Bloggfćrslur mánađarins, september 2015

Rússnesk-orţódoxa kirkjan og leiđtogi rússneskra mús­lima styđja loftárásir Rússa á "ná­grann­a okk­ar" í Sýrlandi

Rúss­neska rétt­trúnađar­kirkj­an sagđist í dag styđja ákvörđun yf­ir­valda ţar í landi ađ hefja loft­árás­ir í Sýr­landi. Talsmađur kirkj­unn­ar kall­ar bar­átt­una viđ hryđju­verk „heil­aga bar­áttu“.

„Bar­átt­an viđ hryđju­verk er heil­ög bar­átta og í dag er landiđ okk­ar hugs­an­lega sterk­asta afliđ sem berst gegn ţeim,“ sagđi talsmađur kirkj­unn­ar, Vsevolod Chaplin í sam­tali viđ frétta­stof­una In­terfax. (Mbl.is)

Ţađ er spurning međ vestrćnar kirkjur, hvort ţćr leyfi sér svo tćpitungulausa samstöđu međ vopnađri baráttu gegn hinum alţjóđlegu glćpasamtökum ISIS eđa Ríkis islams.

Chaplin lagđi áherslu á ţađ ađ kirkj­an styđji ákvörđun yf­ir­valda, en ţau hafa sagst vilja sér­stak­lega ráđast á hryđju­verka­sam­tök­in Ríki íslams.

„Ţessi ákvörđun er í sam­rćmi viđ alţjóđleg lög, hug­ar­far fólks­ins okk­ar og ţađ sér­staka hlut­verk sem landiđ okk­ar hef­ur alltaf spilađ í Miđ-Aust­ur­lönd­um,“ sagđi Chaplin.

Mús­límaklerk­ur­inn Tal­gat Tadzhudd­in, sem er yfir sam­tök­um mús­líma í Rússlandi, styđur einnig hernađarađgerđirn­ar og benti á ađ Sýr­land vćri „eig­in­lega ná­grann­ar okk­ar“.

Ráđ međ full­trú­um helstu trú­ar­bragđa í Rússlandi, Rétt­trúnađar­kirkj­unn­ar, kristni, íslam, gyđing­dóms og búdd­isma, munu gefa út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um skođun ţeirra á árás­um Rússa í Sýr­landi.

„Í ţess­ari yf­ir­lýs­ingu mun­um viđ styđja ţá ákvörđun sem rík­is­stjórn okk­ar tók,“ sagđi Tadzhudd­in. (Mbl.is, feitletr. jvj.)

Alveg er ljóst, ađ engar kristnar kirkjur á Íslandi myndu mćla Ríki islams bót. En fróđlegt vćri ađ vita um afstöđu múslimasafnađanna til slíkra loftárása.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kirkjan styđur „heilaga baráttu“ Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđa óbreyttir sjálfstćđismenn enn snuđađir um áhrif?

Réttilega mćlir Styrmir Gunnarsson: ţađ er undarlegt ađ utan­ríkis­mál eru ekki á dagskrá funda­rađar Sjálfstćđis­flokksins í ađdrag­anda lands­fundar (fyrir utan málefni flótta­manna), í 1. lagi "misheppnuđ aftur­köllun ađildar­umsóknar Íslands ađ Evrópu­sambandinu, sem opnar hugsanlegri nýrri ađildarsinnađri ríkisstjórn leiđina til ađ taka upp ţráđinn, ţar sem frá var horfiđ. Í öđru lagi Norđurslóđamál, ... og í ţriđja lagi augljós skođanaágreiningur, sem komiđ hefur upp innan flokksins um ţátttöku í refsiađgerđum Vesturlanda gagnvart Rússum."

Og hér má spyrja: Er enn ćtlunin ađ snuđa óbreytta flokksmenn um áhrif á ţessi mál og láta ţá kyngja ţví, ađ forystan fari ekki eftir ályktun síđasta landsfundar í ESB-málinu?!

Sjá hér: http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2039276 = (smelliđ!)

Sjálfstćđisflokkur: Gott framtak - en hvers vegna ekki rćtt um utanríkismál?

Jón Valur Jensson.


Brynjar bregzt eins og Ólöf Nordal - sýna ţörf á nýjum flokki

Brynjar Níelsson hrl. tekur skakkan pól í hćđina um hjónavígslu samkynja fólks, vill ţvinga presta til ţess gernings. Orđ hans eru sem betur fer ekki lög. 

Frelsi EINSKIS samkynhneigđs manns er skert međ samvizkufrelsi presta í ţessu máli. Meint "fórnarlömb" eru ENGIN!

Og stjórnvöld eiga EKKI ađ kúga kirkjuna, heldur "styđja hana og vernda" skv. 62. gr. sjálfrar Stjórnarskrár Lýđveldisins Íslands. Ţá eru lög frá Alţingi sem viđurkenna sjálfstćđi Ţjóđkirkjunnar, nr. 78/1998, ţar sem segir í 1. gr.: "Íslenska ţjóđkirkjan er sjálfstćtt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni," og í 2. gr.: "Ţjóđkirkjan nýtur sjálfrćđis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmćltra marka," og ţađ nćr m.a. til kenningar hennar og helgisiđa.

Svo ţarf Brynjar ađ líta til ţess, ađ samvizkufrelsi presta ekki einstćtt fyrirbćri hér á landi. Lćknar og hjúkrunarfólk starfa líka fyrir ríkiđ, en verđa ekki ţvinguđ til verka, sem stríđa gegn samvizku ţeirra. Raunar ber ađ geta ţess, ađ ríkiđ borgar ekki fyrir hjónavígslur; ţađ gera hjónaefnin sjálf.

Ţađ eru sorgleg tíđindi fyrir sannkristiđ fólk í landinu, ađ einn eftir annan bregđast ţingmenn Sjálfstćđis­flokks sem annarra flokka í ţessum málum -- nú síđast Brynjar og Ólöf Nordal, sjálf innanríkisráđfrúin, sem fer međ kirkjumál, og láta bćđi sem eftirgefanlegir stuđpúđar fyrir ţrýstistarfsemi gamalkunnra apparata vinstri manna, Fréttablađsins, 365 miđla og rammpólitískra Rúvara.* Vonandi njóta kristnir Ţjóđkirkjumenn sem lengst hjálpar Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups og setts biskups Íslands, međan ţessi stormur í vatnsglasi vinstri manna og vantrúađra gengur yfir.

En nauđsyn kristins flokks eykst greinilega ár af ári. Menn mega ekki ćtlast til mikils í upphafi; ţađ vćri góđ byrjun ađ koma einum manni á ţing og fá reynslu af ţví, og ţá hefur undirritađur sérstaklega einn hćfileikamann í huga í Kristnum stjórnmálasamtökum, betur fćran en mig ađ sannfćra fólk. Annars erum viđ reiđubúin ađ taka međ stćrri regnhlífarsamtökum ţátt í myndun slíks flokks.

Ađ endingu vísa ég til góđrar greinar um máliđ eftir einn félaga okkar, Steindór Sigursteinsson, hér á Krist.blogginu: Samviskufrelsi presta í hćttu.

* Nefna má, ađ í nýlokinni skođanakönnun á vef Útvarps Sögu var spurt: Treystir ţú Fréttastofu Rúv? Ţví svöruđu ađeins 20% játandi, en 76,9% neitandi; hlutlausir: 3,1%.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samviskufrelsi presta í hćttu

Steindór SigursteinssonMikiđ hefur veriđ rćtt um svonefnt samviskufrelsi presta til ţess ađ fá ađ fara eftir trúarsannfćringu sinni og samvisku ţegar ákvörđun er tekin um hvort gefa eigi saman einstaklinga af sama kyni. Í nýjustu fréttum á Vísi.is kemur fram ađ Samtökin 78 hyggist fara í mál viđ ţjóđkirkjuna vegna ţess ađ hún heldur enn viđ lýđi valfrelsi presta hvađ ţetta varđar en engar reglur eru ţó um ţetta hjá ţjóđkirkjunni. En ţjóđkirkjan gengur út frá ţví ađ prestar fylgi trúarsannfćringu sinni.

Samtökin hafa gert víđreist undanfarin ár til ţess ađ koma sjónarmiđum sínum á framfćri. Síđasta misseri hafa forsvarsmenn Samtakanna 78 einnig komiđ ţví til leiđar ađ bođskapur samtakanna og viss innrćting á samkynhneygđ fái greiđa leiđ inn í grunnskólana á höfuđborgarsvćđinu og Árborg og eru ţar öll börn međtalin 6-15 ára. Hafa samtökin óspart beint spjótum sínum ađ ţjóđkirkjunni međ kröfum sínum um rétt samkynhneigđra til hjónavígslu í kirkjum landsins. En nú virđist eiga ađ herđa tökin enn frekar á kirkjunnar mönnum. Samtökin hafa eins og flestum er kunnugt komiđ ţví í gegn ađ ţjóđkirkjunni er nú skylt ađ gefa saman samkynhneygđ pör, en prestum hefur hingađ til veriđ heimilt ađ hafna ţví ef ţađ brýtur á móti samvisku ţeirra.

Slćmt er ef ţvinga á Ţjóđkirkjuna međ veraldlegri lagasetningu til ţess ađ afnema samviskufrelsi presta, rétt ţeirra til ţess ađ fylgja trúarsannfćringu sinni sem byggist á Heilagri Ritningu. Ţví samkvćmt frétt í Vísi ţann 24. sept. sl. hyggjast Samtökin 78 fara í mál viđ Ţjóđkirkjuna vegna ţess ađ hún heimili prestum ađ neita ađ gefa saman samkynhneigđ pör ef ţađ samrýmist ekki samvisku ţeirra. Samkvćmt orđum Agnesar M. Sigurđardóttur biskups Íslands eru ţađ ađeins fáeinir prestar innan ţjóđkirkjunnar sem neita ađ gefa saman samkynhneigđ pör. En samkvćmt ritningunni er samlíf einstaklinga af sama kyni ekki leyfilegt.

Eigum viđ ađ láta veraldleg viđhorf ráđa ţví hvort kirkjunnar menn megi fara eftir trúarsannfćringu sinni? Eđa ađ láta Orđ Guđs vera ráđandi afl innan kirkjunnar, ţannig ađ rétt sé rétt og ađ rangt sé rangt? Mér finnst ađ Ţjóđkirkjan eigi ađ standa traust eins og klettur í ţessu máli og hnika ekki frá Guđs Orđi. Samkynhneigđ pör á ađ sjálfsögđu ekki ađ gefa saman í hjónaband. Af hverju er ţađ?  Eru ţađ trúar­kredd­ur? Nei, vegna ţess ađ viđ vitum ađ Guđs Orđ er gefiđ okkur til uppfrćđingar og uppbyggingar til ţess ađ viđ gerum ţađ sem rétt er og vörum okkur á ţví sem rangt er.  

Í Sálmi 119,11 stendur: "Ég geymi orđ ţín í hjarta mínu, til ţess ađ ég skuli eigi syndga gegn ţér." Og á öđrum stađ stendur: "Allt ţađ, sem áđur er ritađ, er ritađ oss til uppfrćđingar, til ţess ađ vér fyrir ţolgćđi og huggun ritninganna héldum von vorri".  Róm 15,4.

Steindór Sigursteinsson.


Mađur vikunnar: Sverrir Stormsker

Mađur vikunnar var hikstalaust ekki Dagur B. né Áslaug Friđriksdóttir, heldur Sverrir Stormsker í mögnuđum pistlum hans:

"Ţó ađ flest ríki heimsins séu ađ fremja mannréttindabrot í stórum stíl og mörg ţeirra ađ hernema landsvćđi út og suđur ţá er ţađ prinsipp borgarstjórnarmeirihlutans ađ horfa framhjá ţeirri stađreynd og einbeita sér eingöngu ađ mannréttindabrotum Ísraela, ţessu „Gyđingavandamáli,“ sama ţó ađ sniđgöngutillaga hans bitni eingöngu á Palestínumönnum og Íslendingum en sé ađ öđru leyti gjörsamlega gagnslaus og óendanlega vitlaus [...]

Degi B. Eggertssyni Utanríkisráđherra Reykjavíkurborgríkisins var faliđ ađ útfćra ţessa vel meintu stuđningstillögu Bjarkar viđ Hamas hryđjuverkasamtökin og einsog viđ var ađ búast ţá var útkoman ađ sjálfsögđu hrođalegt klúđur, einsog Dagur B. hefur viđurkennt sjálfur. Ábyrgđin er hans, í orđi - ábyrgđarleysiđ er hans, á borđi.

 Dagur segir ađ ţetta hafi veriđ illa hugsađ en vel meint en hafi „ekki veriđ nógu vel undirbúiđ“ heldur gert í venjubundinni fljótfćrni og heimsku, en Björk Vilhelms, hin gamla og góđa vinkona Hamas, segir hinsvegar ađ ţetta hafi veriđ í undirbúningi í heilt ár međ lögfrćđingum og innkaupastjórum og öllu tilheyrandi.

Ómögulegt er ađ segja til um hvort ţeirra sé ađ hagrćđa sannleikanum ţvi bćđi eru ţau jú sannir samfíósar.

Mćtir lögfrćđingar hafa bent á ađ ţessi vafasami gjörningur borgarstjórnarmeirihlutans sé ekki í ţágu Palestínumanna ţegar upp er stađiđ heldur eingöngu Hamas hryđjuverkasamtakanna. Djörk Vilhelms verđur svo náttúrulega fagnađ sem gríđarlegri hetju ţegar hún kemur ríđandi á asna inní Palestínu og fer ađ vinna ţar ađ góđgerđarmálum í góđu yfirlćti eftir ţetta vel heppnađa illvirki í borgarstjórn.

Dagur ábyrgđarmađur hlýtur ađ samfagna henni enda sá hann um útfćrsluna á tillögu hennar sem heppnađist svo vel ađ allir Gyđingar heimsins hugsa okkur nú ţegjandi ţörfina og eru ţegar farnir ađ sýna ţađ í verki svo um munar. Orđspor landsins og markađir og viđskiptasambönd út um allan heim – allt á leiđinni niđur í holrćsiđ. Skađinn líklega ómćlanlegur einsog heimskan sem bjó ađ baki ţessari ákvörđun.

Eini skađinn sem Dagur hefur áhyggjur af er skađinn sem meirihlutinn hefur orđiđ fyrir. Annan skađa sér hann ekki. Í gćr sagđi hann í viđtali á Rás 2:

„Ég held ađ ţetta mál hafi veriđ sett fram af góđum hug til ţess ađ undirstrika áherslu borgarinnar á mannréttindi. Viđ stóđum hins vegar ţannig ađ ţví ađ ţađ skađađi bćđi ţann málstađ og ég held ađ ţađ hafi skađađ meirihlutann og ţađ er bara eitthvađ til ađ horfast í augu viđ finnst mér. Ég held ađ ţađ skipti bara mjög miklu máli ţegar viđ vinnum ţetta mál áfram ađ viđ gerum ţađ ţá betur og međ ţví ţá endurvinnum viđ hugsanlega eitthvert traust.“

Skađinn sem hann og meirihlutinn hefur valdiđ ţjóđinni er honum víđsfjarri og virđist ekki skipta hann neinu máli. Hann sér bara rétt útfyrir nefiđ á sér. Sérhagsmunir eru honum efst í huga en ekki ţjóđarhagsmunir. Í ţessu viđtali kemur ţađ einmitt fram ađ hann virđist ekki ćtla ađ stoppa í sínu óráđsrugli heldur „vinna ţetta mál áfram“ og betrumbćta óhćfuverkiđ og gefa ađeins í og ţađ heldur hann ađ sé allra sniđugasta leiđin til ađ endurvinna traustiđ.

Halló! Er einhver heima?! Í hvađa heimi lifir ţessi skýjaborgarstjóri? Í loftkastalanum sem hann ćtlar ađ byggja ţessar 3000 íbúđir sínar? Meirađsegja geimfarar eru í meira jarđsambandi en hann. Svona afglapar hreinlega verđa ađ fara í ćvilangt frí frá mikilvćgum ábyrgđarstörfum. Hann hlýtur ađ geta orđiđ formađur Samfylkingarinnar eđa eitthvađ svoleiđis."

Tilvitnun lýkur! Meira úr greininni hér: Stuđningur skýjaborgarstjórans viđ Hamas. Reyndar voru greinar Sverris um máliđ tvćr, ekki ein. Sjá HÉR!


mbl.is Greinargerđ tillögu verđi felld úr gildi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslendingum rutt út, flóttamenn settir inn í stađinn, helzt frítt!

Ţađ er "flott" hjá Hall­dóri Hall­dórs­syni, "leiđtoga" sjálfstćđismanna í borgarstjórn (međ sína slöppu frammistöđu í sniđgöngumálinu), ađ gleyma Íslendingum, sem illa hafa fariđ úti úr kreppumálunum, bćđi ţeim, sem hrakizt hafa eignasviptir úr landi, og hinum, sem hafa veriđ í ţörf fyrir lćkkun íbúđaverđs eđa ađ komast í leiguhúsnćđi, ađ hann skuli svo af öllum mönnum eiga frumkvćđi ađ ţví ađ reyna ađ koma íbúđum Íbúđalánasjóđs í hendur flóttamanna -- og örugglega ekki til ađ bćta stöđu ţess vaxtaokrandi Íbúđalánasjóđs.

Af hverju hefur hin mikla íbúđaeign ţessa sjóđs ekki hafa veriđ notuđ til ađ stuđla ađ lćkkandi íbúđaverđi í stađ ţess gagnstćđa, sem hefur veriđ í gangi? Af hverju ekki ađ leigja ţćr út í stađ einbers kostnađar af ţeim?

Og hverjir eiga svo ađ borga leigu flóttamannanna, ríkiđ eđa sveitarfélögin? Eđa stendur til ađ gefa ţeim íbúđirnar?

Heldur Halldór Haldórsson, ađ vinir og ćttingjar Íslendinga, sem Íbúđalánasjóđur svipti íbúđum sínum, horfi á ţađ međ ánćgju úti í bćjarfélögum landsins, ađ annađ fólk njóti sérkjara eđa skyndilegrar gjafmildi yfirvalda til ađ taka yfir íbúđir ţeirra?  Er Halldór Haldórsson ćskilegur sem formađur Sambands ísl. sveitarfélaga?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Flóttafólk í autt húsnćđi ÍLS?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hallgrímur Pétursson var EKKI haldinn Gyđingahatri

Ađ ćđstu prestar Gyđinga, Farísear og frćđimenn hafi boriđ ábyrgđ eins og rómverskir ráđamenn á krossfestingu Krists og ofsókn kristinna manna á 1. öld, er stađreynd, en felur alls ekki í sér, ađ afkomendur Gyđinga eigi hlutdeild í ţeirri sekt.

Ekkert Gyđingahatur verđur lesiđ út úr ritum Páls postula né Jóhannesar guđspjallamanns, ţótt jafnvel vel gefnir menn eins og dr. Vilhjálmur fornleifafrćđingur geti ímyndađ sér ţađ.

Ekkert Gyđingahatur er heldur til í sálmum Hallgríms Péturssonar, sem var ómengađur af Gyđingahatri Lúthers. Og ţađ lýsir ekki Gyđingahatri hjá honum ađ tala um Gyđinga sem "Júđa", ţađ merkir einfaldlega Gyđinga á öld Hallgríms, og viđ lesum ekki eitthvert nazistískt hatur eftir á inn í orđfćri Hallgríms -- ţ.e.a.s. nema viđ séum sjálfir eitthvađ illa áttađir. Hallgrímur er mađur kćrleikans, ekki haturs, ólíkt Gyđingahöturum síđari tíma (m.a. mörgum múslimskum og heiđnum).

Ţar fyrir utan er Hallgrímur skáldsnillingur síns tíma, ţađ ćttu jafnvel trúlausir ađ geta kannazt viđ, og mćtti til marks um ţađ benda á veraldlegan skáldskap Hallgríms, t.d. tóbaksvísur hans eđa (öllu fremur) Króka-Refs-rímur, sem eru svo melódískar, ađ jafnvel undirritađur var á táningsárum farinn ađ kveđa ţćr međ tónum viđ lesturinn. Sjálfur Steinn Steinarr las ţćr líka sér til heilsubótar.

Umfram allt hefđu menn ţó gott af ţví ađ lesa morgun- og kvöldbćnir Hallgríms í ljóđum. Ţessi kvöldbćn H.P. er t.d. viđeigandi, eftir ađ menn hafa litiđ til veđurs og horft til fjalla, áđur en ţeir taka á sig náđir:

Sólin til fjalla fljótt 
fer um sjóndeildarhring, 
senn tekur nálgast nótt, 
neyđin er allt um kring. 
Dimmt er í heimi hér, 
hćttur er vegurinn, 
ljósiđ ţitt lýsi mér, 
lifandi Jesú minn. 

Og ennţá fallegra er ţetta, međ söng Báru Grímsdóttur tónskálds: 

Hallgrímur Pétursson: Morgunbćn ...

Jón Valur Jensson.


mbl.is Passíusálmarnir „fullir af hatri“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Franz páfi skipar nýjan biskup kaţólskra á Íslandi

Dávid Bartimej Tencer.

Ţađ eru tímamót hjá Kaţólsku kirkjunni á Íslandi ţegar vinsćll biskup, Pétur Bürcher, lćtur af störfum í lok október og viđ tekur Kapúcínaprestur frá Slóvakíu, Davíđ Tencer, andlegur mađur og kröftugur vitnisberi í predikunum sínum. Sjá nánar um hann: Nýtt biskupsefni kaţólskra og fréttartengil hér neđar. Hann verđur 7. biskup kaţólskra hér eftir siđaskipti.

Viđ sendum ţeim Pétri og Davíđ báđum blessunaróskir okkar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Dávid Tencer nýr Reykjavíkurbiskup
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristnir flóttamenn spyrja: "Er einhver stađur öruggur?"

Grein ţýdd af vefsíđu CBN News.


Frá borginni Södertälje í Svíţjóđ - Kristiđ fólk frá Miđ-Austurlöndum sem hefur sloppiđ undan hersveitum Íslams hefur fundiđ öruggt skjól á Vesturlöndum, en ...

Samkvćmt ţví sem hópur kristinna innflytjenda í borginni Södertälje í Svíţjóđ heldur fram, hefur hin mikla bylgja af múslimskum innflytjednum til Evrópu orđiđ til ţess ađ sumir kristnir flóttamenn hafa spurt sig ţeirrar spurningar hvort einhver stađur sé öruggur fyrir ţá,

Meira en helmingur fólks í Södertälje er kristnir innflytjendur, flestir hafa flúiđ ofbeldi og ofsóknir í Írak og Sýrlandi. Margir hafa sótt kirkjur vegna ţess ađ ţeir vilja geta tjáđ sig óhindrađ og ađ tilbiđja sem ţeim er frjálst ađ gera á Vesturlöndum.

En jafnvel í Svíţjóđ spyrja ţeir um öryggi sitt og framtíđ.

Ţeir sem sćkja guđţjónustur í St. Efrem eru međlimir í Sýrlensku rétttrúnađarkirkjunni - elsta samfélagi kristinna í heiminum. Ţeir biđja og syngja á hebresku, hinu forna tungumáli Jesú.

Sumir hinna kristnu hafa áhyggjur af hinni skyndilegu bylgju nýrra innflytjenda og flóttamanna sem streyma inn í Evrópu.

"Ef mikill fjöldi múslíma kemur frá Norđur-Afríku og frá Miđ-Austurlöndum, vilja ţeir fá ađ innleiđa Sharia-lög. Viđ erum bara ađ reyna ađ halda í hefđir okkar og gildi og halda lýđrćđi okkar," sagđi David Dag, frá Sýrlensku Demókratasamtökunum í Svíţjóđ.

Ţar sem ţúsundir streyma yfir landamćrin, munu ţeir vilja tileinka sér og umfađma vestrćna menningu, eđa munu ţeir reyna ađ innleiđa sína eigin menningu og lífsmáta á Vesturlöndum? Eins og ţeir gerđu í Írak og Sýrlandi, munu ţessir múslimsku flóttamenn framlengja stríđiđ til Evrópu?

Ţessir kristnu hafa öruggt skjól í Svíţjóđ, en nú óttast sumir ađ ţađ geti orđiđ skammvinnt.

Amer Georges Behnam, íranskur innflytjandi, sem hefur unniđ međ Bandaríkjamönnum í Írak, flúđi land sitt vegna ţess ađ lífi hans var ógnađ. "Ég var verkfrćđingur og ég vildi byggja upp landiđ mitt en ţeir leyfđu mér ţađ ekki. Ţeir neyddu mig til ađ yfirgefa land mitt. Ég er hrćddur um ađ ţessir nýju innfytjendur muni vilja eyđileggja ţetta friđsćla land," sagđi Behnam.

Sumt fólk hjá félagslegu fjölmiđlunum spyr ţeirrar spurningar hver sé raunverulegur tilgangur eđa hvötin sem liggi ađ baki komu flóttamannana. Í myndbandi frá bresku lögreglunni sjást karlkyns innflytjendur kasta vatnsbrúsum niđur ađ járnbrautarteinum.  Ţeir sögđust ekki vilja fá mat eđa vatn, ţeir vildu bara ađ fá ađ komast til Ţýskalands.

En hvers vegna? Eru ţeir ađ leita ađ atvinnu og betra lífi, eđa eru sumir komnir til ađ heyja stríđ í Evrópu?

ISIS heldur ţví fram ađ 4000 vígamenn frá ţeim séu í röđum flóttafólks. Búlgarskir landamćraverđir hafa ţegar handtekiđ grunađa ISIS-hryđjuverkamenn úr röđum flóttamanna.

Aiham Jneidi, múslimskur innflytjandi frá Sýrlandi, hefur nokkur ráđ ađ gefa sćnsku ríkisstjórninni. "Áđur en ađ láta ţá setjast ađ hér, ćtti sćnska ríkisstjórnin ađ athuga Facebook og nota ađrar leiđir til ađ ákvarđa hvort ţessi flóttamenn voru bardagamenn í Sýrlandi eđa Írak," sagđi Jneidi.

Sumir kristnir innflytjendur í Södertälje telja ađ evrópskar ríkisstjórnir ţurfi ađ gera meira til ađ vernda ţá og vestrćna menningu fyrir hugsanlegri vopnađari eđa óvopnađari íslamskri innrás.

"Ţau eru ađ reyna ađ vera góđ, en ţađ virkar ekki," sagđi Dag. "Ţau ćttu ađ hugsa um hag komandi kynslóđa og taka kristni sína alvarlegar og koma aftur til Drottins síns og frelsara Jesú Krists."

www.cbn.com/cbnnews/world/2015/September/Christian-Refugees-Wonder-Is-Any-Place-Safe/

Greinina ţýddi undirritađur af vefsíđu CBN News-fréttastöđvarinnar. Fréttin er frá 14. september síđastliđnum. --Steindór Sigursteinsson.


mbl.is „Allir vilja fara heim“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spillt fyrir Ísrael međ ólöglegum hćtti - eftir Ársćl Ţórđarson

Ársćll Ţórđarson Meirihluti borgarstjórnar Rvíkur hefur nú mótađ stefnu í utanríkis­málum og fyrsta verkiđ er ađ spilla fyrir Ísrael. Auđvitađ er ţetta fullkom­lega ólöglegt athćfi hjá borgar­stjórninni og í anda ţess gyđinga­haturs sem á sínum tíma grund­vallađi nazistana, auk ţess sem ţetta er heimskuleg skammsýni ţar sem vörur frá Ísrael eru í öllum hátćknibúnađi, m.a. á sjúkrahúsum. Borgarfulltrúarnir sem samţykktu viđskipta­banniđ sitja međ spjaldtölvur, ţróađar međ ísraelskum hugbúnađi, í höndunum og hafa greinilega ekki nokkra hugmynd um hvađ ţeir voru ađ samţykkja. 

Auk ţess sem gyđingahatur ţessara borgarfulltrúa hefur skemmt fyrir viđskiptasamböndum Íslands og Ísraels hefur borgarstjórnin kallađ vanblessun yfir borgina. 

Ţeir sem ţekkja vel til mála segja ađ ţeir sem tapi mestu á viđskiptabanninu séu palestínumenn sem starfa viđ iđnađ í Ísrael, ţeir missi vinnuna ef vörur hćtta ađ seljast.

Ţáttur borgarstjórans er athyglisverđur. Dagur mun vera menntađur lćknir og ćtti ţví ađ vita ađ lćknavísindi standa mjög framarlega í Ísrael sem hafa veriđ duglegir ađ halda ráđstefnur um nýjungar í lćknisfrćđi og merkilegt ef borgarstjórinn hefur aldrei ţurft ađ notast viđ vísindalega ţekkingu Ísraela varđandi sitt fag, en borgarstjórinn virđist snillingur í ađ veđja á tapliđin.

Guđ blessi Ísland og Ísrael og gefi ađ heimskuleg samţykkt borgarinnar varđandi viđskiptabann á ísraelskar vörur leiđi ekki til vinslita milli ţessarra lýđrćđisţjóđa sem fögnuđu lýđveldistöku sinni um svipađ leyti.

,,En Drottinn mun miskunna Jakobi og velja Ísraelsmenn ađ nýju og láta ţá setjast ađ í sínu eigin landi. Ađkomumenn munu tengjast ţeim og sameinast Jakobs ćtt. Framandi ţjóđir munu taka ţá ađ sér og flytja ţá heim til sín. En Ísraels ćtt mun slá eign sinni á ţá og gera ţá ađ ţrćlum og ambáttum í landi Drottins. Ţeir sem gerđu Ísraelsmenn útlćga verđa sjálfir útlćgir. Ísraelsmenn munu ríkja yfir ţeim sem kúguđu ţá" (Jesaja 14: 1 - 2).

Eins og sjá má er ţetta einn af fjöldamörgum spádómum í Bibllíunni sem hefur rćst. Ţegar spádómar ritninganna rćtast ţá er Guđ Biblíunnar ađ standa viđ orđ sín. Ţađ stendur líka í Biblíunni ađ ţeir sem blessi Ísrael muni fá blessun, en ţeir sem níđist á Ísrael muni uppskera bölvun.

Guđ blessi ţig, kćri vinur.

Ársćll Ţórđarson


mbl.is „Ósvífni sjálfumglađra slettireka“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband