Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Sukkiđ á borginni kemur niđur á heilsu okkar vegna svifryks!

Ţađ er allt í járnum í fjármálum borgar­innar, Dagur B. & Co. rúst­uđu borgar­sjóđi, hafa ekki efni á ađ spúla göt­ur né sópa rusl af gang­stéttum, leik­skólar í al­gerri kreppu,* en eyđslan heldur samt áfram hjá ţessu vinstra liđi: minnkar ekkert viđ sig of­tekin borgar­fulltrúa­launin og hefur jafnvel vara­borgar­fulltrúa á 70% fullra launa borgar­fulltrúa! Ennfremur er ekkert veriđ ađ loka ţeim mörgu nýju skrifstofum sem vinstri meiri­hlutinn stofnađi til hér og hvar í miđbćnum, ţegar manna­hald vildar­vina og flokka­gćđ­inga var orđiđ svo mikiđ, ađ ţeir komust ekki lengur fyrir í Ráđhúsinu!

* Sbr. Vísisfrétt í dag: Alvarleg stađa blasir hjá leikskólum í Reykjavík vegna niđurskurđar.

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Svifryk yfir heilsufarsmörkum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristnir menn verđa sérstaklega fyrir ofsóknum í heiminum

Ţađ er allvíđa ráđizt ađ kristnum mönnum í heiminum, af ţví ađ ţeir eru kristnir, s.s. í Norđur-Kóreu, Írak, Sýrlandi, Jemen, Pakistan.

Nú var t.d. ráđizt á kristna menn sérstaklega međ sjálfsmorđssprengjuárás í skemmtigarđi í Lahore í Pakistan. Ţar fórust 30 börn. "Meira en sjötíu fórust og á fjórđa hundrađ sćrđust. Ţar af eru 25 í lífshćttu. Sjónarvottar segja ađkomuna hrćđilega, enda börn stór hluti látinna og slasađra, en árásarmađurinn sprengdi sprengjuna nálćgt hringekju og öđrum barnaleiktćkjum." (ruv.is/frett/thjodarsorg-i-pakistan-eftir-hrydjuverk)

Jama­at-ul-Ahrar, sam­tök sem klufu sig frá talíbön­um í Pak­ist­an, hafa lýst yfir ábyrgđ á árás­inni. Sam­tök­in sögđu hana hafa beinst gegn kristn­um, en ţeir eru í mikl­um minni­hluta í Pak­ist­an, ađeins um 2% íbú­anna. (Mbl.is, leturbr. hér.)

Reyndar var fólk af ýmsum trúarbrögđum statt í garđinum, og meirihluti fórnarlambanna var múslimskur, en tilgangur árásarmanna samt ađ skađa kristna sem mest.

Ţađ sama gerir öfgaislamista-hreyfingin Boko Haram í Nígeríu og nágannalöndum og beitir svívirđilegum ađferđum, eins og allir eiga ađ vita. Karlmenn eru drepnir, húsin í ţorpum kristinna brennd, en konur og dćtur settar í kynlífsánauđ.

Hrikaleg er međferđin á kristnum í fanga- eđa dauđabúđum Norđur-Kóreustjórnar, en framhald er hún af sambćrilegri međferđ kristinna í Sovétríkjum Leníns og Stalíns, í Rauđa-Kína og Kambódíu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Hvađa glćp höfđu ţessi börn framiđ?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Páskalambi voru er fórnađ ... Bođiđ ţetta öllum ţjóđum"

Ţrjá daga í röđ gaf kaţólski bisk­upinn í Reykjavík söfnuđi sínum gleđileg fordćmi evang­el­ísks anda, er minnzt var fórnar­verks og upp­risu Krists, međ sam­félag viđ ađrar ţjóđir inn­siglađ í messu­haldiđ, međ bćn­um og söng á pólskri tungu eins og íslenzku. 

Ţađ, sem einhverjum kann einhvern tímann ađ hafa komiđ fyrir sjónir sem eignarhaldsfélag íslenzkra á Kristskirkju í Landakoti, er ţađ greinilega ekki nú. Pólskar messur eru haldnar ţar međ mesta fjölmenni hvern sunnudag kl. 13. Og á skírdegi nú, föstudeginum langa og á páskavöku síđla laugardagskvölds leiddi biskupinn, herra Davíđ Tenzer, messuna í ţessum anda. Nú ţegar nýtur hann vinsćlda sem í senn alţýđlegur og traustur, alúđlegur og andlegur í ţjónustu sinni, og hér sást í öllum ţessum messum, ađ ađ hann vill samlögun sinna safnađarbarna, hvort heldur fćdd eru á Íslandi eđa í Póllandi, í Austur- eđa Vestur-Evrópu, í Suđaustur-Asíu eđa í öđrum heimsálfum. Áberandi var hve fjölmennt var í hinni löngu messu á föstudeginum langa og eins á skírdag, og viđ fengum ađ heyra fallega söngva líka á öđrum tungum.

Páskavakan byrjađi á vígslum utan dyra, skírnarvatns og hátíđar-messukertis, sem allir fengu sinn eld af á kerti sem ţeir báru lengi messunnar, og svo hófst fyrsti stóri messuliđurinn innan dyra međ langri inngöngubćn kyrjađri á pólsku. Fleiri bćnir og söngvar voru á ţví máli í messunum ţremur, auk íslenzku og latínu og fleiri tungumála.

Biskupinn leggur mjög mikla áherzlu á brćđralag allra, innfćddra sem innfluttra, og á kćrleikshug gagnvart ţeim sem hingađ leita skjóls úr viđsjálum heimi.

Ţetta er smá-frásögn af messu í söfnuđi undirritađs, og viđ munum einnig flytja fregnir af messuhaldi víđar.

Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn. Gleđilega páskahátíđ!

Jón Valur Jensson.


Hugleiđing um krossfestingu Jesú Krists í tilefni páskahátíđarinnar

 

Núna, í upphafi páska­hátíđ­ar­inn­ar, ţegar kirkjan heldur upp á og heiđrar ţján­ingu Frels­arans og dauđa hans á krossi og upp­risu, er vert ađ minnast ţess sem Jesús Kristur gerđi fyrir okkur.


Hann hafđi veriđ svikinn af einum lćri­sveina sinna, Júdasi Ís­kar­íot.  Vinir hans, hinir lćris­veinarnir, höfđu yfirgefiđ hann af hrćđslu viđ ađ ţeir kynnu líka ađ verđa handteknir og ţeim refsađ ef ţeir reyndu ađ koma honum til hjálpar. Hann hafđi veriđ yfirheyrđur af öldungaráđi lýđsins, ćđstu prestunum og frćđi­mönn­unum sem dćmdu hann dauđa sekan. Ţeir fengu lýđinn til ađ samţykkja ađ hann yrđi kross­festur ţegar Pontíus Pílatus vildi bjóđa ţeim ađ hann yrđi látinn laus í stađ Barnabasar sem var rćningi. En ţađ var hefđ fyrir ţví hjá Pílatusi ađ frelsa einn bandingja á páskunum.

Viđ ţekkjum flest frásögnina af ţví hvađ gerđist eftir ţađ. Hann var hýddur međ gaddasvipu höggin 40, ţyrni­kóróna var sett á höfuđ hans, hann var látinn bera kross sinn til Golgatahćđar, en hann kiknađi undan byrđinni og mađur ađ nafni Símon var látinn bera kross Jesú síđasta spölinn til aftökustađarins. Ţar á Golgatahćđ var hann krossfestur, rómverskir hermenn ráku nagla í gegnum hendur hans og fćtur og síđan var hann látinn hanga á krossinum.  Eftir nokkurn tíma, um nón, gaf hann upp andann.

Jesú Kristur gerđi ţetta allt fyrir okkur. Hann vildi ađ viđ fengjum í gegnum fórnar­dauđa hans eilíft líf og fyrirgefningu synda okkar. Hann gerđist stađgengill fyrir okkur. Viđ áttum skilda refsingu fyrir ţađ illa sem viđ höfđum gert, en hann tók á sig refsingu okkar.  Hann býđur okkur öllum ađ koma til sín, taka trú á hann og fá hjá honum fyrirgefningu synd­anna og eilíft líf. Jóhannes postuli segir svo fallega í guđspjalli sínu: "Ţví ađ svo elskađi Guđ heiminn ađ hann gaf son sinn eingetinn til ţess ađ hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Jóh 3:16.

Nafniđ JESÚS ţýđir Frelsarinn. Nafniđ, sem honum var gefiđ af Guđi, áđur en hann var fćddur. "Eigi er heldur annađ nafn undir himninum, er menn kunna ađ nefna, er oss sé ćtlađ fyrir hólpnum ađ verđa". Post 4,12b. Einasti möguleikinn til frelsis fyrir alla menn er ađ ţeir líti upp til Krists í trú. Og “í trúnni á hann eigum vér öruggan ađgang ađ Guđi”, eins og stendur í Efesus 3,12b. En ţađ er miklu meira í friđţćgingarverki Krists en fyrirgefning syndanna. Ţessi Jesús er Frelsarinn, sem frelsar okkur frá allri synd. Hann er Sigurvegarinn, sem gefur ţann kraft, sem ţarf til ađ lifa sigrandi lífi. Ađeins ađ viđ lítum upp til hans, ţví TRÚ VOR, hún ER SIGURAFLIĐ, sem hefur sigrađ heiminn.

En lítum nú til hans, sem negldur er ţar á krossinn á Golgata, međ ţyrnikórónu á höfđinu. Blóđiđ streymir úr sárum hans. Hver dropi er dýrmćtur, ţví ađ ţađ er líf Guđssonarins, sem gefiđ er í syndafórn. Hann er hlýđinn allt fram í dauđann á krossinum. Hann leiđ ekki ađeins líkamlegar kvalir, heldur miklu meira. Ţegar hann tók syndir okkar á sig, ţá sneri Guđ sér frá honum, ţví ađ synd mannkynsins kom ţá upp á milli hans og Guđs. Hann hrópađi í angist sinni á krossinum: „Guđ minn, Guđ minn, hví hefur ţú yfirgefiđ mig”.

Kristur var ţarna gerđur ađ synd vor vegna, og ţess vegna varđ hann yfirgefinn af Guđi. En um leiđ og hin kalda hönd dauđans kramdi hjarta hans til dauđa, gat hann sigri hrósandi hrópađ: „Ţađ er fullkomnađ! Fađir í ţínar hendur fel ég anda minn!" Ţá skelfdist himinn og jörđ, sólin varđ svört eins og hćrusekkur og björgin klofnuđu. Einnig fortjaldiđ í musterinu rifnađi frá ofanverđu og allt niđur í gegn.

Ţá opnađist hinn nýi og lifandi vegur alla leiđ inn í himininn. Ţessi vegur byrjar ţarna viđ Golgata og ţegar mađurinn kemst til lifandi trúar á Krist, sem Frelsara sinn, ţá fćr hann ađ reyna sannleika ţeirra orđa, ađ Kristur er Vegurinn, og ef hann gengur Veginn, kemst hann heim til himna ađ lokum. En frásögn ritn­inganna endar ekki ţarna ţví dauđinn fékk ekki haldiđ syni Guđs. Eftir dauđa Jesú á kross­inum reis hann upp frá dauđum á ţriđja degi. Ađ lokum eru hérna orđ Krists í Jóhannes 11,25: "Jesús mćlti: "Ég er upp­risan og lífiđ. Sá sem trúir á mig, mun lifa, ţótt hann deyi."

Steindór Sigursteinsson.


Mismunun gagnvart konum sem missa fóstur

Hversvegna er konum mismunađ sem missa fóstur miđađ viđ ţćr sem láta eyđa fóstri?

Konur sem missa fóstur ţurfa ađ borga sjúkrakostnađ en ekki ţćr sem velja ađ eyđa fóstri.

Sjá um ţađ nánar hér (smelliđ): Aníta ţarf ađ reiđa fram 60 ţúsund krónur vegna fósturláts: „Ţetta gerir ţessa hrćđilegu lífsreynslu helmingi erfiđari“.

 • Mikil fjárútlát sem fylgja eftirfylgni og rannsóknum - „Ömurlegt ađ ţurfa ađ greiđa tugi ţúsunda fyrir ţá lífsreynslu ađ missa fóstur“ 

Rósa Ađalsteinsdóttir, Vopnafirđi.


Guđrún Margrét sýnist okkur góđ manneskja á Bessastađi

Ein af hug­myndum hennar er ađ koma á ár­legri góđgerđar­viku ţjóđar­inn­ar „ţar sem all­ir leggj­ast á eitt viđ ađ gera gott og viđ bless­um ţá sem minna mega sín, af ţví ađ sćlla er ađ gefa en ţiggja. Og svo er eitt sem viđ get­um alltaf gert og ţađ er ađ biđja fyr­ir ţjóđinni."

Ţannig talar Guđrún Margrét Pálsdóttir sem í gćr tilkynnti forsetaframbođ sitt. Ţetta er stórt skef fyrir hana, en skref í átt til enn meiri ţjónustu, til viđbótar viđ allt sem ţegar var komiđ í 27 ára sjálfbođavinnu hennar fyrir ABC barnahjálpina.

Guđrún segist hafa brennandi áhuga á velferđ ţjóđarinnar.

Ungur ákvađ ţessi hjúkrunarfrćđingur ađ helga sig ţeirri hugsjón og köllun ađ vinna í ţágu hinna fátćkustu allra, sem bjuggu viđ ömurlegar ađstćđur í fátćkrahverfum í Afríku og víđar í ţriđja heiminum.

Og sjá: Henni lánađist allt sem hún vann ađ, var 22 árum eftir stofnun ABC barnahjálpar komin međ 12.000 unga skjólstćđinga, ýmist í skólavist eđa heimavist, ţar sem ţeim var séđ fyrir fćđi og fatnađi, húsaskjóli og menntun. Ţetta starf hefur fariđ fram á Filippseyjum, Indlandi, Úganda, Kambódíu, Bangladesh, Pakistan, Kenýa, Líberíu og víđar, og menn geta lesiđ um ţađ í ţessu opna og einstaklega frćđandi Morgunblađsviđtali viđ hana sumariđ 2011: Barátta upp á líf og dauđa.

HÉR er hún ásamt Guđrúnu samstarfskonu sinni í viđtali í Bítinu hjá Heimi og vinkonu hans á Stöđ 2, frá sumrinu 2012. Tugir ţúsunda barna hafa fariđ í gegnum ABC-skólana og mest fyrir hjálp stuđningsađila ABC, sem lagt hafa fram misháar mánađarlegar upphćđir: ýmist fyrir mat og fötum og skólagöngu eđa fyrir heimavist ađ auki. Frćđizt nánar um ţetta yndislega starf, sem er í fullum gangi, á abc.is!

En ţetta verđa allir ađ lesa: grein hennar í Fréttablađinu, ţar sem hún svarar öđrum Íslendingi, manni sem hafđi reyndar bćđi spáđ í tilvist Guđs og í forsetaembćttiđ, ţ.e.a.s. Jóni Gnarr, en sú grein hennar er hér: Ađ leita og finna ekki – opiđ bréf til Jóns Gnarr. Ţetta er einstaklega falleg grein. Ef einhver er hugsi eđa fullur efasemda um ađ trúuđ manneskja eigi erindi á Bessastađi, ţá er bezt ađ láta ekki ađra um ađ túlka ţađ fyrir ykkur, heldur ađ "hlusta" á hana sjálfa í einlćgri lýsingu hennar á mótun sinni – og ađ kynnast henni ţar sjálfri – einmitt í ţessari grein.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sótti svariđ í Biblíuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Dagur B. Eggertsson góđur borgarstjóri? Yfirgnćfandi meirihluti ţátttakenda í könnun Útvarps Sögu segir stórt NEI ! - Spilling afhjúpuđ

Ţessi skođa­ana­könnun fór fram yf­ir alla helg­ina og gott betur, frá föstu­dags­hádegi fram undir há­degi á mánu­degi. "Telur ţú ađ Dag­ur B. Egg­erts­son sé góđ­ur borg­ar­tjóri?" var spurt, svör komu frá hvorki fleiri né fćrri en 1408, hlut­lausir voru 21 (1,5%), JÁ sögđu 160 eđa 11,4%, en NEI sögđu 1227 eđa 87,1%. 

Image result for Dagur B. Eggertsson Dagur B. Egg­erts­son – glatađi trausti borgarbúa.

Í Kristnum stjórnmálasamtökum undrumst viđ ekki ţessa niđurstöđu. Viđ höfum haldiđ uppi margvíslegri gagnrýni á stjórnarhćtti borgarinnar í tíđ núverandi meirihluta í borgarstjórn og raunar lengur (sbr. fćrsluflokkinn Borgarmálefni). Međal annars fórum viđ fyrir löngu ađ gera ţađ, sem nánast hvert mannsbarn gerir núna: ađ gagnrýna ábyrgđarlausa vanrćkslu borgaryfirvalda viđ viđhald gatnakerfisins. En miklu fjölţćttari er gagnrýni okkar, m.a. í siđferđismálum og varđandi stefnuna í skólamálum, s.s. ţá ósvinnu ţesa heiđna (?) borgarstjórnarmeirihluta (virđist a.m.k. heiđinn) ađ vilja halda Nýja testamentinu sem allra lengst frá skólabörnum.

Og nú eru margir Reykvíkingar – og ekki ađeins bíleigendur – farnir ađ ţrá lausn sína frá ţessum vanhćfu áhugamönnum um stjórn borgarinnar. 

Eitt ţađ grófasta, sem ţeir hafa gert af sér, er ađ hlađa gríđarlega undir sjálfa sig í launum, međ ţví ađ hćkka laun borgarfulltrúa upp úr öllu valdi. Menn ráđa hvort ţeir kalla ţetta "aumingjavćđingu" eđa "vinavćđingu", en alveg var ljóst frá upphafi, ađ vinnuvika ţeirra var stutt og ţetta ţví ekki annađ en ađ seilast í vasa borgarbúa til ađ njóta "ávaxtanna" af kjöri ţessa hóps til valdatöku í Ráđhúsinu. 

Ţađ, sem jafnvel hefur fariđ enn lćgra í fréttum – jafnvel svo, ađ undirritađur frétti fyrst af ţví í gćr – er sú stađreynd, ađ laun varaborgarfulltrúa voru ákveđin 70% af launum borgarfulltrúa, og hafa ţessir varaborgarfulltrúar ţó ekkert ađ gera, nema tilkallađir séu í forföllum eđa fríum hinna. Fyrir nefndarsetur er svo án efa borgađ ađ auki.

Ţetta minnir ţví á valdayfirtöku flokka sums stađar í bćđi Bandaríkjunum og í löndum međ lítt ţróađ lýđrćđiskerfi: ađ tćkifćriđ er óspart notađ til ađ rađa međreiđarsveinum á jötuna í hin ýmsu embćtti og verktakastörf ađ auki til ađ "fá sem mest út úr ţessu" fyrir sína menn! 

Ţannig eru vinstri flokkarnir í Reykjavík, en hér hefur hins vegar veriđ mćlt međ verulegri lćkkun launa borgarfulltrúa, og síđast í gćr lagđi undirritađur til, ađ laun varaborgarfulltrúa yrđu fćrđ niđur í 25% (í mesta lagi) af launum borgarfulltrúa.

Ţađ er vel hćgt ađ spara í borgarkerfinu, en ţar eru verstu fjendur vinstri mannanna ţeir sjálfir og sú einţykkni ţeirra ađ halda viđ styrkjakerfinu fyrir ţeirra eigin áhangandi bitlingamenn, ţ.á m. í ýmsum stofnunum borgarinnar sem leyft var ađ tútna út og fengiđ var dýrt húsnćđi fyrir utan Ráđhúsiđ eđa borgarskrifstofurnar í höllinni stóru og dýru viđ Borgartún.

Jón Valur Jensson.


Selfosskirkja á 60 ára vígsluafmćli nú á föstudaginn langa

Sr. Sig­urđur Páls­son, sókn­ar­prest­ur í Hraun­gerđi og á Selfossi, vígslu­biskup Skálholts (d. 1987), var  mikill kirkju­höfđingi og einn ţeirra sem stuđluđu ađ end­ur­vakn­ingu mess­unnar í kirkju­lífi Ţjóđ­kirkj­unn­ar, og veitti ekki af. Ţađ gerđi hann m.a. međ sinni fallega útgefnu messubók, međ áherzlu á altaris­sakramentiđ og anda frum­kirkjunnar. Var hann ásamt mönnum eins og sr. Arngrími Jónssyni í Odda, síđar í Háteigskirkju, og syni sínum sr. Sigurđi Sigurđarsyni (einnig vígslubiskupi og bú­settum ţá í Skálholti) ötull viđ rannsóknir á sögu messunnar og skrif í ţví skyni ađ endurvekja upphaflegan anda hennar í kirkjunum.

Svo mćlti Sigurbjörn Einarsson biskup í rćđu sinni á prestastefnu 1972, eftir ađ Sigurđur hafđi látiđ af störfum sem sóknarprstur og vígslubiskup: 

Sr. Sigurđur Pálsson hefur veriđ svipsterkur og litríkur fulltrúi stéttar sinnar, manna mćlskastur og jafnan vekjandi í viđrśđum. Kirkjunnar mađur og elskhugi hefur hann veriđ frá ungum aldri og međ árunum orđinn fróđastur manna hérlendis í ýmsum kirkjulegum frśđum, einkum í litúrgískum efnum.

Hátíđarmessa fór fram í Selfosskirkju í gćr í tilefni 60 ára vígsluafmćlisins, og var ţar margt manna saman komiđ, m.a. tveir synir Sigurđar Pálssonar, en látinn er valmenniđ Sigurđur sonur hans, sem ţjónađi einmitt Selfoss­kirkju, áđur en hann fćrđi sig um set til Skálholts. Ţarna var m.a. prófessor Gunnlaugur A. Jónsson, sem var í miklu vinfengi viđ ţá feđga, bćđi á Selfossi og Reykhólum, ţar sem Sigurđur eldri bauđ sig fram til ţjónustu eftir ađ hafa fullnađ öll sín ţjónustuár syđra, en dr. Gunnlaugur var međal ţeirra, sem fluttu ávörp viđ hátíđarmessuna. Ţar hefđi kannski einhver viljađ vera sem fluga á vegg – nei, ađ sitja á međal góđs fólks!

Stefanía Gissurardóttir og sr. Sigurđur Pálsson.

Einnig undirritađur kynntist ásamt öđrum gestrisni ţessara feđga og eiginkvenna ţeirra, Sesselju heitinni Gissurardóttur (mynd ţessi af ţeirri höfđingskonu međ sr. Sigurđi eldra sést betur í viđtengdri frétt Mbl.is) og frú Arndísi Jónsdóttur (sem er reyndar ţremenningur viđ neđan­greindan) á heimilum ţeirra á Selfossi og í Skálholti. Einnig stendur mér heimsókn sr. Sigurđar Pálssonar í guđfrśđideild HÍ enn fyrir hug­skots­sjónum. En samherji var hann, međ sínum sérstaka hćtti ţó, herra Sigurbjarnar Einarssonar biskups í endurreisn kenningartrús kristindóms í Ţjóđkirkjunni, eftir ađ nýguđfrśđin hafđi herjađ ţar lengi á hugi manna. En nú er reyndar aftur sú vá fyrir dyrum, ađ ofurlíberal lausungar-guđfrśđi (ef guđfrśđi skyldi kalla ađ sumu leyti) er orđin helzti frek tízkustefna ţessa áratugar í sömu guđfrśđideild, sem heitir raunar öđru nafni nú.

HÉR á vefnum góđa, timarit.is, sjá menn S.P. getiđ á mörgum stöđum í Kirkjuritinu, tímariti Prestafélags Íslands, á árabilinu 1972-2004 (velja má víđara tímasviđ í leit, en Kirkjuritiđ hóf göngu sína 1935 og kemur enn út, ađ vísu í mjög breyttri mynd og fátt orđiđ um ýtarlegar greinar ţar, svo ađ undir­rituđum ţykir vart taka ţví ađ kaupa ţađ, en gerir ţađ ţó af gömlum vana).

Ef menn leita vel og af ţolinmćđi í ţessu hefti Kirkjuritsins 1978, ţá finna ţeir ţar til dćmis greinar eftir ţá feđgana, Sigurđana báđa, og nefnast ţćr: Fórnarsöngur eftir Sigurđ eldra (bls. 69–70) og Tíđasöngur í Lögumklaustri eftir Sigurđ yngra (hefst á bls. 36). En til ađ kynna sér ýtarlega ritskrá ţeirra geta menn leitađ í Guđfrśđingatal hiđ nýjasta.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 60 ár frá vígslu Selfosskirkju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Írskur var hann, ekki íslenzkur

Ţađ fór sem mađur hafđi látiđ sér detta í hug, ađ ţađ vćri Íri, en ekki Íslendingur, sem slasađist í hryđjuverkaárásinni í Istanbúl í gćr. Ţjóđin getur ţví andađ léttar, ţótt skađinn sé jafnmikill fyrir ţá einstaklinga sem ţetta urđu ađ ţola.

Hér höfđu ţegar veriđ skrifađar tvćr greinar um ţetta misskilningsmál, báđar ţó byggđar á heimildum fréttamiđla sem taldir eru traustir hér á landi; en báđar ţćr greinar voru fćrđar í ţá veru ađ fullyrđa ekkert fast í ţví efni. Annađ, sem varđar m.a. Schengen-svćđiđ og hćttuleg áhrif tvennra hryđjuverkasamtaka í Tyrklandi, heldur ţó enn gildi sínu í ţeim pistlum.

JVJ.


mbl.is Ekki Íslendingur heldur Íri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nánari fréttir frá Istanbúl - enn óvissa í morgun hvort Íslendingur sćrđist, en ţađ reyndist svo vera rangt

Jafnvel skv. fréttum frá Istanbúl fyrir hádegiđ var enn óljóst, hvort Íslend­ingur var međal sćrđra í hinni öfl­ugu sjálfs­vígs­árás ţar í gćr, en ÍRI reyndist hann vera. Tyrknesk yfir­völd voru enn međ hann sem Íslending á lista sćrđra í morgun, ţótt utan­ríkis­ráđu­neyti okkar fengi neina stađ­festingu ţess, og í tilkynningu ţess í gćr sagđi:

"Ut­an­rík­is­ráđuneytiđ fékk ţćr upp­lýs­ing­ar frá tyrk­nesk­um stjórn­völd­um fyrr í dag ađ ís­lensk­ur rík­is­borg­ari hefđi veriđ á međal ţeirra sem lentu í árás­inni en ţrátt fyr­ir mikl­ar eft­ir­grennsl­an­ir borg­araţjón­ustu ráđuneyt­is­ins og rćđismanns Íslands í Ist­an­búl hjá tyrk­nesk­um lög­reglu­yf­ir­völd­um og sjúkra­hús­um Ist­an­búl hef­ur ekk­ert komiđ fram sem stađfest­ir ađ Íslend­ing­ur hafi lent í árás­inni. 

Borg­araţjón­usta ráđuneyt­is­ins mun halda áfram ađ afla stađfest­ing­ar á ţessu og birta frek­ari upp­lýs­ing­ar ţegar til­efni er til.“

En nú er ţađ sem betur fer komiđ í ljós, ađ Íslendingur var ţetta ekki.

Nánari upplýsingar hafa nú borizt af fórnar­lömbunum: Međal látinna var 31 árs Írani og ţrír Ísraelsmenn (kona og tveir karlmenn, 40 og 70 ára), en banda­rísk yf­ir­völd segja raunar, ađ tveir ţeirra séu banda­rísk­ir rík­is­borg­ar­ar. Ađ minnsta kosti ţessir fjór­ir lét­ust í árás­inni sem var gerđ klukk­an 11 ađ stađar­tíma í gćr­morg­un (klukk­an 9 ađ ís­lensk­um tíma) á fjöl­far­inni versl­un­ar­götu, Istiklal Caddesi, í evr­ópska hluta borg­ar­inn­ar. Tug­ir sćrđust, ţar af nokkr­ir al­var­lega. (Mbl.is í morgun.) Taliđ er ađ árásin hafi bćđi beinzt ađ bygg­ingu borg­ar­inn­ar og ferđamönn­um.

Enn er ekki ljóst hverj­ir stóđu á bak viđ árás­ina en fjöl­miđlar sem styđja stjórn­völd í Tyrklandi herma ađ Ríki íslams hafi átt hlut á máli en hryđju­verka­sam­tök­in bera ábyrgđ á nokkr­um árás­um í Tyrklandi und­an­far­in miss­eri. Ţar á međal sjálfs­vígs­árás á bláu mosk­una í Ist­an­búl í janú­ar. 

Meint­ur til­rćđismađur er sagđur heita Sa­vas Yild­iz, 33 ára tyrk­nesk­ur öfgasinni. (Mbl.is)

Og enn er ţetta í sömu frétt frá Istanbúl: "Af ţeim 36 sem sćrđust eru 12 út­lend­ing­ar ađ sögn heil­brigđisráđherra, Meh­met Mu­ezz­in­oglu. Ţar af sex Ísra­el­ar, tveir Írar, einn Ţjóđverji, Íslend­ing­ur, Írani og einn frá Dúbaí."

En ţetta hefur nú reynzt rangt um Íslendinginn, ţví ađ ÍRI er mađurinn, sbr. nýrri pistil hér frá síđdegi ţessa pálmasunnudags.

Stađan er alvarleg í landinu međ tenn virk og öflug hryđjuverkasamtök ţar: Ríki islams og kúrdísk öfgasamtök, sbr. ţessa greiningu:

Alls hafa yfir 200 lát­ist í fimm sprengju­til­rćđum í Tyrklandi frá ţví í júlí í fyrra. Ţrjú ţeirra eru á ábyrgđ Rík­is íslams og af­sprengi PKK, Verka­manna­flokks Kúr­d­ist­an, ber ábyrgđ á hinum tveim­ur. (Mbl.is)

Er ţađ ennţá og í alvöru stefna manna í Brussel ađ veita Tyrkjum fullan ađgang ađ Schengen-löndum án vegabréfsáritunar?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Enn óljóst um ţjóđerni fórnarlamba
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband