Bloggfćrslur mánađarins, desember 2017

Efnishyggjan lokar augunum fyrir Guđsţakkarverđu afreki Trumps

Í yfirliti Mbl.is (ekki hlutlausu) um verk Trumps á sínu fyrsta forseta­ári fćr flutn­ingur sendi­ráđs­ins til Jerúsalem eđli­lega áherzlu, en bezta verki hans á árinu er al­ger­lega SLEPPT: ađ taka 100M$ ár­legan styrk af fóst­ur­vígs-sam­tök­unum IPP, International Planned Parenthood!

Endurspeglar ţetta ekki vanrćkslu ţessa frétta­miđils viđ málstađ óćddra barna, eins og ţau séu of ómerkileg til ađ "virđa ţau viđlits"?

Skömm Íslands er mikil í ţessu sambandi: Guđlaugur Ţórđarson utanríkisráđherra ákvađ ađ ţjóđinni óspurđri ađ ausa milljónum af ríkisfé í ţessi mestu fósturvígs­samtök heims, International Planned Parenthood!

Í dag er beđiđ fyrir ríkisstjórninni í kirkjum landsins, í ţví taka kristnir ţátt (eins og undirritađur), en viđ biđjum ţess líka, ađ fósturdeyđingum megi linna. Ađeins einn stjórnmálaflokkur, sem nú starfar, hefur lýst sig andvígan ţeim, sjá nánar HÉR!

Jón Valur Jensson.


Efnishyggjan lokar augunum fyrir Guđsţakkarverđu afreki Trumps

Í yfirliti Mbl.is (ekki hlutlausu) um verk Trumps á sínu fyrsta forsetaári fćr flutningur sendiráđsins til Jerúsalem eđlilega áherzlu, en bezta verki hans á árinu er algerlega SLEPPT: ađ taka 100M$ árlegan styrk af fósturvígs-samtökunum Planned Parenthood!

Endurspeglar ţetta ekki vanrćkslu ţessa fréttamiđils viđ málstađ óćddra barna, eins og ţau séu of ómerkileg til ađ "virđa ţau viđlits"?

Skömm Íslands er mikil í ţessu sambandi: Guđlaugur Ţórđarson utanríkisráđherra ákvađ ađ ţjóđinni óspurđri ađ ausa milljónum af ríkisfé í ţessi mestu fósturvígs­samtök heims, International Planned Parenthood!

Í dag er beđiđ fyrir ríkisstjórninni í kirkjum landsins, í ţví taka kristnir ţátt (eins og undirritađur), en viđ biđjum ţess líka, ađ fósturdeyđingum megi linna. Ađeins einn stjórnmálaflokkur, sem nú starfar, hefur lýst sig andvígan ţeim, sjá nánar HÉR!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Viđburđaríkt fyrsta ár Trumps
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

JÓLABĆN


  Himneski fađir, gef oss um ţessi jól náđ til ađ nálćgjast ţig, náđ til ađ öđlast
friđ í hjörtu vor, og fögnuđ. Drottinn, kenn oss um ţessi jól ţitt Orđ, ađ vér megum
minnast Krists, hans sem ţú gafst oss, ađ vér mćttum hjálpast úr ósigri. Ó Drottinn, gef oss ađ bođskapur ţinn megi nú verđa lifandi fyrir hugskoti voru, ađ ský hrađa og glamurs víki svo ađ vér megum hugsa og skilja til hvers ţú gafst oss ţinn son.

  Himneski Fađir, vér biđjum í auđmýkt, ađ ţú veitir oss náđ til ađ vera ţín um
ţessi jól.

  Gef ţú, ó Drottinn, ljós ţitt og yl, öllum ţeim er daprir búa, öllum ţeim er af síđis
eru, Drottinn, ţú einn skilur kringumstćđur manna, ţú einn getur huggađ hughreyst og lćknađ. — Fađir, blessa ţú í fangelsum og hćlum ţessa lands, — blessa ţú alla bágstadda, alla snauđa og vonlitla. Drottinn, styrk ţú hrjáđa, veit ţú hryggum huggun ţína, ţjáđum lćkningu. Ó, góđi Guđ, gef oss vakningu,
  ađ vér megum biđja,
  ađ vér megum leita,
  ađ vér megum knýja á.

  GLEĐILEG JÓL


Afturelding, 1. desember 1974. Höfundur óţekktur.


mbl.is Húsfyllir í kirkjum í borginni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleđileg jól

Gleđilegra jóla óskum viđ öllum landsmönnum nćr og fjćr. Megi fögn­uđ­ur­inn sem ríkti á hinni fyrstu jólanótt á Betlehems­völlum yfir hinum nýfćdda frelsara ná ađ snerta viđ hugum okkar og hjört­um, varpa birtu á líf okkar, miđla krafti og blessun til annarra í samfélaginu. Megi samvera okkar og gleđi­bođskapur jólanna endurvekja međ okkur von og trú og stađfestu í ţví ađ gera kristin­dóminn ađ ţví virka afli sem hann var hjá mörgum gengnum kynslóđum til ađ móta umhverfi ţeirra og samfélag til góđs.

Dýrđ sé Guđi í upphćđum

og friđur á jörđu og velţóknun Guđs yfir mönnunum.

Kristin stjórnmálasamtök.


Agnes biskup virđist ekki geta komizt neđar í óvinsćldum

Skođiđ pistilinn á DV.is um hana og hinn ólíka Guđna forseta, sem gefur milljónir til góđgerđ­armála. Skođiđ innlegg lesenda! Ţađ eru ALLIR á móti henni, og hún á ađ predika yfir ţjóđinni á morgun! Ein konan segir jafnvel: "Mér líkađi betur viđ Ólaf Skúlason.....liggur viđ ađ hann hafi veriđ skárri en ţessi kven......"

Og óánćgjan er ekki bara vegna ţess ađ hún fór fram á ţessa launahćkkun sem hún fékk.

Já, ţetta er HÉR!

En kvartađ hefur veriđ yfir ýmsu í embćttis­fćrslu hennar, svo sem í međferđ máls sr. Ólafs Jóhannssonar í Grensáskirkju, međferđ Stađastađarmála, međvirkni hennar međ "No Borders"-fólki og í ţessum málum sem ritađ hefur veriđ um hér:

1) Biskup í stríđi viđ kristna trú og samţykktir Ţjóđkirkjunnar

2) Á biskup Íslands ađ vera eins og vindhani í kenningarmálum?

 

Jón Valur Jensson.


SŢ á villigötum í fullveldismálum Ísraels

69 ríki tóku ekki ţátt í for­dćm­ingunni á viđur­kenn­ingu ţess ađ Jerúsalem er höfuđ­borg Ísraels.* Netanyahu gerir rétt í ađ for­dćma meirihluta­niđur­stöđuna.

57 músl­imaríki sýna palestínskum rót­tćk­lingum (međ hryđju­verka­sögu ađ baki) algera međ­virkni, og svo bćtast viđ önnur međvirk ríki, ýmist undir olíu­áhrifum eđa sefasjúkrar vinstri­mennsku sem gengur um ýmis lönd sem ţykjast geta hneykslazt á Donald Trump.

En ekkert stríđsástand er í hinni helgu borg Davíđs, Salómons, spámannanna og Jesú Krists.

Níu ríki greiddu atkvćđi gegn fordćmingunni, 39 sátu hjá, og 21 ríki greiddi ekki atkvćđi. Fulltrúum ţeirra 128 ríkja, sem samţykktu egypzk-ćttuđu ályktunina, er EKKI bođiđ í samkvćmi sem sendiherra Bandaríkjanna hjá SŢ heldur snemma í janúar (sjá hér). Međal ţeirra, sem eru í skammnarkróknum, er Guđlaugur Ţór Ţórđarson, enda er hegđun hans í málinu bćđi aumleg og skammarleg.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fordćmir niđurstöđu SŢ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimildir á 1. öld (og fram á ţá 2.) um tilvist Jesú Krists

Ţví er haldiđ fram og hampađ sem rökum gegn ţví ađ Jesús hafi yfirleitt veriđ til, ađ dr. Bart nokkur Ehrman hafi mćlt gegn ţví, ađ grískar eđa rómverskar heimildir nefni hann á nafn á 1. öld eđa bréf eđa fornminjar. En ţetta stenzt engan veginn, enda viđurkenna sagnfrćđingar almennt fullkomlega tilvist Jesú Krists á fyrri hluta 1. aldar.

Seinni setning Ehrmans* stenzt ekki af ţví ađ nafn Jesú er margsinnis nefnt í bréfum Páls postula, sem eru öll 1. aldar bréf. Ehrman (ekki mjög ćrlegur) reynir reyndar kćnlega (í raun lymskulega) ađ takmarka heimildaefniđ frá byrjun, vill jú skođa bréfaskrif líka, en vill ţá takmarka ţau viđ PRÍVATBRÉF (af hverju?!) og ţar međ kannski ađ losa sig vandrćđalega undan ţví ađ takast á viđ ţá stađreynd, ađ í bréfum Péturs, Páls, Jakobs og Jóhannesar í Nýja testamentinu, gjarnan bréfum til heilla safnađa, er Jesús vitaskuld margsinnis nefndur. En hann er ţađ líka í prívatbréfi Páls til Fílemons (í 1., 3., 5., 6., 9., 20., 23. og 25. versi!). 

En í fyrri setningu Barts ţessa Ehrman segir hann eđa öllu heldur lýgur: "In the entire 1st Christian century Jesus is not mentioned by a single Greek or Roman historian, religion scholar, politician, philosopher or poet."

Einnig ţetta stenzt ekki. Ţótt tíma tćki fyrir kristna trú ađ breiđast út eftir krossfestinguna um 33 e.Kr. og eftir dreifingu Gyđinga eftir fall Jerúsalem 70 e.Kr. og ţó ađ Jesús hafi ekki hvatt til neinnar uppreisnar og ţar međ ekki dregiđ ađ sér mikla athygli yfirvaldanna í Róm –– og ţó ađ fyrstu skrif háembćttismanna um hann séu frá ţví laust eftir aldamótin 100 e.Kr. (bréf Pliniusar yngra í Bythiníu til Trajanusar keisara um 110 e.Kr., orđ Tacitusar í Ćvi Claudiuss um 115 e.Kr. og orđ hjá Suetoniusi um 120 e.Kr.), ţá verđur ţví ekki neitađ, ađ Samverjinn Thallus, ađ sögn Julianusar Africanuss, virđist rita um krossfestingu Krists nálćgt miđbiki 1. aldar (sbr. einnig áritun sem fannst nálćgt Nazaret, ţar sem keisarinn, annađhvort Claudius (13. okt. 54 e.Kr.) eđa jafnvel Tiberius (d. 16. marz 37 e.Kr.) tjáir óánćgju sína međ ađ lík hafi veriđ tekin úr gröfum ţeirra og hótar jafnvel dauđarefsingu fyrir ţađ, en ţetta getur mjög trúlega tengzt upprisu Krists).

En Josephus sagnaritari skrifađi fyrir Rómverja, var á sinn hátt rómverskur sagnaritari, ţótt Gyđing-fćddur vćri, og í bók hans Gyđingastríđinu, ritađri milli 70 og 75 e.Kr., sem og í verki hans um forna ţekkingu um Gyđinga (Antiquitates Judćorum), rituđu um 20 árum síđar, er minnzt á Jesúm allnokkrum sinnum; deilur hafa stađiđ um hvort handritageymdin sé ţar trygg, en ţó alls ekki sjálfgefiđ, ađ hafna beri ţeim vitnisburđi heimilda.

En ţar fyrir utan eru svo guđspjöllin rituđ á 1. öld og fráleitt ađ taka ţau ekki međ sem heimildir um Krist og líf lćrisveina hans og kristinna safnađa. (Sjá um ţetta: próf. J.N.D. Anderson: Christianity: the witness of history, Lond.1969 og í fleiri útgáfum Tyndale Press, s.18 og áfram.) Svo var Páll postuli međ rómversk borgararéttindi og verđur vitaskuld ađ kallast "religion scholar" og m.a.s. mjög lćrđur sem slíkur, en Ehrman ţykist ćtla ađ komast upp međ ađ hafna skrifum hans međ ţögninni!!!

Guđfrćđingurinn Ehrman, sem vill skera sem mest niđur viđ trog, er alls ekkert viđurkenndur almennt sem áthorítet til ađ geta fullyrt svona gróflega um málin!

Ađ lokum ber ađ nefna, ađ fjarri fer ţví, ađ mikiđ sé til af bréfum almennt frá tíma Rómverja og handritum í ýmsum greinum frćđa.

* Ehrman um Jesúm (seinni setningin sem vísađ var í): "His name never occurs in a single inscription, and it is never found in a single piece of private correspondence."

Jón Valur Jensson.


Hvert fór hin heilaga fjölskylda?

Ótrúlegt er ađ jafnvel stćrstu bókabúđir hafi ENGIN kristin jólakort á bođstólum. Themađ á frambođnum jólakortum er ekki inntak jólanna, heldur umbúđir ţeirra, t.d. kúlur á jólatrjám, og auđvitađ upp­skáldađir jóla­sveinar!

Eina jóla­kort­iđ, lítiđ og ólistrćnt, sem átti ađ heita međ mynd af Maríu og Jesúbarninu, var ekki ađeins frá allt annarri öld, heldur svo billegt, ađ ţađ verđskuldađi ekki einu sinni ađ kallast Kitsch!

Menn eru farnir ađ dást ţarna ađ eigin umbúđum um jólin, en gleyma tilefninu! Myndir af skreytingum eru orđnar myndthemađ á jólakortum!

Ţetta er afkristnun jólanna. Mađur sér ţađ sama birtast í Bandaríkjunum, ţar sem búiđ er ađ skipta út Happy Christmas fyrir Season´s Greetings!

Nútíminn eltist viđ skottiđ á sjálfum sér, í öllum sínum hávađa og atgangi, en ţarf ađ mćta skapara sínum og frelsara á hljóđum og helgum stundum.

"Be still, and know that I am God" er góđ ţýđing á versi í Psaltaranum og betri en sú íslenzka.

Međ ţví ađ draga sig út úr skarkala lífsins fá ţeir loks fćri á ţví ađ finna fyrir kalli Guđs og tiltali hans til sálarinnar.

JVJ.


Fagnađarbođskapur um frelsi

 
Andi Drottins er yfir mér
ţví ađ Drottinn hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til ađ flytja fátćkum gleđilegan bođskap,
til ađ grćđa ţá sem hafa sundurmarin hjörtu,
bođa föngum lausn
og fjötruđum frelsi,
til ađ bođa náđarár Drottins
og hefndardag Guđs vors,
til ađ hugga ţá sem hryggir eru
og setja höfuđdjásn í stađ ösku 
á syrgjendur í Zíon,
fagnađarolíu í stađ sorgarklćđa,
skartklćđi í stađ hugleysis.
 
Jesaja 61.1-3

Blessun Guđs ţarf til

Eins og jörđin gefur gróđrinum vöxtinn

og garđur lćtur frćkornin spíra

mun Drottinn láta réttlćti dafna

og orđstír frammi fyrir öllum ţjóđum.

(Jesaja 61.11, úr messutextum morgunsins)


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband