Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Biđjum fyrir Fćreyjum, ađ ný lög um hjónabandiđ verđi ekki ađ veruleika!

Nú er bćđi lokiđ annarri og ţriđju um­rćđu í fćr­eyska ţing­inu um frum­varp um ný „hjúna­bands­lóg“, ađ ţau nái til sam­kynja para. Enn eru ţó tvö stig eftir í ferl­inu, fyrst í danska ţing­inu, svo aftur í ţví fćr­eyska. Kristnir Fćr­ey­ing­ar biđja nú fyrir ţví, ađ ţetta frum­varp, sem ţeir kalla rétti­lega óbiblíu­legt og segja "ungodly", verđi ekki samţykkt á endanum. 

Sumum virđist liggja í augum uppi, ađ danska Folketinget samţykki frum­varpiđ sjálf­krafa, en ţađ er misskilningur. Í bréfi fćreysks ţing­manns segir svo:

 • No one knows what the Danish parliament will do because there are rules between the countries in the community of realm [í Danaveldi], which limits the Danish parliament´s opportunities to make changes.
 • And although the Danish parliament adopts these changes, the bill must be passed once again in the Faroese parliament before it becomes valid in the Faroe Islands.

Og takiđ eftir:

 • Overall, despite the passing of the bill in the Faroese parliament not a single homosexual will [as yet] have the opportunity to be married in the Faroe Islands! ... and no one knows whether or when this may become possible.

Viđ í Kristnum stjórnmálasamtökum (17 manns í félaginu) tökum undir međ áđurnefndu bćnarákalli. Hjónaband fyrir samkynja fólk samrýmist engan veginn Nýja testamentinu né kenningu Krists.

Treystum nú enn á mátt bćnarinnar, biđjum fyrir brćđrum okkar og systrum í Fćreyjum, hver sem kynhneigđ ţeirra er, en minnumst ţess ćvinlega, ađ framar ber ađ hlýđa Guđi en mönnum, eins og postularnir réttilega sögđu í anda meistara síns.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Hjúnabandslógin“ samţykkt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hugleiđing um kristni og bókstafstrú.

Eftir Guđmund Pálsson lćkni.

Guđmundur Pálsson Ţađ ţykir fínt ađ hjá prestum ađ hafna bók­stafs­trú. Ţeir segja ţađ hik­laust viđ hvern sem er án ţess ađ tapa andlitinu og traustinu. Ég tal­ađi viđ einn ţeirra nú fyrir stuttu. 

Svo virđist sem orđiđ bókstafs­trú sé notađ til ađ menn geti afneitađ kristinni trú á snyrti­legan hátt frammi fyrir alţjóđ á ţeim forsendum ađ viđ­kom­andi hafi ekki áhuga á Ritningunni sem eilífum sannleika, heldur hafi hann valiđ út sína "skynsemistrú" ţar sem hann velji úr Biblíunni ţađ sem passar nútímanum. 

En ekki er allt sem sýnist ţví sá prestur sem gerir ţetta hefur oft hljótt um hin mestu tíđindi guđspjallanna ţví efni ţess er orđiđ svo bjagađ og óţekkjanlegt ađ ţađ er engu ađ fagna lengur.

Tökum dćmi úr Lúkasarguđspjalli ţar sem segir frá Kristi nýupprisnum, en ţar stendur í 24. kapítula:

Nú voru ţau ađ tala um ţetta og ţá stendur hann sjálfur međal ţeirra og segir viđ ţau: „Friđur sé međ yđur!“ 
En ţau skelfdust og urđu hrćdd og hugđust sjá anda. 
Hann sagđi viđ ţau: „Hví eruđ ţiđ óttaslegin og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta ykkar? 
Lítiđ á hendur mínar og fćtur ađ ţađ er ég sjálfur. Ţreifiđ á mér og gćtiđ ađ. 
Ekki hefur andi hold og bein eins og ţiđ sjáiđ ađ ég hef.“ 
Ţegar hann hafđi ţetta mćlt sýndi hann ţeim hendur sínar og fćtur. 
Enn gátu ţau ekki trúađ fyrir fögnuđi og undrun. 
Ţá sagđi hann viđ ţau: „Hafiđ ţiđ hér nokkuđ til matar?“ Ţau fengu honum stykki af steiktum fiski og hann tók ţađ og neytti ţess frammi fyrir ţeim.

Nú gćti mađur spurt: hvađ er hér ađ gerast? Hann reis upp samkvćmt Ritningunni í líkama sínum og sýndi ţeim naglaförin. Trúir ţú ţessu, lesandi góđur? Kannski gerir ţú ţađ. 
En ef viđ segjum ţess í stađ: "Nja, í líkama hefur hann nú ekki risiđ upp hvađ sem öllu líđur", ţá hrynur ekki bara ţessi kapítuli heldur margt annađ einnig sem eru algjör grundvallaratriđi trúarinnar. 

Hvađ viljum viđ fella út nćst? Svona rekur hvert annađ, endalaust á međan viđ skrćlum utan af hinni helgu bók.

Önnur algeng spurning er hvort Kristur hafi veriđ eingetinn. Ekki virđast prestar fá skömm fyrir ađ afneita ţví. 

Spurningin fjallar um fađerni Krists. Ef viđ segjum ţađ lygisögu sem Kristur sjálfur sagđi (Ég er sonur föđurins) og ađ María hafi skrökvađ ţegar hún sagđist ekki hafa karlmanns kennt [Lúk 1:34], ţá gerum viđ ţetta fólk ađ lygurum. Og hvađ höfum viđ ţá međ ađ gera ađ prédika kenningar ţess yfir höfuđ?

Ef viđ gerum ţetta sem ég lýsi hér ađ ofan mun hinn lifandi Kristur ekki kannast viđ okkur. Og er ţađ ekki ţađ versta sem fyrir manninn getur komiđ? Ótvírćtt. Og Heilagur Andi mun ekki birtast okkur ţó viđ köllum í bćnum okkar, heldur er hann víđs fjarri. Ţví andi sannleikans svarar ekki ţeim sem afneitar sannleikanum. 

Kannski undrumst viđ ţá viđbrögđ hins almáttka og förum í stađ ţess ađ skreyta kristni okkar međ öđru efni, stjórnmálum, mannréttindatali, dćgurtali, vistfrćđikenningum, sálarfrćđi guđleysingja eđa hverju sem vera skal. 

Erum viđ ţá ekki komin burt á eigin fleka út í reginhaf, ţar sem viđ rekum fram og aftur ţangađ til viđ sjáum okkur um hönd og leitum strandarinnar aftur?

 

Endurbirt af Facebók Guđmundar Pálssonar.


Hvenćr verđur líf til? Vísindamenn hafa fundiđ svariđ.

Merkileg uppgötvun vísinda­manna, er varđar ţađ sem gerist ţegar sćđi manns og egg konu koma saman:

Ljósbjarmi birt­ist viđ frjóvg­unina og líf verđur til. Upp­götvun ţeirra hefur gert ţá for­viđa af undrun yfir ţví sem ţeir sáu.

Guđ er ljós. Er ađ furđa ađ ljós Guđs birtist ţegar Hann gefur líf?

Sjá grein og myndband á The Telegraph - Science frá í fyrradag, 26. apríl 2016.

http://www.telegraph.co.uk/science/2016/04/26/bright-flash-of-light-marks-incredible-moment-life-begins-when-s/

Eggs flash as they meet sperm enzyme, capturing the moment that life begins

Kćrleiks kveđjur.

Tómas Ibsen.


Hryđjuverk yfirvofandi í Stokkhólmi viđ veizluhöld ţjóđhöfđingja?

Frá Stokkhólmi í Svíţjóđ. Mynd úr safni.

Margir eru uggandi í Stokkhólmi vegna upplýs­inga frá öryggis­lögreglu Íraks um ađ 7-8 liđs­menn Ríkis islams séu komnir til Sví­ţjóđar og hyggi á hryđju­verk á sjö­tugs­afmćli Carls Gústafs kon­ungs.

Norđmenn eru tregir til ađ senda sinn Har­ald kon­ung í veizlu­höldin, en reyndar hefur viđbún­ađar­stig í Stokkhólmi ekki veriđ hćkkađ vegna ţessa. Sćnska lög­reglan er ţó vel á verđi, og ţetta er mikiđ umtalađ í fréttum í dag.

Fjölda erlendra gesta er bođiđ til hátíđahaldanna, sem gćtu veriđ skotmark ISIS-manna, en einnig hefur heyrzt, ađ ţeir hyggi á hryđjuverk gegn almenningi.

Í Svíţjóđ er mikiđ af múslimum, allt ađ 450-500.000, um 5% landsmanna, ţótt opinberlega skráđir séu "ađeins" 106.327. Minnumst ţess hér, ađ taliđ var auđveldara fyrir Brussel-hryđjuverkamennina ađ leynast í borginni en ella, vegna ţess ađ ţar eru stór hverfi múslima.

Hundruđ Norđurlandabúa hafa gengiđ til liđs viđ Ríki islams og ţekkja vel til í sínum gömlu heimahögum. Ef ţessi bilun ţeirra í trúarefnum er á alvarlegu stigi, er ţví vissara ađ tjalda til öllum ţeim vörnum sem lögregla og herir ţessara landa hafa úr ađ spila. Ennfremur er fráleitt ađ hleypa inn í löndin vegabréfslausu fólki, eins og tíđkazt hefur á Íslandi í ábyrgđarlausu bjartsýniskasti viđkomandi yfirvalda.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Segja 7-8 vígamenn í Svíţjóđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn af máli aflands­drottn­ingar ... og leigu­pennum ţeirra hjóna

Spurt var á vef Útvarps Sögu frá kl.12 á föstu­dag til kl.12 í dag: "Tel­ur ţú ađ eign­ar­hald í 365 miđl­um hafi áhrif á frétta­flutn­ing 365 miđla?" 1207 tóku ţátt, ţar af sögđu 1127 JÁ (93,4%), 68 NEI (5,6%); hlut­lausir voru 12. 

Ţetta segir sína sögu um álit fólks á ađ­stćđ­um leiđara­höf­unda Frétta­blađsins undan­farna daga, ekki sízt Magnúsar Guđmundssonar í dag, og jafnvel ađalritstjórans Kristínar Ţorsteinsdóttur í fyrradag! Ritstjórn og leiđarahöfundar blađsins hafa veriđ iđin viđ sem mesta ŢÖGGUN gagnvart aflandssjóđaeignum 365-drottning­ar­innar og drottingar­mannsins!

Samt skrifar Guđmundur Andri Thorsson eins og "barn í lögum" í sama blađ í dag:

 • "Sá sem uppvís verđur ađ ţví ađ geyma fé sitt utan viđ samfélag sitt hefur ţar međ fyrirgert samfélagslegri sćmd sinni. [Ţetta gerđu ţó ćttfeđur GAT sjálfs, sjá HHG hér! - innskot jvj.] Og mun ekki endur­heimta hana međ frekju og ofstopa heldur auđmýkt, raun­verulegri iđrun og yfirbót."

Sem betur fer sér ţó slíkrar yfirbótar stađ hjá honum sjálfum, ţví ađ nokkrum línum neđar ritar hann (leturbr. mín):

"Ţađ sem vinir mínir í VG og Samfó virtust aldrei almenni­lega skilja í síđustu ríkisstjórn var ađ Icesave-máliđ snerist um ţetta: ađ borga ekki skuldir óreiđu­mannanna, en láta ţá sjálfa gera ţađ úr sínum leyni­reikningum, sem smám saman eru nú ađ koma í ljós, nú síđast á vegum eigenda ţessa blađs."

Já, bragđ er ađ ţá barniđ finnur. En ćtli ţađ fái lofuđu sumarhýruna í ár?

Hitt skal ekki vanmetiđ, ađ ć fleiri hafa vogađ sér á seinustu misserum ađ taka Samfylkinguna og Vinstri grćn í karphúsiđ vegna Icesave-svikasamninganna. Ţađ gerir Guđmundur Andri á sinn mínímalíska hátt hér, og ţađ gerđi jafnvel sjálfur Samfylkingar-formađurinn Árni Páll Árnason međ eftirminnilegum hćtti líka.

En "vituđ ér enn", Steingrímur J. og Jóhanna?!

Takiđ líka eftir ţví, ađ ţarna er Guđmundur Andri farinn ađ taka orđrétt undir frćg ummćli Davíđs Oddssonar í Kastljósţćtti eftir bankahruniđ ("Viđ borgum ekki skuldir óreiđu­manna")! Guđmundur mćtti ţví endurskođa ýmis önnur orđ sín um persónu Davíđs í ţessum pólitísku maraţonpistlum sínum í velborgandi Fréttablađinu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Geyma milljarđa í Lúxemborg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hollenzk "Sema Erla Serdar" lent í fangelsi Erdogans?

Fyrir 100 árum var talađ um Tyrkland sem "sjúka manninn í Evrópu". Ţetta virđist endur­taka sig nú međ nýjum hćtti. Ţrátt fyrir nálgun til ESB er ţetta lög­reglu­ríki islam­istans* Erd­og­ans harđ­svír­ugt gagn­vart borgara­rétt­indum eins og tján­ingar­frelsi. Viđ hverju öđru má búast í landi ţar sem um 2.000 móđg­ana­mál gegn forset­anum eru til skođunar?! Máls­höfđ­anir vegna slíkra móđgana gegn for­setanum hafa marg­fald­azt ţar í landi frá ţví ađ Er­dog­an tók viđ ţví embćtti í ág­úst 2014 (áđur var hann forsćtisráđherra).

Tyrk­neska rćđismanns­skrif­stof­an aug­lýsti op­in­ber­lega eft­ir upp­lýs­ing­um frá Tyrkj­um í Hollandi um nei­kvćđ eđa niđrandi um­mćli á net­inu um Er­dog­an, Tyrki eđa Tyrk­land. For­sćt­is­ráđherra Hol­lands hef­ur sagst munu biđja yf­ir­völd í An­kara um frek­ari skýr­ing­ar á mál­inu.

Ţar áđur komst í há­mćli ákvörđun ţýskra yf­ir­valda um ađ leyfa mál­sókn gegn ţarlend­um grín­ista fyr­ir ađ fara međ níđvísu um Er­dog­an. (Mbl.is)

Ebru Umar, hollenskur blađamađur af tyrkneskum ćttum.

Lögreglu- og málssókna-net tyrkneskra yfirvalda teygir sig ţví einnig til (annarra) Evrópu­landa međ býsna áleitnum hćtti. Nú var í morgun veriđ ađ handtaka hollenzka blađakonu á ferđ hennar í Tyrklandi. Hún er af tyrkneskum uppruna, en um leiđ og hún fór ađ "tísta gagnrýnum ummćlum um Recep Tayyip Erdogan," sem birzt höfđu í grein í hollenzku blađi, Metro, ţá var tyrkneska lögreglan mćtt á ţröskuldinn hjá henni. Hún gćti ţá hugsanlega bćtzt í hinn stóra hóp pólitískra fanga í landinu, nema hollenzkum diplómötum og stjórnvöldum takist ađ fá hana leysta úr haldi, en ekki mun ţađ sefa Tyrkjastjórn gagnvart hinum frjálslyndu Hollendingum. Njósnastarf hennar varđandi gagnrýnisraddir á Erdogan mun trúlega halda áfram á hollenzkri grund.

Á sama tíma hefur ţessu Tyrklandi Erdogans veriđ veitt einstök forréttindi í Evrópu­sam­band­inu: Talađ er fullum fetum um ađ flýta ađildarumsókn Tyrklands ađ bandalaginu, ennfremur fćr ţađ sex milljarđa evra ađ launum í ár (og meira seinna) fyrir samkomulag um skipti flóttamanna (fyrir hvern einn, sem sendur er frá Lesbos eđa öđrum stöđum í Grikklandi til baka til Tyrklands, fćr Tyrkjastjórn ađ senda einn til Evrópu í stađinn!), og í ţriđja lagi verđur öllum tyrknesum borgurum, hátt í 80 milljónum, gefinn réttur til ţess í sumar og framvegis ađ ferđast um allt Schengen-svćđiđ án vegabréfsáritunar! Hvernig ćtli hollenzkum gagnrýnendum lítist á ţađ ađ fá útsendara hins islamska Erdogans í nágrenni viđ sig? Enn­fremur er ţetta augljós leiđ inn í Evrópu (Schengen-svćđiđ!) fyrir alla ţá hryđjuverkamenn sem geta aflađ sér borgararéttinda eđa falsađs vegabréfs í Tyrklandi.

En kröfunni um, ađ Ísland segi upp Schengen-samn­ingnum, eykst nú verulega fylgi hér á landi; m.a. hefur Mogga­bloggarinn Ívar Pálsson rökstutt hana mjög vel (sjá nýjustu grein hans hér: Nú reynir á Tyrkja­samning ESB og á Schengen), einnig sjálfstćđismađurinn sanni Jón Magnússon hrl. (sjá endurbirtingu tímamóta­greinar hans HÉR!) sem og Íslenska ţjóđfylkingin, nýstofnađur flokkur sem hyggst láta ađ sér kveđa og mun án efa draga til sín atkvćđi frá Sjálfstćđis- og Framsóknarflokki vegna linkindar ţar í ţessum málum öllum.

Image result for Sema Erla Serdar Viđ Íslendingar eigum líka okkar hálftyrknesku Semu Erlu Serdar, sem er framarlega í Samfylkingunni. Hún á ţađ reyndar ekki sameiginlegt međ hollenzk-tyrknesku blađakonunni ađ vera gagnrýnin á Erdogan; miklu fremur er Sema Erla gagnrýnin á allt sem fellur ađ hennar mati undir harđa andstöđu viđ islam í Evrópu eđa viđ óheft flćđi múslima til okkar, og lćtur hún ţá óspart fjúka skammarheiti eins og "rasismi", "íslamófóbía", "útlendingaandúđ" og annađ af sama taginu. Greinar hennar á Eyjunni, m.a. sú nýjasta, Tröllunum svarađ, aftur! eru ţessu marki brenndar. Ţar, á umrćđuslóđ, á undirritađur nokkrar ágengar fyrirspurnir, sem hún hefur ekki svarađ í reynd, og veikir ţađ málstađ hennar óneitanlega. (Skođiđ ţar líka "Sýna 4 [eđa fleiri] svör ađ auki í ţessum ţrćđi" međ ásmellingu, til ađ fylgjast međ framgangi umrćđunnar!)

En ţađ er af stórmennum ađ frétta, ađ sjálf Angela Merkel heimsćkir nú um helgina Tyrkland til ađ styrkja hinn umdeilda samning ESB viđ ţađ land. Međvirknin er á fullu hjá Evrópusambandinu, alltaf veriđ ađ passa upp á sjúka manninn í Evrópu og gera vel viđ hann í stađ ţess ađ sýna lýđrćđisréttindum Kúrda og annarra tyrkneskra borgara virđingu og standa vörđ um öryggi Norđurálfu.

* Tekiđ skal fram, ađ flokkur Erdogans hefur sjálfur talađ um sig sem islamistaflokk, sem andstćđu ţeirrar veraldarhyggju (secularization) sem einkennt hefur pólitíska arfleifđ Mustafa Kemal Atatürk, sem náđi völdum í landinu fyrir hartnćr einni öld.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Lögreglan viđ hurđina. Ekki ađ grínast.“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Traustur prestur tekur viđ á Eyrarbakka

Sr. Kristján Björnsson í Vest­manna­eyjum er nýskipađur sóknar­prestur í Eyr­ar­bakka­presta­kalli. Hann er međal traust­ari presta Ţjóđ­kirkj­unn­ar og kirkju­ráđs­mađur. Hepp­inn var hann, ađ í hópi um­sćkj­end­anna fimm voru karl­menn í meiri­hluta, ţrír af fimm, ţví ađ ella hefđi mátt búast viđ ţví, ađ hinn sífelldi ţrýstingur á ađ vígja konur til prests­embćtta hefđi sveigt Agnesi biskup enn einu sinni til ţess sama.

Til dćmis um yfirgnćfandi fjölda kven­presta međal nývígđra eđa nýskip­ađra presta má benda á, ađ í setningar­rćđu Agnesar biskups á Prestastefnu 13. ţessa mánađar í Digraneskirkju kom fram, ađ frá síđustu prestastefnu hefur Agnes skipađ 13 presta í stöđur í Ţjóđkirkjunni, ţar af níu konur. En ţađ er fariđ ađ vekja athygli innan kirkjunnar, hve ofur­haldnir ýmsir kvenprest­arnir eru haldnir af ofur­frjálshyggju ţeirri, sem herjar nú á lúthersku kirkjuna hér á landi. Athuga mćtti til dćmis hvort víst sé um a.m.k. eina ţessara níu kvenpresta, ađ hún fylgi í raun trúar­kenningu lúthersku kirkjunnar. Ţessi lausungar­stefna međal útskrif­ađra kvenguđfrćđinga skrifast trúlega á áherzlur kvennaguđfrćđinnar í guđfrćđideild HÍ á ţessari öld, en um leiđ á vanrćkslu ţar viđ kenningar­festu og samkirkjulegan arf kirkjunnar.

Séra Kristján hefur ţjónađ Vestmanna­eyingum vel, en ekki eru samgöngur enn komnar í fullkomiđ form viđ landiđ, og verđur honum auđveldara nú ađ sćkja mikilvćga fundi Kirkjuráđs. Honum fylgja héđan blessunar­óskir vegna hans nýja starfsvettvangs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kristján skipađur sóknarprestur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđs undir lögum allir eru

Einn í Íslensku ţjóđfylkingunni kvađst vilja, ađ "á Íslandi gildi bara íslensk lög sem Alţingi Íslendinga hefur samţykkt," ekki lög trúfélaga. Undirritađur svarađi ţannig:

 

Guđs undir lögum allir eru,

einsćtt ađ honum lútum vér.

Í bođorđum tíu blessun er;

brjótum viđ ţau, ţá illa fer!

–––Talađu einlćgt í ţá veru.

Allt, sem viđ hugsum, Drottinn sér.

 

JVJ.


Hérađsnefnd Austurlands­prófasts­dćmis vill ađ Ţjóđkirkjan standi vörđ um lög um helgi­daga­friđ sem "stođ mann­rétt­inda á kristnum grunni“

Ţetta kemur fram í ályktun sem nefndin sendi stjórn Prestafélags Íslands 11. ţ.m. Undir hana rita sr. Davíđ Baldursson, Ólafur Egg­ertsson og sr. Sigríđur Rún Tryggvadóttir. Var ályktun ţessi send vegna ţess ađ Prestafélag Íslands hefđi sent inn jákvćđa umsögn um frumvarp ţingmanna Pírata og Bjartrar framtíđar um ađ lög um helgidagafriđ verđi afnumin.

Eiga ţau heiđur skilinn fyrir ađ standa í gegn frumvarpi ţessu sem ekki ađeins gerir lítiđ úr kristnum siđ og hefđum á landinu heldur mun ţađ stuđla ađ meira vinnuálagi vinnandi fólks, ţví margir atvinnurekendur munu notfćra sér ţessa nýju löggjöf til ţess ađ hafa fyrirtćki sín opin á helgidögum og ţrýst verđur á starfsfólk ađ vinna, jafnvel ţótt áfram verđi í kjarasamningum ákvćđi um frí á helgidögum.

Einnig mun ţetta raska ţeirri kyrrđ og ró sem hefur einkennt ţessa helgidaga kirkjunnar hingađ til. En tilgangur laganna um helgidagafriđ er ađ vernda helgihald og tryggja friđ, nćđi, hvíld og afţreyingu almennings á helgidögum ţjóđkirkjunnar sem eru: Sunnudagar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, uppstigningardagur, annar dagur hvítasunnu, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, ađfangadagur jóla og jóladagur.

Í umsögn Prestafélagsins um frumvarp Pírata og Bjartrar framtíđar segir: "Félagiđ telur ađ slík lög eigi ekki viđ í nútíma samfélagi ţar sem fólk ađhyllist mismunandi trúarbrögđ og lífsskođanir og straumur ferđafólks hefur stóraukist." Er ţetta ekki í fyrsta skipti sem stjórn prestafélagsins gerir lítiđ úr kristnum siđ og Biblíulegum gildum til ţess ađ ţóknast ríkjandi tíđaranda í ţjóđfélaginu. Má ţar nefna blessun yfir guđlastslögin svonefndu og stuđning viđ frumvarp um ein hjúskaparlög.

Í frumvarpinu kemur fram ađ straumur ferđamanna til landsins hafi aukist, einkum um jól um páska. Ađ "rétt sé ađ atvinnurekendur ákveđi sjálfur hvort ţeir hafi opiđ en í samráđi viđ starfsmenn." Ferđafólk sem kemur til landsins hlýtur ađ virđa ţćr kristilegu hefđir sem eru hér ríkjandi. Ekki ber ađ slíta fólki út á löghátíđum kirkjunnar og valda fólki auknu vinnuálagi og ţreitu, enda er mikill hluti ferđamanna frá löndum ţar sem kristni er í meirihluta og ćtti ţví ađ hafa skilning á ţessu.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Lög um helgidagafriđ barn síns tíma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forstjóri Sláturfélags Suđurlands segir blekkingum vísvitandi beitt í áróđursstríđi gegn landbúnađarkerfinu

Á ađalfundi félagsins 18. mars. sl. sagđi forstjóri ţess Steinţór Skúlason ađ ţví sé ranglega haldiđ fram ađ landbúnađarkerfiđ haldi aftur af nýsköpun og frelsi bćnda. Einnig ađ aukinn innflutningur og afnám ţessa „vonda“ kerfis bćti hag bćnda og neytenda og losi bćndur úr einhverjum fjötrum.

„Ţađ er ţekkt áróđurstćkni ađ síendurtaka ranga hluti og gera ţá međ ţeim hćtti ađ viđurkenndum stađreyndum í huga fólks.“  „Í kjötframleiđslunni eru allir frjálsir ađ ţví ađ framleiđa eins og ţeir vilja. Ţađ er ekkert kerfi sem stjórnar framleiđslunni eđa heldur aftur af bćndum,“ segir Steinţór.  „Fullyrđingar um annađ eru vísvitandi blekkingar.” “Stuđningur viđ landbúnađ er mikill á Íslandi eins og ađstćđur landsins krefjast. En ţví má ekki gleyma ađ stuđningurinn hefur minnkađ mikiđ á liđnum árum sem hlutfall af landsframleiđslu.“

Málflutningur SA líkt og Samtaka verslunar og ţjónustu hefur miđast viđ ađ knýja fram afnám verndartolla vegna innlendrar landbúnađarframleiđslu. Ţrátt fyrir ţađ er ljóst ađ flest önnur ríki veraldar beita óspart slíkum tollum til ađ vernda sína innlendu framleiđslu.

Í bréfi Samtaka atvinnulífsins (SA) sem sent var fjárlaganefnd Alţingis 29. febrúar sl. er harđlega gagnrýnt ţađ sem kallađ er aukin tollvernd sem felist í nýjum búvörusamningum.  Segir SA m.a. í bréfinu ađ tollvernd á alifugla- og svínakjöti styđji ekkert stefnu stjórnvalda um styrkingu byggđar í dreifbýlinu.

Međ nýgerđum fríverslunarsamningi sem gerđur var viđ ESB í haust og tekur gildi 2017 mun innflutningur aukast umtalsvert. Er ţetta í takt viđ orđ svína- og alifuglabćnda sem óttast mjög afleiđingar af verulegri afléttingu tollverndar.

Sagđi Steinţór ađ grimm samkeppni eigi sér nú stađ á kjötmarkađnum. Ţađ eigi bćđi viđ á milli framleiđenda á innanlandsmarkađi og ţeirra viđ erlenda framleiđendur vegna vaxandi innflutnings. Innflutt nautakjöt hafi veriđ um 39% af innanlandssölunni á síđasta ári og hlutdeild innflutts kjúklingakjöts 18% og innflutts svínakjöts 15%.

Sagđi Steinţór ađ aukning ferđaţjónustunnar hafi öđru fremur komiđ Íslandi hratt úr kreppunni og ađ hagsmunir ferđamennsku og landbúnađar fari saman og styđji hvorir viđ ađra.  “Ţađ eru mikil dulin verđmćti í innlendum landbúnađi sem gerir landiđ áhugaverđara og heldur ţví í byggđ. Ţjóđ án landbúnađar er fátćk ţjóđ.“

Steindór Sigursteinsson.

Ţess má geta ađ höfundur ţessa pistils hefur unniđ hjá Kjötvinnslu Sláturfélags Suđurlands, Hvolsvelli, síđan 1991. Viđ gerđ pistilsins var stuđst viđ grein úr Bćndablađinu, 
http://www.bbl.is/files/pdf/bbl-7.-tbl.-2016-web.pdf


mbl.is Tryggi hagsmuni almennings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband