Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2016

Gagntrúbođ Fréttablađsins

Í landi, ţar sem um eđa yfir 90% manna tilheyra kristn­um kirkj­um, er eđlilegt ađ spurt sé: Er eig­endum Frétta­blađs­ins um­hugađ ađ dreifa áróđri trú­leys­ingja gegn krist­inni trú? Finnst ţeim rétt ađ borga Frosta Loga­syni laun fyrir slíka niđur­rifs­pistla?

Er t.d. veriđ ađ vinna ađ ţví, ađ ungt fólk í landinu missi tiltrúna á Guđ sem hald­reipi í lífinu, í erfiđ­leikum dagsins, í neyđ og í sorg, og ađ ţau glati virđ­ing­unni fyrir Jesú Kristi? Er ţađ upp­skrift Frétta­blađsins ađ ţví ađ bćta samfélagiđ á Íslandi?

Er á ţeim bćnum litiđ svo á, ađ nánast forrétt­inda­ađstađa blađs­ins til ađ koma hverju sem er fyrir sjónir meiri­hluta lands­manna gefi ţví tilvaliđ tćkifćri til ađ stunda ţar gagn­trúbođ gegn trúar­hugmyndum Íslendinga fyrr og nú?

Jón Valur Jensson.


Ráđizt inn í helgidóminn og prestur skorinn á háls

Sorglegt er ástandiđ í Frakklandi, ţar sem árás var gerđ á kaţólska kirkju á messu­tíma, bleyđi­mennska islamskra ofstćkis­manna ţvílík, ađ ţeir réđust á nunnu og 86 ára prest og skáru hann á háls fyrir framan alt­ariđ og kirkju­gesti. Ţetta gerđist ţrátt fyrir ađ lögreglan hafđi vitađ af hryđju­verka­löngun annars árásar­mannsins, tengslum hans viđ hryđjuverka­samtök, tilraunum hans til ađ komast til bardagasvćđa ISIS í Sýrlandi og hótun um ađ ráđast á kristna (sjá fréttartengil neđar um feril hans). Af ţví lét hann verđa, ţrátt fyrir ökkla­bandiđ frá lögreglu, og hafđi ţetta blóđuga illrćđisverk upp úr krafsinu, ađ verđa síđan skotinn ásamt félaga sínum viđ útrás ţeirra úr kirkjunni og ađ enda síđan í verra stađnum um alla eilífđ!

Ţvílík siđferđisleg eymd, og hve illa geta menn fariđ međ eigiđ líf og annarra, jafnvel blá­sak­lausra! Hlustiđ líka og lesiđ á innan viđ mínútu myndbandinu hér: theguardian.com/world/2016/jul/26/men-hostages-french-church-police-normandy-saint-etienne-du-rouvray

Séra Jacques Hamel, sem ţarna lét líf sitt, var elskađur og virtur af söfnuđi sínum. Gerendurnir voru andstćđa hans og létu sér ekki nćgja blóđugt drápiđ, heldur tóku ţađ upp á vídeó og mynduđu sig viđ ađ predika viđ altariđ á arabísku.

Ţrátt fyrir ţetta og önnur hryđjuverk í álfunni ţvertekur Hollande forseti fyrir ađ herđa varnir lögreglu gegn hryđjuverkum! Sjá um ţađ hér: Vill ekki herđa hryđju­verka­lög­gjöf­ina.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Franska lögreglan ţekkti árásarmanninn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er hćgt međ löggjöf ađ bjarga flugvellinum í Vatnsmýrinni


Ţađ er átakanlegra en orđ fá lýst ađ tveir stjórn­mála­menn sem nú eru horfnir úr sviđs­ljósi stjórn­mál­anna skuli hafa undir­rit­ađ sam­komulag sem felur í sér lokun neyđar­brautar­innar á Reykja­víkur­flugvelli. Og ţar međ ađ loka leiđ­inni inn á Land­spítalann fyrir sjúkra­flugiđ í slćmum veđrum ţegar vindátt er óhagstćđ og leggja drög ađ ţví ađ koma flugvelli allra landsmanna í Vatnsmýrinni burt ţađan.

Ţessa ákvörđun tóku ţau Hanna Birna Kristjánsdóttir, ţá innanríkisráđherra, og Jón Gnarr, ţáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, ţegar ţau undirrituđu samkomulag um lokun neyđarbrautarinnar. Var ţađ gert án ađkomu Alţingis og ef til vill ríkisstjórnarinnar líka, og skrifuđu ţau undir ţetta samkomulag ţrátt fyrir ađ annađ skjal hafi áđur veriđ undirritađ af ţeim međ forsćtisráđherra áriđ 2013 um ađ allt flugvallarmáliđ vćri sett í biđ í nokkur ár. Var ţví hiđ fyrra samkomulag ađ engu haft.

Eins og alţjóđ veit komst Hćstiréttur ađ ţeirri niđurstöđu ađ gjörningurinn (samningurinn) sé löglegur og eftir honum verđi ađ fara. Ekki snerist hćstaréttardómurinn um flugvöllinn, mikilvćgi hans og flugöryggi, heldur um ađ gjörningurinn stćđist lög.

Vill undirritađur benda á ađ úrskurđur Hćstaréttar útilokar alls ekki nýja ákvörđun Alţingis ţar sem litiđ er til slćmra afleiđinga samings Hönnu Birnu og Jóns Gnarr og niđurstöđu Rögnu-nefndarinnar, ađ ekkert hentugt flugvallarstćđi sé til stađar í nágrenni Reykjavíkur. Núverandi innanríkisráđherra međ Alţingi á bak viđ sig getur hrint ţessari niđurstöđu Hćstaréttar og tekiđ ađra ákvörđun vegna mikilvćgra öryggishagsmuna.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Valsmenn gleđjast nú yfir ţví ađ nú sé hćgt ađ byrja ađ byggja dýr hús og hótel í Vatnsmýrinni ţví flugvöllurinn sé nú svo gott sem kominn á dauđalistann. Spyrja má hvort Vatnsmýrin sé hentugt byggingaland fyrir hótel eđa íbúđabyggđ. Fróđir menn segja ađ hún sé vatnssósa mýri eins og nafniđ bendir til, nokkurra metra djúp. Gríđarleg jarđvegsskipti yrđu ađ eiga sér stađ. Samkvćmt ţví sem frćđimenn segja mun ţetta lćkka grunnvatnsstöđuna í Vatnsmýrinni og Reykjavíkurtjörn kynni ađ ţorna upp. (Um ţetta fjallar Guđni Ágústsson í grein sinni í laugardagsblađi Morgunblađsins.)

Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allra landsmanna og allra ţeirra sem veikjast og slasast alvarlega á ferđalögum um landiđ. Flugvöllurinn hefur veriđ brú milli höfuđ­borgarinnar og lands­byggđ­arinnar, um hann fóru 750 sjúkraflug áriđ 2015, ţar af helmingur farţega í lífshćttu og margir upp á líf og dauđa.

Vatnsmýrin er án efa besta flugvallarstćđiđ. Óraunhćfar tillögur um ađ fćra flugvöllinn upp á Hólmsheiđi eđa út á Löngusker eru afskrifađar í úttekt Rögnunefndarinnar og einnig hin dćmalausa tillaga um flugvöll í Hvassahrauni í hlađinu á Keflavík.

Reykjavíkurflugvöllur er einnig varaflugvöllur landsins, fari hann er búiđ ađ veikja flugiđ í landinu og líka til og frá landinu ţví hann er Keflavík mikilvćgur, hann er einn af varaflugvöllum Keflavíkur sem fćrist ţá til Skotlands.

Vill undirritađur hvetja innanríkisráđherra, Ólöfu Nordal, og alţingismenn til ađ taka máliđ upp á sumarţingi og rćđa ţađ í ađdraganda alţingiskosninga. Ţađ er hćgt međ löggjöf ađ bjarga flugvellinum og ţađ á ađ gera. Hćstiréttur hefur ađeins fellt dóm um ađ gjörningur borgarstjórans fyrrverandi og innanríkisráđherrans standist, en enginn bannar ţinginu ađ taka nýja ákvörđun út frá hagsmunum ţjóđarinnar, ţví ekkert flugvallarstćđi leysir Reykjavíkurflugvöll af hólmi.

Steindór Sigursteinsson.

Viđ gerđ pistilsins studdist ég viđ grein eftir Guđna Ágústsson í laugardagsblađi Morgunblađsins.


Angistin, einkenni vorra tíma, eftir Ásmund Eiríksson


Hver er sá, er ekki hefur reynt angist og kvíđa? Samtíđ okkar hefur mörg ein­kenni, sem engin önnur kyn­slóđ hefur ţekkt. En ang­istin og kvíđ­inn ein­kennir hana framar öllu öđru. Fjöl­marg­ir karlar og konur stríđa dag­lega viđ yfir­ţyrm­andi von­leysi. Kvíđi og van­máttur blindar ţeim sýn til ađ sjá, hvernig ţau geti mćtt hinni órćđu framtíđ, tekist á viđ kvađir lífsins og sigrađ.

    Lausnin á vanda­málum nútíma­mannsins er afturhvarf til Guđs, sem mennirnir hafa yfirgefiđ, gleymt. Guđ kćrleikans vill ađ angistin leiđi okkur aftur til Hans. Hún er broddur í síđuna til ţess ađ fá okkur ađ koma heim aftur úr öllu volkinu og vonleysinu. Hún er tjáning sannleikans til sálar okkar um ţörf okkar á Guđi.

    Viđ ţurfum ađ snúa viđ og leita á fund náđarríks Guđs, sem er stćrri og meiri en skilningur okkar. Skynsemi okkar er ekki hafin yfir raunveruleikann, heldur er raunveruleikinn hafinn yfir skynsemina. Marteinn Lúther sagđi eitthvađ á ţessa leiđ:

    „Guđ er athvarf hinna auđmjúku, harmţrungnu, niđurţrykktu og örvćntingarfullu. Eđli Guđs er ađ upphefja ţá fátćku, metta ţá hungruđu og hugga ţá hrelldu. En hann hindrast í ţessu viđreisnarstarfi af eyđileggjandi innbyrlunum okkar sjálfra um eigiđ réttlćti."

    Í Biblíunni segir svo: „Vér fórum allir villir vega sem sauđir, stefndum hver sína leiđ. en Drottinn lét misgjörđ vor allra koma niđur á honum". Ţessi orđ segja okkur ţađ, ásamt fjölmörgum öđrum frá Heilagri ritningu, ađ gegnum trúna á Jesúm Krist, sem frelsara okkar, getum viđ sameinast aftur náđugum og kćrleiksríkum Guđi, sem viđ erum komin frá.

    Innlifun Guđs kćrleika í gegnum Jesúm Krist er ţađ eina sem gefur okkur öruggan grundvöll og ţá akkerisfestu, sem viđ ţurfum til ţess ađ sleppa úr ţeirri angist og örvćntingu, er daprar geđ svo margra. Barnslegt og öruggt samfélag viđ Jesúm Krist er ţađ eina sem gildir og varir í ţeim angistarfulla heimi, sem viđ lifum í.Afturelding, 1. febrúar 1973.

Höfundur: Ásmundur Eiríksson, fyrrverandi forstöđumađur Fíladelfíusafnađarins í Reykjavík.


Hvarvettna skilur ISIS eftir sig fjöldamorđ, hörmungar og eyđingu

Já, vitaskuld er "Ríki islams", morđ­varga­samtök, mćtt til leiks í Afgan­istan og gerđu nú tvćr sprengju­árás­ir á kröfu­göngu friđ­samra borg­ara í Khabúl og drápu 61, dćmi­gert lítil­mennsku-ódćđ­is­verk eins og líka slóđin er eftir ţessi ómenni sem ríki heims ţurfa ađ taka höndum saman um ađ útrýma.

Sam­tök­in sem kenna sig viđ íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgđ sinni á tveim­ur spreng­ing­um í dag í fjöl­mennri kröfu­göngu í Kabúl, höfuđborg Af­ghan­ist­an. Í ţađ minnsta 61 er lát­inn og 207 sćrđir í árás sem sögđ er vera sú mann­skćđasta sem sam­tök­in hafa framiđ í borg­inni til ţessa.

Ţarna sést, hve hćttuleg útbreiđsla villuhugmynda getur veriđ. Trúarskólar öfga-islamista eiga sinn ţátt í ţeirri innrćtingu og heilaţvotti allt frá bernskuárum, og moskurnar hafa, jafnvel á Vesturlöndum, veriđ misnotađar til hatursáróđurs gegn gestgjafa-ţjóđum viđkomandi múslima. Jafnvel ţótt ţađ sé ekki ţađ algengasta, er skađinn ćrinn og fer vaxandi.

Engin furđa ađ Íslenska ţjóđfylkingin - einn flokka raunar - hefur ţá stefnu í sinni grunnstefnuskrá, ađ "bann verđi lagt viđ skólum íslamista á Íslandi," sem og: "ÍŢ vill herta innflytjendalöggjöf og innleiđa 48 tíma regluna í málefnum hćlisleitenda."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Brennd lík á víđ og dreif
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Not to be forgotten! A reminder of one of our education ministers

Jón Arason, Bishop of Hólar, brought the first printing-press to Iceland around the year 1530. By the turn of the next century the Icelanders had acquired many printed books including law-books, hymn-books and a translation of the Bible. The Norwegians did not acquire a printing-press until 1643, and the Bible was not translated into Norwegian until the middle of the nineteenth century. The printing-presses in Iceland were primarily used in the service of the Church. For this reason, the farmers continued to copy the ancient writings, which were in circulation alongside the printed books.

Gylfi Ţ. Gíslason: The Challenge of Being an Icelander, Reykjavík 1990: Almenna bókafélagiđ, p. 46. 

Dr. Gylfi Ţ. Gíslason (1917-2004) taught at the University of Iceland from 1941 to 1956, and from 1972 to 1987, holding the chair of economics from 1946. He was a member of Parliament from 1946 to 1978, minister of education and industry from 1956 to 1958, and of education and trade from 1958 to 1971, being also the leader of the Social Democratic Party from 1968 to 1974. In his leisure time he played the piano and was a composer of melodic songs which have gained much acclaim. His doctoral thesis was published in Frankfurt am Main in 1954. He was married and the father of three sons who became prominent in the country´s academic and political sphere.


Morđ og kynferđisnauđung - allt ţvert gegn kristnu siđferđi

Margt hryllilegt er í heimsfréttum, 17 ára múslimi réđst á ná­granna­konu og börn hennar og stakk ţau lífs­hćttu­lega, 12 ára Palest­ínu­drengur hćddur og síđan af­höfđ­ađur af ISIS-ófreskj­um; frá Malaví berst frétt um ţann siđ ađ stúlkur 12-13 ára séu neydd­ar til kyn­maka í ţrjár nćtur viđ sér­skip­ađa karla, s.k. hýenur, um leiđ og ţćr komist á blćđingar, og á ađ heita ţeim til hreinsunar! Ţó kom t.d. í ljós, ađ einn mann­anna, sem gert hefur ţetta međ yfir 100 stúlkum, er ekki hreinni en svo, ađ hann er AIDS-sýktur! En 10% Malaví­búa eru međ AIDS.

Vanţekking og fáfrćđi býr ađ baki ţessum siđ á Malaví. En ţetta er eitt dćmi ţess hvernig kristin trú međ sinni hreinleika-siđfrćđi hefđi unniđ gegn slíkum heiđnum siđvenjum. Áherzla kristninnar á heilagleika hjónabandsins og gildi skírlífis er farsćlli lausn fyrir kvenţjóđina í Malaví en t.d. ţađ "úrrćđi" femínismans ađ senda ţćr í fóstureyđingu. En vitaskuld á femínisminn samleiđ međ kristni um sumt: ađ vinna ađ frelsun kvenna undan kúgun og misnotkun. Kristindómurinn fordćmir t.d. vćndi ekki síđur en makaskipti, ef einhver í Stjórnarráđinu skyldi efast um ţađ!

Mannhelgi er annađ sem nýtur djúprar virđingar kristinnar trúar, og ţađ byggist ekki hvađ sízt á ţví, ađ viđ erum öll sköpuđ "eftir Guđs mynd" (I.Mós.1.27). Ţví er mannslífiđ í raun ókrenkjanlegt og friđheilagt, og eina megin-undantekningin frá ţessu í Ritningunni snýst í rauninni um ađ verja saklaust mannslíf, gert "eftir Guđs mynd", sem sekur mađur sviptir lífi međ rangindum og broti gegn heilögu bođorđi Guđs (I.Mós.9.6), bođorđi sem er í raun eldra en bođorđin tíu og allt Móselögmál.

En lausnir kristindómsins á siđferđislegum vandamálum, ţau međul sem hann ráđleggur, virka vitaskuld ekki frekar en önnur međul, nema menn taki ţau inn!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Borgađ fyrir ađ hafa mök viđ börn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert lát á sorglegum árásarfréttum

17 ára afganskur strákur gekk berserksgang međ exi í lestarvagni í Würzburg ţennan mánudag og tókst ađ sćra ţrjá alvarlega, en ţann fjórđa međ vćgari hćtti og skelfa fjórtán til viđbótar.

Er lestin var stöđvuđ, tókst honum ađ flýja, en fyrir gráglettni örlaganna hljóp hann í flasiđ á laganna vörđum sem skutu hann til bana. Enn einu lífi sóađ til einskis nema öđrum andţjóđfélagslegum til viđvörunar.

Piltur ţessi kom án fjölskyldu yfir ţýzku landamćrin međ öđrum hćlisleitendum.

Eitthvađ til ađ liggja yfir og hugleiđa. Og nú velta menn ţví fyrir sér hvađa "upphrópun" ţađ var sem honum leiđ yfir varir fyrir andlátiđ.

En er ţetta kannski allt "okkur ađ kenna"?

JVJ.


mbl.is Árásarmađurinn var 17 ára hćlisleitandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn eitt fórnarlamb ofstćkis í Pakistan

Ljótur er sjálfs­vitnis­burđur Pak­ist­an­ans Waseems Baloch sem drap sína eigin systur, sam­fé­lags­miđla­stjörnuna Qand­eel Baloch, sl. föstu­dag: "Ég gaf henni töflu og kyrkti hana svo." Hann flúđi lög­reglu á föstu­dags­kvöld, en náđist og var hand­tek­inn í borg­inni Dera Ghazi Khan, sagđur hafa viđur­kennt drápiđ, hafa byrlađ syst­ur sinni ólyfjan á föstu­dag­inn áđur en hann kyrkti hana fyr­ir ađ „van­helga Baloch-nafniđ."

Ţađ er nefnilega ţađ, tók bara lögin í eigin hendur ađ hćtti öfgafyllstu karlrembu í múslimaríki.

Qand­eel Baloch var 26 ára og frćg á landsvísu fyr­ir djarf­ar mynd­ir og texta sem hún birti á sam­fé­lags­miđlum. Ađ mati sumra var hún full­trúi nýrr­ar kyn­slóđar í Pak­ist­an sem ţorđi ađ tjá sig um ţađ sem brann á henni. Hún var jafn­framt full­trúi ungra stúlkna í land­inu sem hef­ur svo lengi veriđ haldiđ niđri og hafđi oft gagn­rýnt feđraveldiđ sem stjórn­ar öllu í Pak­ist­an. 

Í kjöl­fariđ varđ hún fyr­ir miklu áreiti, sér­tak­lega á net­inu. 

„Ţađ skipt­ir engu máli hversu oft mér er ýtt niđur, ég berst, ég kem til baka,“ skrifađi Qand­eel á Face­book nokkr­um dög­um áđur en hún var drep­in. 

Sorglegt mál, ung kona drepin af bróđur sínum án dóms og laga. Hún Hege Storhaug í Noregi, sem kom hingađ nýlega vegna útgáfu metsölubókar sinnar, Ţjóđaplágan islam, ţekkir vel til svona mála og einmitt eftir langa dvöl í Pakistan, ţar sem hún eignađist margar múslimskar vinkonur og fór brátt ađ frćđast um illt hlutskipti ţeirra. Sjálf fer Hege huldu höfđi í Noregi nú vegna hótana gegn henni og nýtur lögreglu­verndar.

Svo virđist sem morđiđ á Qand­eel, sem sum­ir kalla „heiđurs­morđ“, hafi skapađ spennu milli fólks í land­inu međ ólík­ar skođanir og ađ mati blađamanns BBC hef­ur ţađ sýnt hversu klof­in ţjóđin er.

Sum­ir héldu ţví fram á sam­fé­lags­miđlum ađ bróđir­inn hafi haft rétt á ađ drepa Qand­eel. „Kona sem ákveđur ađ birta nekt­ar­mynd­ir af sér til ţess ađ fá at­hygli. Hvađ á bróđir henn­ar ađ gera?“ spurđi einn Twitter-not­andi frá Islama­bad.

Ţing­kon­an Nafisa Shah sagđi hins veg­ar ađ Qand­eel hafi veriđ mik­il­vćg­ur full­trúi ţeirra sem vilja af­hjúpa fé­lags­legu hrćsn­ina sem fćr ađ lifa í Pak­ist­an. Ţá sagđi hún lög­gjöf­ina í land­inu ámćl­is­verđa sem gćti gert bróđur henn­ar kleift ađ kom­ast upp međ morđiđ.

Qand­eel hafđi lengi ótt­ast um líf sitt og veriđ hótađ vegna op­in­skárra skođana sinna. Hún hafđi ný­lega skrifađ bréf til inn­an­rík­is­ráđuneyt­is Pak­ist­an ţar sem hún óskađi eft­ir vernd. (Mbl.is)

Enn einu lífinu sóađ vegna ofstćkis.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Ég gaf henni töflu og kyrkti hana svo“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig er ţađ međ fagnađarerindiđ, Himnaríki og helvíti?

                        
Hvađ bíđur okkar eftir dauđann? Er ţađ gleđi og friđur eđa sorg og ţjáningar?

Hvađ segir Biblían okkur?

Kona ein skaut sjálfa sig ţví hún vildi ekki lifa lengur, hún hélt hún gćti umflúiđ sársaukann sem hafđi gagntekiđ hana.

Hún fór beint til helvítis og upplifđi og sá ţá hörmung sem bíđa ţeirra sem ţar lenda. En ţar sem hún hrópađi til Jesú um leiđ og hún tók í gikkinn á byssunni sem hún skaut sig međ og bađ Hann ađ fyrirgefa sér, upplifđi hún hiđ ótrúlega.

Hönd Jesú var útrétt til hennar og hún var hrifin til Himins og ţar fékk hún ađ sjá hiđ gagnstćđa viđ helvíti sem hún fékk ađ sjá áđur.

Hvađ er međ fagnađarerindiđ?  Erum viđ ađ segja fólki sannleikann um lífiđ og dauđann? ţorum viđ ađ segja allan sannleikann?

Eđa erum viđ hrćdd viđ álit manna?

Hér fyrir neđan er vefslóđ á youtube-myndband ţar sem ţessi kona segir frá reynslu sinni í stuttu máli.

Ţađ eru til margar ađrar sögur sem segja svipađa sögu. Sumar fjalla um Himininn eingöngu, ađrar um helvíti og Himnaríki.

Sögur af reynslu fólks eftir ađ hafa dáiđ en sent aftur til ađ segja sögu sína og ađvara okkur um hvađ bíđur okkar ef viđ erum ekki tilbúin og vakandi.

Ţađ er mikilvćgt fyrir kirkju Jesú Krists ađ bođa ALLT fagnađarerindiđ, en ţví miđur vantar ţó nokkuđ uppá ađ svo sé í kirkjum okkar nú til dags.

https://www.youtube.com/watch?v=UKY3Sii4a-U

Ykkar í Kristi Jesú,

Tómas Ibsen.
 
Preview YouTube video THIS WOMAN SHOT HERSELF, WENT TO HELL, THEN TO HEAVEN AND BACK TO EARTH !!
 
THIS WOMAN SHOT HERSELF, WENT TO HELL, THEN TO HEAVEN AND BACK TO EARTH !!

 


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband