Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2016

Úr messutextum dagsins

Úr 71. Davíđssálmi

 

Hjá ţér, Drottinn, leita ég hćlis,

lát mig aldrei verđa til skammar.

Frelsa mig, bjarga mér eftir réttlćti ţínu,

hneig eyra ţitt ađ mér og hjálpa mér.

Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar,

ţví ađ ţú ert bjarg mitt og vígi.

Guđ minn, bjarga mér úr hendi guđlausra,

úr greipum kúgara og harđstjóra.

Ţú ert von mín, Drottinn,

ţú, Drottinn, ert athvarf mitt frá ćsku,

frá móđurlífi hef ég stuđst viđ ţig,

frá móđurskauti hefur ţú verndađ mig,

um ţig hljómar ćtíđ lofsöngur minn.

Munnur minn mun bođa réttlćti ţitt

og allan daginn velgjörđir ţínar

sem ég hef eigi tölu á.

Guđ, ţú hefur kennt mér frá ćsku

og allt til ţessa kunngjöri ég dásemdarverk ţín.

Sálm.71.1-6, 15, 17.


Kristinn mađur sem flúđi heimaland sitt vegna ofsókna Boko Haram fćr ekki landvistarleyfi hér á landi.

Nígeríumađurinn Eze Okafor sem búsettur hefur veriđ hér á landi síđan 2012 er niđurbrotinn eftir ađ hafa fengiđ ţau slćmu tíđindi frá yfirvöldum ađ hann verđi rekinn úr landi. Verđur hann sendur úr landi eldsnemma á mánudagsmorgun. Fćr hann ađeins 4 daga til ţess ađ pakka saman og kveđja vini sína og sitt fólk.  

Image result for  Eze sem er 32 ára einhleypur, kristinn mađur hefur komiđ sér vel fyrir hér á Íslandi, er í fastri vinnu, er kokkur á veitingastađnum Nings, sćkir reglulega kirkju og hefur unađ vel viđ sig hér á landi. Eze sem er frá borginni Maiduguri í norđausturhluta Nígeríu flúđi heimaland sitt áriđ 2011 vegna ofsókna islamskra öfgasamtaka.  

En ţannig er málum fariđ í heimalandi hans ađ Boko Haram-samtökin sem samanstanda af strangtrúuđum íslamistum vilja koma á fót íslömsku ríki í landinu. Taliđ er ađ liđsmenn samtakanna hafi myrt ţúsundir manna og eru ţau međal annars ţekkt fyrir ađ ráđast á kristna íbúa Nígeríu, sprengja upp kirkjur, skóla og lögreglustöđvar.

Í samtali viđ DV fyrir ţremur árum sagđi Eze ađ liđsmenn Boko Haram hefđu viljađ ađ hann gerđist eins konar uppljóstrari og segđi frá felustöđum annarra kristinna manna. „Ég neitađi ađ verđa einn af ţeim vegna ţess ađ ég er kristinn og ađferđir ţeirra stangast á viđ orđ Guđs í Biblíunni. Ţannig ađ ţeir réđust á okkur og drápu bróđur minn.“

Eze verđur sendur til Svíţjóđar. Ţar hefur umsókn hans um hćli veriđ hafnađ. „Ég veit ekkert hvađ bíđur mín í Svíţjóđ. Mér finnst ţetta svo ómannúđlegt.“ Í viđtali viđ DV áriđ 2014 sagđi Eze: „Ég verđ aftur sendur til Nígeríu ţar sem líf mitt er í hćttu. Ég ţekki ţessa menn og ég veit ađ ţeir eru ennţá á eftir mér. Ég biđ um ţađ eitt ađ ég fái tćkifćri til ţess ađ segja sögu mína. Ađ mér sé tekiđ sem manneskju en ekki sem tölum á blađi.“

Ţađ er ómannúđlegt ađ senda mann úr landi sem vitađ er ađ eigi í hćttu ađ missa lífiđ vegna trúar sinnar verđi hann aftur sendur í heimaland sitt. Mađurinn hefur búiđ 4 ár í landinu okkar, unniđ, borgađ sína skatta og er góđur mađur ađ sögn Toshiki Toma, prests innflytjenda.

Ţađ eru léleg vinnubrögđ af hálfu Útlendingastofnunar ađ vísa flóttamanni úr landi eftir ađ hann hafi átt hér heima í 4 ár. Ţađ var mikill seinagangur af hendi yfirvalda ađ taka 4 ár í ađ ákveđa hvort hann fengi hér landvist.

Viđ í Kristnum stjórnmálasamtökum viljum benda ţeim á sem hafa međ málefni flóttafólks og hćlisleitenda ađ gera hér á landi ađ veita kristnu fólki hćli sem á viđ ofsóknir ađ stríđa í heimalandi sínu. Kristiđ fólk ađlagast betur ţeim vestrćna menningarheimi sem hér ríkir og kristinni menningu heldur en fólk islamskrar trúar. En ţađ virđist vera stefna yfirvalda ađ hunsa ofsótt kristiđ fólk en veita frekar múslimum hér hćli.

Pistill ţessi er byggđur á frétt í Dv.is frá ţví í gćr, 29. janúar:
http://www.dv.is/frettir/2016/1/29/eze-nidurbrotinn-og-rekinn-fra-islandi-fekk-slaemu-tidindin-i-gaer-fluttur-burt-manudaginn/

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Allt ađ 80 ţúsund vísađ úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Anna Magnúsdóttir tannlćknir hittir naglann á höfuđiđ: mínimalismi í Biblíunni

Okv.30.8: "Lát fals og lygi vera fjarri mér, gef mér hvorki fátćkt né auđćvi, en veit mér deildan verđ."

"Eitt af mínum uppáhaldsversum er ţessi texti úr Orđskviđunum, og ţá finnst mér sérstaklega seinni hluti ţess tala til mín. Mér finnst frábćr lífsspeki í ţessari bćn. Viđ ćttum ađ leitast viđ ađ hafa ţađ sem viđ ţurfum, hvorki meira né minna. Ef allir hefđu sinn deildan verđ vćri veröldin betri. Nýtískulega mínimalíska lífsstílinn má finna í hinum tvö til ţrjú ţúsund ára gömlu Orđskviđum."

Ve mćlt hjá ţessari konu, en ţetta innlegg hennar í B+, blađ Biblíufélagsins, 2016, var eitt af mörgum ţar frá kristnum leikmönnum. Blađiđ er myndarlega út gefiđ, enda undir góđri ritstjórn, og ţar ber einna mest á ávarpi forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, á 200 ára afmćli Hins íslenska Biblíufélags, sem haldiđ var hátíđlegt í Hallgrímskirkju 29. ágúst 2015. "Burđarstođir í sjálfsvitund ţjóđarinnar" nefnist sú ágćta rćđa hans.  Blađiđ fćst á skrifstofu félagsins í Hallgrímskirkju og í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31.

Međal annars efnis í blađinu var t.d. sá vitnisburđur ţjóđhöfđingja Danmerkur, sem ţegar hefur veriđ birtur hér á vefsíđunni (smelliđ á vefslóđina): Danadrottning segist treysta Jesú.

JVJ.


Hlutfallslega 9,7 sinnum fleiri 30-39 ára öryrkjar á Íslandi en í Fćr­eyjum! Nćr sjöfalt fleiri íslenzkir öryrkjar 20-29 ára en fćreyskir!

Á fundi nćstu dagana í Kristnum stjórnmálasamtökum mun ég m.a. leggja fram ţessa viđaukatillögu viđ stefnuskrá KS: 

Unniđ verđi skipulega ađ ţví ađ grisja í ofvöxnum fjölda öryrkja, sem er a.m.k. tvöfaldur hér á viđ Norđurlanda-međaltal í hópi 20-39 ára. Nýir lćknar verđi látnir fara yfir heilsumál öryrkja, annarra en ţeirra sem vegna varanlegrar heilsuskerđingar (blindra, lamađra o.fl.) ţurfa augljóslega ekki nýja stađfestingu í lćknisskođun. 

Ţađ er sízt í ţágu alvöru-öryrkja, möguleika ţeirra til aukinna, mannsćmandi bóta og fyrir sjálfsálit ţeirra, ađ ţetta nauđsynlega kerfi sé misnotađ í stórum stíl, eins og raunin mun vera hér á landi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Viđurkenna vandann og takast á viđ hann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

O nata lux de lumine - međ nótum, texta og ţýđingu m.m.

Mikilfenglegur var Thomas Tallis (c.1505–1585) í tónsköpun sinni. Birtist ţađ ekki hvađ sízt í ţessum smásálmi:

 

Tallis er ekki sá eini, sem samiđ hefur lag viđ 10. aldar sálminn O nata lux. En um hann hef ég ritađ nánar HÉR á Kirkjunetinu (ennfremur hér: Kaţólsk tónlist endurreisnartímans). Sjá einnig smá­skemmti­legt og fróđlegt blogg um sálminn HÉR (Why the O Nata Lux?) međ tónlistar­frćđilegum upplýs­ingum um sérstöđu ţessa litla verks (og ţó mikla!)

Ég kaus ađ birta hér myndband ţar sem á eftir mynd af Tallis sést ađeins nótna­setning verksins (sem kemur einmitt um sumt á óvart vegna dissonance-tilfella, sbr. framangreint blogg). Flytjendur eru The Tallis Scholars. (Takiđ upp heyrnartćkin til ađ njóta fullra tóngćđa.)

Hér eru versin tvö, sem Tallis lét sér nćgja ađ hafa međ úr sjö erinda messu­sálminum frá 10. öld, og ţýđing mín, einföld ţó:

 

O nata lux de lumine,

Iesu redemptor saeculi,

Dignare clemens supplicum

Laudes precesque sumere.

 

Qui carne quondam contegi

Dignatus es pro perditis,

Nos membra confer effici

Tui beati corporis.

 

        Ţú, Jesú, ljós af ljósi fćtt,

       sem leysir heim frá allri synd,

       heyr mildur ákall: ţókknist ţér

       ađ ţiggja lofs- og bćnarmál.

 

       Í hold ţú íklćđzt hefur manns,

       til hjálpráđs sonum glötunar.

       Sem limi sćls ţíns líkamans

       veit líkjumst ţér til helgunar.

 

Hátignarlegur er miđaldasálmurinn Salvator Mundi, hann er (ţó ekki alltaf) nćstur á vefslóđinni á eftir O nata lux. Ţar er einnig O magnum mysterium (et admirabile sacramentum) eftir Tomas Luis de Vict­oria (1572, einnig međ nótum) og Ubi caritas et amor, sem m.a. hefur veriđ sunginn á kyrrđar­dögum eđa stórhátíđum hérlendis, helzt kannski af kaţólskum nunnum og nýlega fariđ ađ syngja hann viđ altaris­gönguna í sumum messum í Kristskirkju. En sálmurinn er mjög fíngerđur og fallegur ... Ţarna á vefslóđinni er einnig fleira, t.d. Ave Maria.

Jón Valur Jensson.


Á efstu dögum

 

Vittu, ađ Kristur ţjáđum, ţreyttum

ţjóđum býđur lausn frá stríđi,

alheims ţegar á efstu dögum

aftur kemur međ nýjum krafti.

Englahljómur hátt ţá glymur.

Héđan lyftumst burt međ gleđi,

lýđum hans ţví ljúf er bođin

lausn frá helsi – andans frelsi.

 

1975(+1990), birt um 1990 í Kirkjuritinu,

ásamt tveimur öđrum hrynhendum.

Jón Valur Jensson.


Franz páfi nálgast mótmćlendatrúarmenn međ beiđni um fyrirgefningu og hvöt til kaţólskra ađ fyrirgefa móđganir

500 ár eru liđin á nćsta ári frá mótmćlum Lúthers, er hann festi sínar 95 greinar á kirkjuhurđina. Yfirlýsing páfa vekur mikla athygli. Hann tekur ţátt í sćnskri hátíđ vegna 500 ára afmćlisins á nćsta ári, og er ţađ önnur ferđ páfa til landsins, eftir ađ Jóhannes Páll II heimsótti Norđurlöndin fimm áriđ 1989.

Úr Christian Science Monitor ađ kveldi 27.1. (feitletr.jvj):

eftir Lucy Schouten.        

Danadrottning segist treysta Jesú

Hún segir á Facebók og í Berlingske Tidende:

"Ađ trúa á Guđ hefur allt ađra ţýđingu fyrir mig í dag en áđur, ţegar trú mín var frćđilegs eđlis. Í dag er trúin á Guđ mér jafneđlileg og skin og skúrir. Í mínum huga táknar Jesús tćkifćri Guđs til ţess ađ sýna mannanna börnum ađ hann gengur međ okkur og er mitt á međal okkar. Jesús er vitnisburđur Guđs um ţađ ađ viđ eigum ekki ađeins Guđ sem er skaparinn. Viđ eigum Guđ sem kemur til okkar til ţess ađ endurleysa okkur mennina og leiđa til sín. Ţess vegna ţori ég ađ treysta á Jesú, sem náđađur syndari og sem drottning."

Image result for margrethe ii of denmark   Margrét Ţórhildur Danadrottning er verndari Hins danska biblíufélags.

Úr B+, blađi Biblíufélagsins, 2016.


Jesús Kristur er sá sem gefur ţeim, sem honum fylgja, eilíft hjálprćđi

 
Ţótt Jesús Kristur vćri sonur Guđs, ţurfti hann ađ biđja, hlýđa, standast freistingar og ţjást eins og venjulegir menn gera, segir í Hebreabréfinu. Hér er dýrmćtur textinn úr 5. kapítula sem segir frá ţessu: 

Á dögum jarđvistar sinnar 
bar Jesús međ sárum andvörpum og tárum 
bćnir fram fyrir ţann 
sem megnađi ađ frelsa hann frá dauđa 
og hann var bćnheyrđur sakir trúar sinnar. 

Ţótt hann vćri sonur Guđs 
lćrđi hann ađ hlýđa međ ţví ađ ţjást. 

Ţegar hann hafđi fullnađ allt 
varđ hann öllum, sem honum fylgja, 
sá sem gefur eilíft hjálprćđi, 

af Guđi nefndur ćđsti prestur 
ađ hćtti Melkísedeks. 

Hebreabréfiđ 5,7-10. / Std.Ssts.

Framsóknarflokkur efstur í skođanakönnun? Nei, heldur "annađ" frambođ!

Birtar eru niđurstöđur úr könnun á vef Útvarps Sögu, spurt var 22.-25. jan.: Hvađa flokk myndir ţú kjósa ef borgar­stjórnar­kosn­ingar fćru fram í dag? 1154 tóku ţátt. VG fekk 12 atkv. (1%), Sjálf­stćđis­flokkur 245 (21,2%), Sam­fylk­ing 43 (3,7%), Pír­atar 150 (13%), Fram­sóknar­flokkur 285 (24,7%), Björt fram­tíđ níu atkvćđi (0,8%), en "annađ" sögđu flestir: 410 (35,5%). Merkileg niđurstađa ţađ! 

Sjálfur valdi undirritađur "annađ" frambođ og hafđi ţar í huga, ađ brýnt er orđiđ, ađ kristnir menn bjóđi fram til borgarstjórnar, eftir yfir ţúsund daga óstjórn vinstri flokkanna og eftir öfugţróun "Sjálfstćđis­flokksins" í tvćr óvćntar áttir:

 1. til öfgafrjálshyggju annars vegar (sbr. stefnu flokksins eđa ráđherra hans í málefnum ófćddra barna, um Guđlast, um stađgöngumćđrun, um sölu áfengis í matvörubúđum og um sölu Landsbankans)
 2. og til félagspólitísks rétttrúnađar upprunnins í herbúđum vinstri manna hins vegar (sbr. stefnu landsfundar flokksins í haust um innflytjendamál og um s.k. hinseginmálefni; ennfremur mćtti nefna hér uppgjöf flokksins fyrir vinstra ađkalls-lýđ í ţví skylduga málefni flokksins ađ fylgja eftir samţykkt landsfundar 2013 um ađ draga til baka umsóknina um inngöngu í Evrópusambandiđ). 

Í alla stađi hefur Sjálfstćđis­flokknum fariđ stórlega hnignandi á síđari árum og međal annars tekiđ efnishyggjulega, jafnvel feministíska afstöđu um málefni sem snerta kristindóm og siđferđi. Tómarúm hefur ţví myndazt á miđ- og hćgri kanti stjórnmála, og hiđ mikla fylgi í ţessari könnun viđ "annađ", sem til greina komi í frambođsmálum, getur ađ einhverju leyti orsakazt af ţví.

Víst er, ađ kristiđ frambođ myndi höggva skörđ í fylgi Sjálfstćđisflokks viđ kosningar til borgarstjórnar á nćsta ári. Mynda ţarf sem fyrst regnhlífarsamtök ţeirra félaga og einstaklinga, sem vilja standa ađ slíku frambođi. En gott sóknarfćriđ tengist ekki ađeins framagreindu, heldur einnig ţví, ađ í nćstu borgar­stjórnar­kosningum á skv. lögum ađ fjölga borgar­fulltrúum í 21 eđa 23, og verđur ţá mun auđveldara fyrir nýja flokka ađ komast inn í borgarstjórn út á heldur minna fylgi hlutfallslega en áđur ţurfti til.

Hér er ţó eitt ađ varast: yfirráđahyggju Sjálfstćđis­flokksins og rómverskt mottó ţeirra sem ráđa í Valhöll: Divide et impera, deildu og drottnađu! – í ţessu máli međ ţví ađ hafa sem fćsta borgarfulltrúa í heild, af ţví ađ ţá eigi flokkur ţeirra meiri möguleika á ţví ađ ná jafnvel á stundum hreinum meirihluta borgarfulltrúa, ţótt hann hafi minnihluta atkvćđa (og ţetta hefur gerzt). Af sama toga er sú frekja flokksins ađ láta skipta Reykjavík í tvö kjördćmi í ţingkosningum, en sú ákvörđun hefur verulega hamlandi áhrif á ný frambođ, eins og hér hefur áđur veriđ fjallađ um.

Ţađ er sorglegt, ađ tveir af beztu mönnum Sjálfstćđis­flokks, Kjartan Magnússon borgar­fullrúi og Sigríđur Ásthildur Andersen alţingismađur, hafa í vetur reynt ađ beita sér gegn ţví, ađ sú lagabreyting komi til framkvćmda í borginni, ađ borgarfulltrúum verđi fjölgađ. Segja ţau m.a. ađ 15 manns séu alveg nóg til ađ stjórna!

En málefniđ varđar réttláta, lýđrćđislega ađstöđu til áhrifa, og ţađ er ekki ţeirra né einhverra hlutdrćgra eđa leiđitamra ţingmanna ađ gera undantekningu frá lögbođinni fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa í ţessu sveitarfélagi fremur en öđrum. Fjölgunin myndi kosta auknar launagreiđslur, ef kjörin breytast ekki, en ţađ er einmitt brýn nauđsyn ađ snúa viđ ţeirri ákvörđun vinstri meirihlutans ađ stórauka laun borgarfulltrúa, eins og fljótt gerđist, er ţeir komust ađ kjötkötlunum. Viđ í Kristnum stjórnmálasamtökum viljum, í takt viđ litla vinnuskyldu borgarfulltrúa, ađ laun ţeirra verđi hófleg, lćkki sem sagt verulega!

Mikiđ fylgi Framsóknarflokks í ţessari könnun tengist eflaust góđri frammistöđu hans í Icesave-málinu, ólíkt öllum öđrum ţingflokkum, enda naut hann ţess mjög í síđustu alţingiskosningum. En ósagt skal látiđ hér, hvort skođun formanns Framsóknarflokksins, forsćtisráđherrans Sigmundar Davíđs Gunn­laugs­sonar, ađ mik­il­vćgt sé ađ auka fram­lög til heil­brigđismála, eins og hann skrifar um á Face­book-síđu sína, hafi hér einhver áhrif.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Ţetta er í raun einfalt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband