingi og hópi manna.
 • Kaţólska kirkj­an á Íslandi hvorki get­ur né mun samţykkja ađ opnađ sé á ţann mögu­leika ađ unnt sé ađ beita ein­stak­linga eđa hóp ein­stak­linga and­legu of­beldi.“

Ţađ er auđveldara ađ taka undir ţessi góđu rök tveggja stórra trúfélaga hér heldur en ţađ álit Agnesar biskups, ađ vegna tjáningarfrelsins beri ađ afnema guđlastslögin.

PS. Ţannig er hin all-vćga 125. grein almennra hegningarlaga:

 • Hver, sem op­in­ber­lega dreg­ur dár ađ eđa smán­ar trú­ar­kenn­ing­ar eđa guđsdýrk­un lög­legs trú­ar­bragđafé­lags, sem er hér á landi, skal sćta sekt­um eđa fang­elsi allt ađ 3 mánuđum. Mál skal ekki höfđa, nema ađ fyr­ir­lagi sak­sókn­ara.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bloggari brytjađur í spađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

21 koptískir kristnir lýstir píslarvottar af koptíska páfanum um síđustu helgi


Ný helgimynd sem sýnir 21 kristna menn frá Egyptalandi sem ISIS tók af lífi í Líbíu. 

(Ţetta er mjög falleg mynd af ţeim - og Kristi sem tekur á móti ţeim; jvj)

 
'The 21 Coptic Christians who were murdered by ISIS while allegedly praying to Jesus, were pronounced martyrs by the Coptic pope this weekend. The first ikon of them depicted on the Libyan beach has now been produced.'

The 21 Coptic Christians who were murdered by ISIS while allegedly praying to Jesus, were pronounced martyrs by the Coptic pope this weekend. The first ikon of them depicted on the Libyan beach has now been produced.

 


90 kristnum, m.a. börnum, rćnt í nýrri árás Ríkis islams

Illt ţykir Bretum ađ ţrjár skólastúlkur hafi veriđ tćldar ţađan til Sýrlands og ćtli ađ ganga til liđs viđ ISIS-samtökin illrćmdu. Á sama tíma fréttist af fleiri mannránum Ríkis islams: 90 manns, m.a. börnum, var rćnt í ţorpi assýrísk-kristinna manna.

Hér er upplýsandi frétt um ţetta:

 • The British-based Syrian Observatory for Human Rights is reporting that ISIS militants have abducted at least 90 people after raiding an Assyrian Christian village. (Different reports vary on how many dozens were abducted in the raids, but Reuters says it was “at least 90.”) Children are said to be among the group kidnapped. Reports indicate that the raid specifically targeted areas where Christian minorities lived. The region of northeastern Syria is also an important strategic location, and has seen fighting between ISIS militants and the Kurdish military, as well as airstrikes from the U.S. led coalition ...
 • Read more at http://www.relevantmagazine.com/slices/report-isis-just-kidnapped-group-least-90-christians-including-children#Yo6HQAHcwQgRCprk.99

Og ţađ er ávísun á ofbeldi, sennilega dráp einhverra og nauđganir, jafnvel á börnum, ađ ţessum hóp hefur veriđ rćnt, eins og geta má sér til viđ lestur ţessa pistils hér á vefnum:  Framferđi Ríkis islams er hryllingur.

Aqsa Mahmood er talin hafa átt ţátt í ađ fá ţrjár skólastúlkur til ađ koma ...  Ţessi sakleysislega útlítandi 19 ára stúlka, Aqsa Mahmood í Glasgow, er talin hafa tćlt hinar stúlkurnar til Sýrlands. Hún hefur jafnvel birt myndir af aftökum á netinu. Svo stutt er hrapiđ niđur í myrkriđ.

Í umrćđu um fréttina hér ofar benti einn á, ađ nútímasamfélag Vesturlanda vćri uppteknara af "Fifty Shades of Grey" heldur en ţeim "óteljandi fjölda kristinna manna sem nú eru ofsóttir á öllum vígstöđvum." Já, mega ekki ýmsir líta í eigin barm?

En hér er ţó hćgt ađ benda á, ađ starfandi er bćnahópur hér í höfuđborginni, og er hann međ bćnafundi fyrir ofsóttum kristnum mönnum hvern ţriđjudag; ţetta er af Facebókarvef Netkirkjunnar

'Netkirkjubćnastund öll ţriđjudagskvöld í húsnćđi Kristnibođssambandsins Háaleitisbraut 58-60, 3 hćđ.
Allir velkomnir.'
Jón Valur Jensson.

mbl.is Stúlkurnar komnar til Sýrlands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lesiđ á Facebók um biskupinn, Franklin Graham og múslima

Ísleifur Gíslason   10. janúar:

" Ţví miđur ţá starfar Biskup Íslands ekki í ţágu kristinnar trúar eins og hann/hún ćtti/á ađ gera. Heldur er í einhverri vinsćldar keppni eđa ţađ sem taliđ er vinsćlt af einhverjum fámennum en hávćrum hóp manna. Ţetta hefur ítrekađ komiđ fram eins og ţegar Hátíđ vonar var, ţá ćtlađi hún ekki ađ mćta ţar sem Franklin Graham ţótti af ţessum sama hóp vera öfgamađur sem vćri á móti samkynhneigđum. En hún sá enga ástćđu til ađ gera annađ en ađ brosa og vonast eftir góđri samvinnu viđ Imaminn í Ýmishúsinu ţegar hann neitađi ađ taka í hönd hennar vegna ţess ađ hún er kona. Merkilegur skolli, sér í lagi ţegar horft er til ţess ađ hann kom til landsins til ađ hafa búsetu og kemur til međ ađ hafa slćm áhrif ţar sem hann er ţađ sem ţeir segja: "öfga" múslími." Edith Alvarsdóttir

(Ísleifur mun hafa skrifađ, en Edith deildi ţví á Fb.síđu sína, ţađan sem ţetta er tekiđ. -JVJ.)

 


Úr grein Rúnars sem allir ţurfa ađ lesa: Vanţekking á Biblíunni !

 • "Hvers á kristindómurinn ađ gjalda? Af hverju vilja margir Íslendingar í dag verđa Ásatrúarmenn, Buddhistar, Islamistar og eiginlega allt nema góđir og gegnir kristnir menn í kristnu landi?
 • Hvađ felst í ţeim viđhorfum sem ţar ráđa, hver er orsakavaldur slíkrar breytni ? Vilja menn taka upp mannfórnir Ásatrúar ađ nýju, vilja menn austrćna íhugun frekar en ţađ sem leiddi Vesturlönd hćrra til vegs í heiminum en nokkuđ annađ, vilja menn fallast á trúargildi heilags stríđs eđa hvađ er í gangi ?
 • Af hverju er ţessi andúđ og í sumum tilfellum heift til stađar út í kristindóminn og ţađ jafnvel hjá mönnum sem aldrei hafa lesiđ Biblíuna eđa kynnt sér á einn eđa annan hátt út á hvađ kristin gildi ganga?"

Ţetta er úr grein eftir hinn afar fćra stílista (Guđmund) Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd, hér geta menn smellt sér inn í hana alla: undirborginni.blog.is/blog/undirborginni/entry/1629891/.

Fjölda pistla átti Rúnar í Morgunblađinu fyrir allnokkrum árum. Hann er ljóđskáld gott, hefur gefiđ út allmargar bćkur og er húsasmiđur ađ starfi. Betri vegvísir er hann í trúarefnum en flestir ţeir sem um ţau mál rita á netiđ hér á landi. Svo má geta ţess, ađ hann er fađir eins al-skarpasta blađamanns Morgunblađsins, Hjartar J. Guđmundssonar.

Og lesiđ nú ţessa grein hans í heild, hún er verulega bitastćđ og hefur mun meira ađ segja ykkur um stórundarlegt nútímaástandiđ og um Ritninguna heldur en sást hér fyrir ofan. --JVJ.


Framferđi Ríkis islams er hryllingur

Ţađ er ótrúlegur hryllingur hvernig ISIS-menn fara međ fanga sína og fórnarlömb, allir vita af flugmanninum. Nauđganir á Jedzída-stúlkum allt niđur í 12 ára aldur er međ ţví hryllilegra, en frá ennţá hryllilegra tilviki er jafnvel sagt í ţessari sorglegu frétt sem vinur í Danmörku deildi:


Zina pĺ 13 ĺr var fange hos Islamisk Stat i to mĺneder, inden hun undslap. Hendes sřskende er stadig fanger hos IS. Hun aner ikke, hvor de er. B.DK
 
Og "emírs"-nafnbót" eru ţeir "sćmdir" sem drepa 10 kristna hiđ minnsta! – og sönnunargögnin framreiđa ţeir,sem krafizt er: afskorin eyru!

Ţeir skammast sín ekki fyrir ţađ ódćđisverk ađ brenna fanga lifandi í búri og ađ sýna ţađ jafnvel á myndbandi um allan heiminn! -- en birta kannski ekki ţetta nauđgunar-atferli gagnvart stúlkubörnum og hvernig ţeir létu nýorđna móđur horfa á upptöku af drápi og steikingu barns hennar áđur en hún fekk eitthvađ af ţví til morgunverđar!

Svo kemur hluti tugţúsunda vestrćnna ISIS-manna til baka međ glćpina á bakinu og ćtlast líklega til góđrar móttöku og alls engrar tortryggni!!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Saka Tyrki um svívirđilega innrás
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vill Jón Gnarr ađ allt ađ 25 milljónir ófćddra meybarna séu drepin árlega?

Ţađ er í senn sorglegt og billegt af Jóni Gnarr ađ telja fósturdeyđingar til "mannréttinda". Kvenréttindi eru ekki bundin viđ fullorđnar konur eđa lögráđa, heldur líka unglingsstúlkur og ungar stelpur og lítil meybörn og einnig ófćdd meybörn í móđurkviđi. Jón Gnarr neitar ţeim síđastnefndu um sinn lífsrétt -- ţau eigi ENGAN LÍFSRÉTT! -- og međ ţessu leggur hann ţví liđ sitt, ađ allt ađ 25 milljónir ófćddra meybarna séu drepin árlega (ófá ţeirra međ sárri kvöl). Öđruvísi verđa orđ hans í Fréttablađinu í dag naumast skilin.

Jón Valur Jensson.


Ímynd Krists birtist í norđurljósunum

Mynd 787101

Svo er ađ sjá á ţeirri mynd Jóns Hilmars­sonar sem hann náđi af norđurljósunum yfir Akranesi. Ţađ vakti sérstaka athygli hans, ađ hér var ađ sjá sem geislarnir tćkju á sig lögun líka ţeirri sem menn ţekkja af Kristsstyttunni miklu í Rio De Janeiro í Brazil.

Myndina má sjá stćrri (og stćkka) á fréttartenglinum hér neđar.


mbl.is Image of Christ appears in Northern Lights
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđkirkja međ vefmiđla án umrćđumöguleika?

Um tíma var hćgt ađ gera athugasemdir viđ greinar á vefjum Ţjóđkirkjunnar, tru.is og kirkjan.is - en svo virđist ekki lengur. Eru prestar og ađrir skriffinnar ţar hrćddir viđ ađ fá á sig óţćgilegar spurningar eđa andmćli viđ greinaskrif sín?

Ţarf ekki ađ rćđa málin opiđ og ţróa međ ţví umrćđuna og vćntanlega stuđla ađ meiri upplýsingu almennings og hinna trúuđu ekki hvađ sízt? Hafa ekki prestar og guđfrćđikennarar gott af ţví ađ takast á viđ mótrök og hugsa sinn gang í málum, eđa eru ţeir einir fćrir um ađ leggja línurnar? Eru leikmenn nokkuđ óhćfir til ađ tala máli fagnađarerindisins? Hafa ekki margir ţeirra lagt fram gefandi skerf til trúar- og kirkjumála?

Af hverju var tekin ákvörđun um ađ loka á athugasemdir viđ pistla á ţessum vefjum? Hver eđa hverjir tóku ţá ákvörđun? Svör óskast, og opiđ verđur á athugasemdir viđ ţessa fćrslu nćstu tvćr vikurnar!

Jón Valur Jensson.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband