Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2016

Ţegar prestur kann ekki grundvallaratriđi í Biblíunni ...

Sr. Hildur Eir Bolladóttir sýnir litla guđspjalla-ţekkingu í nýrri Pressugrein sem snýst um ađ verja grófa uppákomu Reykjavíkurdćtra. Hún heldur ađ Jesús hafi aldrei orđiđ hneykslađur! Gleymt hefur hún skammarrćđu Jesú yfir Faríseunum, mjög hressilegri  (Mt.23), ţar sem hann marg-kallađi ţá hrćsnara!

Vei yđur, frćđimenn og farísear, hrćsnarar! Ţér gjaldiđ tíund af myntu, anís og kúmeni en hirđiđ ekki um ţađ sem mikilvćgast er í lögmálinu, réttlćti, miskunn og trúfesti. Ţetta ber ađ gera og hitt eigi ógert ađ láta. Blindu leiđtogar, ţér síiđ mýfluguna, en svelgiđ úlfaldann! 
Vei yđur, frćđimenn og farísear, hrćsnarar! Ţér hreinsiđ bikarinn og diskinn utan, en innan eru ţeir fullir yfirgangs og óhófs. Blindi farísei, hreinsađu fyrst bikarinn innan svo ađ hann verđi líka hreinn ađ utan. 
Vei yđur, frćđimenn og farísear, hrćsnarar! Ţér líkist hvítum kölkuđum gröfum sem sýnast fagrar utan, en innan eru ţćr fullar af dauđra manna beinum og alls kyns óţverra. Ţannig eruđ ţér. Ţér sýnist góđir fyrir sjónum manna, en eruđ ađ innan fullir hrćsni og ranglćtis. (Mt.23.23-28)

 

Og hver var ţađ sem sagđi:

"Mannssonurinn mun senda engla sína, og ţeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglćti fremja, og kasta ţeim í eldsofninn. Ţar verđur grátur og gnístran tanna. Ţá munu hinir réttlátu skína sem sólin í ríki föđur ţeirra. Hver sem eyru hefur, hann heyri.“ (Mt.13.41–43)?

Jú, hver sagđi ţetta annar en Kristur sjálfur, en ekki tekur Hildur Eir neitt tillit til ţess! – En ţađ er líka dćmigert, ađ hún birtir ţetta ţar sem ekki hćgt er ađ gera athugasemdir: á lokuđum vef Pressunnar!

Í hjúskapar-, siđferđis- og kynferđismálum er Biblíuţekking Hildar Eirar ekki beysnari en í framangreindu, en ţađ á hún reyndar sameiginlegt međ fjölda undanlátssamra tízkupresta Ţjóđkirkjunnar nú um stundir. Og nú mun ţađ nýjast ţar uppi á borđum, ađ biskup Íslands neiti ađ vígja ţau prestsefni, sem vilja ekki taka ađ sér ađ gefa samkynja pör saman í hjónaband! En einmitt ţađ vígslu-atferli stríđir beint gegn bođi og leiđsögn Jesú sjálfs og skaparans. Um leiđ brýtur ţessi nauđung í bága viđ úrskurđi Mannréttindadómstóls Evrópu um samvizkufrelsi, eins og hinn tvöfaldi doktor, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, landsins mesti Lúthersfrćđingur, hefur bent á.

Sbr. fyrri umfjöllun hér: Ríkiskostađri lágkúru hossađ í ţćtti Gísla Marteins.

 

Jón Valur Jensson.


Ríkiskostađri lágkúru hossađ í ţćtti Gísla Marteins

Ţeim, sem hafa nef fyrir siđlausum klám-óhrođa, varđ ađ ósk sinni í Viku­nni hans Gísla í Rúv á föstu­dags­kvöld. Taka má undir međ orđum Ágústu Evu um máliđ. Gísli lćtur eftir á ekki ná í sig til andsvara.

Hver er ábyrgđ Rúv á yfirgangi af svćsnu tagi, langdregnum, ómúsíkölskum og leiđinlegum? – međ Gísla strákinn síhlćjandi! Skarp­héđinn Guđmunds­son, dag­skrá­rstjóri Rúv, lćtur ekki ná í sig til andsvara. Kemur kannski til af eđlilegri skömmustu­kennd! En ţeir eiga báđir ađ svara fyrir gerđir sínar.

Ađ menn reyni ađ réttlćta ţetta međ ţví, ađ til sé eitthvert tvíeyki undir nafninu Úlfur úlfur, sóđalega klámfengiđ, er vitaskuld út í hött. Viđ réttlćtum ekki ljótt rugl jađarhóps međ öđru ljótu annars jađarhóps.

Ţjóđin á fullan rétt á ţví ađ vera hlíft viđ öllum óhrođa í dýrri dagskrá sem hún kostar sjálf og sýnd er á vöku­tíma barna. Ađrir geta svo reynt ađ selja sinn görótta spillingarbođskap á frjálsum markađi, án niđurgreiđslu eđa öllu heldur án međgjafar ţjóđarinnar, sem aldrei var hér spurđ álits. En lagiđ stóđ vissulega undir nafni: "Ógeđsleg".

Ríkisvaldiđ á miklu frekar ađ styđja viđ kristiđ siđferđi; sú afstađa er a.m.k. nćr anda stjórnar­skrárinnar (62. gr.) heldur en hneyksl­anleg yfirgangs­semi öskrandi villinga.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Aldrei skammast mín jafn mikiđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um árleg tvöföldun á fjölda kristinna sem láta lífiđ vegna trúar sinna (úr predikun sr. Maríu Ágústsdóttur í Dómkirkjunni)

"Ţverkirkjulegu samtökin Open Doors áćtla ađ áriđ 2013 hafi 2123 manns látiđ líf sitt fyrir ţađ eitt ađ játa kristna trú, og er ţađ fjölgun um helming, boriđ saman viđ áriđ 2012 ţar sem slík dauđsföll voru 1201. Af ţessum 2123 létu 1213 lífiđ í Sýrlandi sem skýrir aukninguna á milli ára. Međal annarra landa efst á listanum eru Norđur-Kórea, Sómalía, Írak og Afganistan.

Áriđ 2014 misstu hins vegar flestir játendur kristinnar trúar lífiđ í Nígeríu, alls 2484 manns samkvćmt ţessari talningu.

Ţetta eru ískyggilegar tölur og viđ skiljum ekki hvernig ţađ getur kostađ manneskju lífiđ ađ játa trú á kćrleiksbođskap Krists. En á sama tíma missir fjöldi fólks lífiđ í alls konar ađstćđum sem hefđi mátt koma í veg fyrir. Allt er ţađ ađ sjálfssögđu í andstöđu viđ anda Guđs sem er Lífiđ sjálft. Viđ erum kölluđ til ađ viđhalda lífinu og ţađ krefst samtakamáttar, kćrleika og heilinda."

Ţetta er úr predikun sem sr. María flutti 18. janúar 2015 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hvert líf er dýrt er yfirskrift ţeirrar predikunar, eins og hún birtist á vef Ţjóđ­kirkjunnar, Tru.is. Greinarskilum og feitletrun er bćtt viđ hér, sem og yfirskrift ţessa bloggs. -JVJ.


Nú, er ţá islam byggt á Kóraninum EKKI trúarbrögđ friđar?

Er ţetta ekki harla athyglisvert um niđurstöđu Oxford-frćđirannsókna (smelliđ á undirstrikuđu orđin), á sama tíma og Rúv og 365, Samfylkingin og pólitískt "rétttrúađir" segja allt ađra sögu:

Svona eru málin rćdd í háskólanum í Oxford (en á Íslandi er einstefna um málefniđ): https://www.facebook.com/libtardmedia/videos/1660998274117523/
Famed Oxford University officially declares that based on the ...
Famed Oxford University officially declares that based on the Koran Islam is NOT a religion of peace

Reynt var ađ bćta hér viđ myndbandinu góđa, en ţađ tókst ekki. Smelliđ bara á bláu línuna hér á eftir, ţá birtist erindiđ frábćra:

JVJ.


mbl.is Ţúsundir vígamanna Ríkis íslams í Evrópu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Álitsskaddađ hrunsfólk til leiđandi áhrifa? - Nei, bara ţađ bezta á Bessastađi!

Ţorgerđur Katrín íhugar forseta­frambođ! (sjá neđar). Nýskipuđ er hćfnis­nefnd í at­vinnu­vega­ráđu­neyti. Til ađ dćma um 38 sem sóttu um var Baldur Guđ­laugs­son, fv. ráđun.stj., talinn af ráđ­herra hćf­astur nefnd­ar­for­mađur, var ţó sá, sem einna fyrstur ţurfti ađ sitja inni á Kvía­bryggju vegna hruns­mál­anna (talinn hafa misnotađ sér innherjaupplýsingar).

Ragnheiđur Elín Árnadóttir og (formlega) Sigurđur Ingi Jóhannsson sýsluđu um skipan ţessarar nefndar.

Er ţetta merki um siđbćttan Sjálfstćđisflokk? ––Nei, ţví miđur! Hćgri og miđjumenn ćttu bersýnilega ađ snúa sér ađ öđrum úrkosti í stjórnmálum, t.d. fullveldissinnuđum flokki sem virđir kristna arfleifđ ţessa lands í orđi og verki og tekur ekki í mál ađ ábyrgđar­laus "No Border"-stefna nái hér yfirhendinni.

Undirritađur getur ekki mćlt međ trúsystur sinni Ţorgerđi í forseta­frambođi, ţví ađ ekki er stefna hennar í eftir­farandi málum á neinn hátt samrýman­leg viđ stefnu okkar í Kristnum stjórnmála­samtökum:

 1. Hún er í ţeim minnihlutahópi í Sjálfstćđis­flokknum (sem ţó hefur of mikil áhrif ţar í forystu­liđinu), sem veikur er fyrir ţví ađ láta innlima Ísland í Evrópusambandiđ, sbr. hér. 
 2. Hún greiddi atkvćđi međ Buchheit-lagafrumvarpinu um Icesave-máliđ 16. febrúar 2012, ţau sömu ólög sem forseti Íslands synjađi stađfestingar á og ţjóđin hafnađi međ eindregnum meirihluta í ţjóđaratkvćđagreiđslu.
 3. Hún sagđi í viđtali á Omega stuttu fyrir kosningar, ađ hún vćri ekki hlynnt fóstur­eyđingum, en ađ samt myndi hún ekkert gera til ađ vinna gegn ţeim – ekki taka ţađ frá konum ađ geta sjálfar ráđiđ ţeim!

Ţađ er trúlega rangt ađ eigna Ţorgerđi persónu­lega ábyrgđ á fjármála-umsvifum eigin­manns hennar í ađdraganda hrunsins (1900 milljóna kúlulánsmáliđ), en horfandi til baka verđur ţó ađ segja eins og er, ađ ţađ styrkir ekki beinlínis stöđu hennar nú, ađ eiginmađurinn slapp skađlaus og dómslaus fyrir horn í ţví máli.

En gleđifrétt í lokin: Ţađ er jafnvel líklegt, ađ nú sé ađ koma fram frábćrt frambođ valinkunns kristins einstaklings til forsetaembćttisins (og hér er ekki veriđ ađ tala um frambođ séra Vigfúsar, ađ honum ólöstuđum). Fylgizt međ!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ţorgerđur Katrín íhugar frambođ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blađamađur jarđsyngur fyrirbćriđ fráleita: borgaralaun!

"Borgaralaun" er eitt af fáum stefnumálum Pírata og međal ţess galnasta sem komiđ hefur fram á pólitískum vettvangi. Ekki er ţetta vinnuhvetjandi né verđmćtaskapandi! Stefán Gunnar Sveinsson blm. ritađi á nýliđnum degi kostulega háđsgrein um ţetta fyrirbćri og hlutar ţađ í sundur liđ fyrir liđ. Ţegar tveir og tveir verđa fimm nefnist grein hans og ćtti ađ vera skyldulesning og dreifast á öllum fundum ţar sem veruleikafirrta sjóránsfólkiđ rekur fram nefiđ. En Stefán Gunnar er einn snjallasti pistlahöfundur Morgunblađsins og ţótt víđar vćri leitađ. Í óborganlega fyndnum pistlum á ţó Jón Sigurđur Eyjólfsson, bankţankahöfundur á Fréttablađinu, vinninginn, sjá HÉR!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sakađi forsćtisráđherra um ţvćtting
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđs lýđur, krossins tak ţú tré

Langafasta stendur yfir, ţađ er tími sjálfsafneitunar, ef vel á ađ vera, ekki ađeins í mat og drykk. Gjafmildi, lestur í Ritningunni og guđrćkileg íhugun gagnast opnum huga.

Hér er birtur í fyrsta sinn á netinu fallegur sálmur Guđbrands Jónssonar, rithöfundar og prófessors ađ nafnbót, en hann var sonur Jóns Ţorkelssonar, magisters og dr. phil. í íslenzkum frćđum, ţjóđskjalavarđar (skáldsins Fornólfs), merkra ćtta, og fađir Loga lögfrćđings, fv. framkvćmdastjóra St Jósefsspítala í Landakoti.

Guđbrandur var mikilvirkur rithöfundur og annálađur essayisti og hélt oft útvarpserindi um ferđir sínar og hugđarefni, og eru til allnokkur greinasöfn hans á bókum, t.d. Gyđingurinn gangandi, Ađ utan og sunnan og Sjö dauđasyndir. Ennfremur er hann höfundur mikillar ćvisögu Jóns biskups Arasonar, sem kom út hjá Hlađbúđ á fjögurra alda ártíđ herra Jóns og sona hans Ara og Björns, sem allir Íslendingar eru komnir af, en Guđbrandur sjálfur var kaţólskur.

Mun fleira mćtti skrifa um Guđbrand, sem var vel ţekktur mađur á sinni tíđ, en vindum okkur ađ sálminum, sem er ţýddur (frumhöfundur H. Vejser), en vel gerđur og kom undirrituđum á óvart ţennan sunnudag, ţví ađ fyrr hafđi ég ekki séđ kveđskap eftir Guđbrand, en sunginn er hann viđ fallegt lag:

 

Guđs lýđur, krossins tak ţú tré

trútt ţér á herđar, ţótt hann sé

ţungur ađ bera, ţessi raun

ţiggur margföld og eilíf laun.

 

Í laun ţér veitist vegsemd ein,

ađ verđa´ ađ Kristí lćrisvein;

speki og ţróttur vaxa víst,

veita mun ţér af slíku sízt.

 

Tak ţér á herđar Herrans kross,

hljóta munt ţá hiđ ćđsta hnoss:

félag og sćta samanvist

sífellt viđ Drottin Jesúm Krist.

JVJ tók saman.


Andlitsmynd forsetans

    Í Hvíta húsinu í Washington, sem er bústađur forseta Bandaríkjanna, getur ađ líta silfurskífu eina. Ef mađur virđir hana fyrir sér í nokkurri fjarlćgđ, sést naumast nokkuđ frábrugđiđ viđ hana. En gangi mađur nćr, sér mađur ađ ţađ er letrađ á hana. Og ţegar viđ förum ađ lesa letriđ, er ţađ ekki minna en ţađ, ađ stjórnarskrá Bandaríkjanna er letruđ ţarna međ forkunnarfögru letri.

    Athugi mađur skífuna enn nánar, sér mađur ađ letri og stafagerđ er svo meistaralega fyrirkomiđ ađ andlitsmynd af Georg Washington, frelsishetju og fyrsta forseta Bandaríkjanna, birtist ţar fyrir sjónum manns í letrinu. Ţađ er auđvitađ mynd ţessa merka manns, sem gefur skífunni hennar mikla gildi.

    Biblían lítur út eins og ađrar bćkur, fljótt á litiđ. Hún felur í sér fjölda bókstafa, sem mynda orđ og merkingar. Lesir ţú Biblíuna alla, kynnist ţú mörgum mönnum á blöđum hennar. Ţú kynnist spámönnum og postulum, konungum, skriftlćrđum og alţýđumönnum. Áhrifin verđa svo margţćtt og auđug, ađ ţú átt örđugt međ ađ draga ţau saman í eina heild. En rannsakir ţú Biblíuna nákvćmlega verđa áhrifin frá einni persónu sterkari en frá öllum öđrum samanlagt. Mynd ţessa persónuleika kemur alls stađar fram, fögur, björt og geislandi. Ţađ er eins og hver einasta persóna Biblíunnar, bođskapur og pennadráttur bendi okkur á ţessa óviđjafnanlegu mynd, og ţessi mynd er Jesús Kristur.

    Enskur prestur, Birch ađ nafni, heimsótti mann, er lá á banabeđi. Hinn deyjandi mađur hafđi beđiđ hann ađ tala viđ sig.

    — Ég hef sent bođ eftir yđur, sagđi mađurinn, ekki til ţess ađ tala viđ yđur um trúmál, ţví ađ ég trúi engu slíku. Hins vegar vil ég fá tćkifćri til ţess ađ ţakka yđur fyrir góđleika yđar og hlýleika, sem ţér hafiđ ávallt sýnt mér og mínu fólki.

    — Viljiđ ţér gjöra svo vel ađ gefa mér svar viđ einni spurningu? spurđi Birch.

    — Já, ef ég get, og ef ţađ er óviđkomandi öllum trúmálum.

    — Eins og yđur er ef til vill kunnugt um, ţá á ég ađ tala fyrir mörgu fólki í kvöld. Ég segi mörgu fólki, ţví ađ ég býst viđ ţví, ađ ţađ verđi svo. Meirihluti ţess er fátćkt fólk, sem innan skammrar ćvistundar stendur allt viđ dauđans dyr, eins og ţér geriđ nú. Og nú kemur spurningin: Um hvađ á ég ađ tala viđ fólkiđ?

    — Ţađ varđ löng ţögn. Síđan sagđi mađurinn međ titrandi rödd og augun full af tárum:

    — Herra Birch! Segđu fólkinu frá Jesú. Talađu um hann, ţrátt fyrir allt!Afturelding, 1. mars 1967.


mbl.is Yrđi ekki pólitískt frambođ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Snorri mun fara í bótamál hafi Akureyrarbćr ekki frumkvćđi ađ borga honum bćtur

Snorri Óskarsson, jafnan kenndur viđ Betel, mun sćkja sér bćtur til Akureyrarbćjar vegna uppsagnar sem dćmd hefur veriđ ólögmćt, hafi bćrinn sjálfur ekki frumkvćđi ađ ţví ađ greiđa honum bćtur vegna málsins. Kemur ţetta fram í frétt á Visir.is 17. febrúar sl. Sagđi hann ađ ţađ ráđist á nćstu dögum hvort Akureyrarbćr muni hafa frumkvćđi ađ veita honum bćtur, ef ekki, muni hann fara í bótamál.

Hćstiréttur úrskurđađi ţann 11. febrúar sl. ađ uppsögn hans sem kennara í Brekkuskóla hafi veriđ ólögmćt. Ţađ gerđi líka Hérađsdómur Norđurlands eystra sl. haust og innanríkisráđuneytiđ í júlí 2012. Var uppsögnin vegna ummćla hans um samkynhneigđ á bloggsíđu sinni, en ţađ var fyrir utan vinnutíma hans og utan veggja skólans. Skólayfirvöld og bćjarstjórn höfđu engan rétt til ţess ađ segja honum upp. Hefur ţetta mál skađađ Snorra og fjölskyldu hans ákaflega mikiđ ţví Snorri hefur veriđ sviptur launum sínum í hátt í 4 ár.

Fyrst bćjarstjórn Akureyrar kann ekki ađ skammast sín og biđjast afsökunar er sjálfsagt fyrir Snorra ađ krefjast bóta vegna uppsagnar og launamissis. Réttast vćri ađ láta bćjarfulltrúana, sem stóđu ađ uppsögn hans, greiđa hluta kostnađarins, vegna misbeitingar valds. En ţetta mál hefur ekki ađeins skađađ Snorra og fjölskyldu hans heldur einnig alla bćjarbúa. Nćsta skref í málinu ćtti ađ vera endurráđning hans en Akureyrarbćr hefur hingađ til trássast viđ ţađ. En Snorri hefur lýst yfir vilja sínum til ţess ađ hefja aftur starf í Brekkuskóla.

Undirritađur óskar Snorra velfarnađar í málarekstrinum, ef ađ verđur, enda standa Kristin stjórn­mála­samtök alfariđ á móti hvers konar skođanakúgun og skerđingu á samviskufrelsi opinberra starfsmanna sem og annarra starfsstétta.

Steindór Sigursteinsson.

Heimild: visir.is/snorri-i-betel-mun-saekja-ser-baetur/article/2016160219016


Klúđur borgarstjórnarmeirihlutans - vitnisburđur verkfrćđings

Glćsilegt var viđtal viđ Sigfús Thorarensen byggingarverkfr. í Reykja­vík vikublađi nýlega. 

„Ég tók saman ađ gamni nokkur klúđur borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans, en listinn er stöđ­ugt ađ lengjast:

1. Flutn­ingarnir međ hreyfi­hamlađa og fatlađa. Ţađ var eitt stórt skipulagsleysi. Meira ađ segja var sagt upp hópi fatlađs fólks til ađ koma ţessu vanhugsađa verkefni á. Hver ber eiginlega ábyrgđ á ţví og hver var kostnađur af ţví?

2. Viđskiptabanniđ á Ísrael.

3. Stjórnleysiđ á fjármálum borgarinnar. Ţegar illa gengur í fyrirtćkjum er oftast reynt ađ auka framleiđni og spara í starfsmannahaldi. Ţessu virđist ekki vera viđ komandi hjá núverandi borgarstjórn, heldur er dregiđ úr ţjónustu og gjöld á borgarbúa hćkkuđ.

4. Flugvallarmáliđ, ţar sem gefiđ er út framkvćmdaleyfi án samţykkis innanríkisráđherra. Ţegar svo borgin fer í málaferli viđ ríkiđ er málinu vísađ frá vegna formgalla.

5. Í sorphirđunni er ţjónustan minnkuđ og gjöldin hćkkuđ. Ţá var á dögunum borin fram til samţykktar áćtlun í 42 liđum í ţessum málaflokki án ţess ađ nokkur kostnađaráćtlun lćgi fyrir.

6. Mjókkun Grensásvegar er ónauđsynleg framkvćmd uppá 170 milljónir.

7. Nýlega voru lögđ á enn hćrri gjöld vegna nýbygginga á sama tíma og flestir eru sammála um mikilvćgi ţess ađ draga úr byggingarkostnađi.

8. Píratarnir eru kapítuli út af fyrir sig. Ţeir hafa manna mest talađ fyrir almennum atkvćđa­greiđslum og gagnsći og lýđrćđi. Samt starfa ţeir međ meirihluta ţar sem ţessi prinsip eru gjörsamlega jörđuđ. 

Svona mćtti lengi halda áfram ađ telja.“

Mun fleira fróđlegt var í ţessu viđtali Reykjavíkur vikublađs 6. ţ.m. viđ ţennan margreynda verkfrćđing. Međal annars mćlir hann sérstaklega međ mislćgum gatnamótum; einnig ţar er gagnrýni hans beitt:

Vanrćkslan er stórhćttuleg 

Hann fćr ţessa óbeinu spurningu frá ritstjóra blađsins, Birni Jóni Bragasyni:

"Borgarstjórnarmeirihlutinn virđist vera mjög andsnúinn mislćgum gatnamótum, en viđ komumst varla hjá ţví ađ reisa ný mannvirki af ţví tagi?"

Sigfús svarar:

„Mikill umferđarţungi kallar á mislćg gatnamót. Allt of mikiđ fer til spillis ţegar bílar stöđva á fjöl­förnum gatnamótum, ađ ekki sé minnst á mengunina sem af ţessu hlýst. Sama fólk sem talar á móti mislćgum gatnamótum segist vilja ađ viđ búum í heilsu­sam­legri borg. Hjálmar Sveins­son, formađur umhverfis- og skipulags­ráđs borgar­innar, var í viđtali viđ Morgunblađiđ ţegar Parísar­fund­urinn var ađ byrja. Ţar talađi hann um ađ lćkka umferđarhrađa úr 60 í 50 km/ klst. Ţetta mun ţýđa meiri mengun, enda eykst brennslan á ekinn kílómetra ţegar dregiđ er úr hrađa. Ţetta á ekki síđur viđ um hrađa­hindranir, en fjöldi hrađa­hindrana á íbúa í Reykjavík hlýtur ađ vera algjört heimsmet. Vanrćkslan á gatna­viđhaldi borgar­innar er grein af sama meiđi. Hún er bćđi mengandi og stór­hćttuleg. Ís sem frýs í hjólförum á slitnu malbiki og pottholur eru vísvitandi slysagildrur.“ 

Eigum viđ ekki ađ hlusta á ţessa rödd reynslu og skynsemi? 

En koma tímar, koma ráđ til ađ losa borgarbúa undan ţessum mistćka meirihluta.

JVJ.


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband